Norðanvert landið gæti breyst í vetrarríki í vikunni Birgir Olgeirsson skrifar 20. október 2019 18:30 Fyrsti dagur vetrar verður næstkomandi laugardag, en veturinn mun heldur betur minna á sig í vikunni. Þrálát norðanátt mun ríkja í vikunni. Henni mun fylgja talsverð snjókoma á norðanverðu landinu sem mun breyta landshlutanum í vetrarríki. Þá gætu Reykvíkingar orðið varir við fyrsta frost haustsins. Lægð er væntanleg til landsins í kvöld. Henni mun fylgja norðaustanátt sem mun draga kalt loft til landsins sem hefur verið í laumi við Grænland. „Sem þýðir það að strax í fyrramálið fer að snjóa á norðanverðum Vestfjörðum. Ísfirðingar og nærsveitungar sem þurfa til dæmis að fara yfir Gemlufallsheiði þurfa aðeins að horfa til veðurs. Almennt séð á Norðurlandi þá kólnar á morgun og verður hált á vegum víðast hvar á Norðurlandi. Annað kvöld verður komið frost á öllu norðanverður og norðaustanverðu landinu,“ segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. Norðanáttin heldur áfram á þriðjudag og miðvikudag. Þá kólnar líka sunnan heiða. „En það verður allt saman þannig að það birtir upp og það er ekki að vænta neinnar snjókomu þar. Það verða þessir hefðbundnu köldu haustdagar þegar það er sæmileg bjart og þurrt.“ Mjög líklega munu Reykvíkingar sjá fyrsta frost haustsins í miðri viku. „Þessi norðanátt ætlar ekkert að gefa sig fyrr en undir helgina. Og við getum alveg eins búist við því að það snjói talsvert sums staðar fyrir norðan. Sérstaklega við utanverðan Eyjafjörðinn, austur með ströndinni, Húsavík og alveg austur á Langanes og Vopnafjörð. Sama má segja um norðanverða Vestfirði. Það er ekki að sjá annað en að það verði talsvert vetrarríki þar.“ Þeir sem þurfa að ferðast milli landshluta ættu að huga að nagladekkjum. „Sérstaklega þeir sem munu ferðast um Norður- og Norðausturlandið þar sem er kaldast og mestar líkur á snjó. En hér syðra er almennt séð ekki mikil hætta á ísingu né snjó. Þessi bleyta sem er núna þornar í þurrum vindi sennilega í nótt og fyrramálið.“ Veðrið mun hins vegar lagst um næstu helgi. „Vetrarkoma á Íslandi, hún er yfirleitt með þeim hætti að það hlýnar alltaf aftur.“ Veður Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Búið að bera kennsl á alla sem létust í brunanum Erlent Fleiri fréttir Suðurlandsvegur lokaður vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Sjá meira
Fyrsti dagur vetrar verður næstkomandi laugardag, en veturinn mun heldur betur minna á sig í vikunni. Þrálát norðanátt mun ríkja í vikunni. Henni mun fylgja talsverð snjókoma á norðanverðu landinu sem mun breyta landshlutanum í vetrarríki. Þá gætu Reykvíkingar orðið varir við fyrsta frost haustsins. Lægð er væntanleg til landsins í kvöld. Henni mun fylgja norðaustanátt sem mun draga kalt loft til landsins sem hefur verið í laumi við Grænland. „Sem þýðir það að strax í fyrramálið fer að snjóa á norðanverðum Vestfjörðum. Ísfirðingar og nærsveitungar sem þurfa til dæmis að fara yfir Gemlufallsheiði þurfa aðeins að horfa til veðurs. Almennt séð á Norðurlandi þá kólnar á morgun og verður hált á vegum víðast hvar á Norðurlandi. Annað kvöld verður komið frost á öllu norðanverður og norðaustanverðu landinu,“ segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. Norðanáttin heldur áfram á þriðjudag og miðvikudag. Þá kólnar líka sunnan heiða. „En það verður allt saman þannig að það birtir upp og það er ekki að vænta neinnar snjókomu þar. Það verða þessir hefðbundnu köldu haustdagar þegar það er sæmileg bjart og þurrt.“ Mjög líklega munu Reykvíkingar sjá fyrsta frost haustsins í miðri viku. „Þessi norðanátt ætlar ekkert að gefa sig fyrr en undir helgina. Og við getum alveg eins búist við því að það snjói talsvert sums staðar fyrir norðan. Sérstaklega við utanverðan Eyjafjörðinn, austur með ströndinni, Húsavík og alveg austur á Langanes og Vopnafjörð. Sama má segja um norðanverða Vestfirði. Það er ekki að sjá annað en að það verði talsvert vetrarríki þar.“ Þeir sem þurfa að ferðast milli landshluta ættu að huga að nagladekkjum. „Sérstaklega þeir sem munu ferðast um Norður- og Norðausturlandið þar sem er kaldast og mestar líkur á snjó. En hér syðra er almennt séð ekki mikil hætta á ísingu né snjó. Þessi bleyta sem er núna þornar í þurrum vindi sennilega í nótt og fyrramálið.“ Veðrið mun hins vegar lagst um næstu helgi. „Vetrarkoma á Íslandi, hún er yfirleitt með þeim hætti að það hlýnar alltaf aftur.“
Veður Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Búið að bera kennsl á alla sem létust í brunanum Erlent Fleiri fréttir Suðurlandsvegur lokaður vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Sjá meira
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent