Stormviðvörun og hríð Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. október 2019 06:51 Gular viðvaranir taka gildi í hádeginu fyrir stóran hluta landsins í dag. Vísir/vilhelm Hvassviðri og hríðarveður setja svip á veðurkortin í dag. Gular veðurviðvaranir, frá Vestfjörðum um norðanvert landið og að Suðausturhorninu, taka gildi um hádegi og eru vegfarendur hvattir til að haga ferðum sínum eftir aðstæðum. Að sögn Veðurstofunnar má búast við norðvestan hvassviðri og má ætla að vindurinn fari víða í 18 til 25 metra á sekúndu. Varað er við vindhviðum við fjöll, sérstaklega í Öræfasveit, og geta því akstursskilyrði víða verið varhugaverð. Þessu hvassviðri mun fylgja éljagangur og jafnvel snjókoma á norðanverðu landinu. Ætla má að fyrst verði vart við slyddu í byggð en eftir því sem líður á daginn mun kólna og má þá búast við hálku. Fólk sem á leið um fjallvegi nyrðra ætti að hafa varann á því Veðurstofan gerir þar ráð fyrir skafrenningi og litlu skyggni. Holtavörðuheiðin gæti jafnvel orðið varhugaverð. Ekki er að sjá miklar breytingar næstu daga, í grófum dráttum köld norðan- eða norðaustanátt með éljum á norðanverðu landinu, en bjartviðri syðra. Hitinn verður á bilinu 3 til 9 stig í dag en í kringum frostmark á morgun.Veðurhorfur á landinu næstu daga Á þriðjudag og miðvikudag: Norðaustanátt, yfirleitt 10-15 m/s. Él um landið N-vert, annars bjart köflum, en líkur á éljum um tíma allra syðst. Frost 0 til 8 stig, en nærri frostmarki við suðurströndina. Á fimmtudag: Stíf norðanátt og snjókoma eða él, en yfirleitt þurrt og bjart syðra. Frost 0 til 7 stig, en um frostmark við sjávarsíðuna. Á föstudag: Minnkandi norðanátt og dálítil él NA-lands, en léttir til í öðrum landshlutum og kólnar í veðri. Á laugardag (fyrsti vetrardagur): Útlit fyrir hæga vinda og bjartviðri í flestum landshlutum, en áfram kalt í veðri. Á sunnudag: Gengur líklega í hvassa austanátt með snjókomu eða slyddu SA til á landinu og hlýnar heldur. Veður Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Fleiri fréttir Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Sjá meira
Hvassviðri og hríðarveður setja svip á veðurkortin í dag. Gular veðurviðvaranir, frá Vestfjörðum um norðanvert landið og að Suðausturhorninu, taka gildi um hádegi og eru vegfarendur hvattir til að haga ferðum sínum eftir aðstæðum. Að sögn Veðurstofunnar má búast við norðvestan hvassviðri og má ætla að vindurinn fari víða í 18 til 25 metra á sekúndu. Varað er við vindhviðum við fjöll, sérstaklega í Öræfasveit, og geta því akstursskilyrði víða verið varhugaverð. Þessu hvassviðri mun fylgja éljagangur og jafnvel snjókoma á norðanverðu landinu. Ætla má að fyrst verði vart við slyddu í byggð en eftir því sem líður á daginn mun kólna og má þá búast við hálku. Fólk sem á leið um fjallvegi nyrðra ætti að hafa varann á því Veðurstofan gerir þar ráð fyrir skafrenningi og litlu skyggni. Holtavörðuheiðin gæti jafnvel orðið varhugaverð. Ekki er að sjá miklar breytingar næstu daga, í grófum dráttum köld norðan- eða norðaustanátt með éljum á norðanverðu landinu, en bjartviðri syðra. Hitinn verður á bilinu 3 til 9 stig í dag en í kringum frostmark á morgun.Veðurhorfur á landinu næstu daga Á þriðjudag og miðvikudag: Norðaustanátt, yfirleitt 10-15 m/s. Él um landið N-vert, annars bjart köflum, en líkur á éljum um tíma allra syðst. Frost 0 til 8 stig, en nærri frostmarki við suðurströndina. Á fimmtudag: Stíf norðanátt og snjókoma eða él, en yfirleitt þurrt og bjart syðra. Frost 0 til 7 stig, en um frostmark við sjávarsíðuna. Á föstudag: Minnkandi norðanátt og dálítil él NA-lands, en léttir til í öðrum landshlutum og kólnar í veðri. Á laugardag (fyrsti vetrardagur): Útlit fyrir hæga vinda og bjartviðri í flestum landshlutum, en áfram kalt í veðri. Á sunnudag: Gengur líklega í hvassa austanátt með snjókomu eða slyddu SA til á landinu og hlýnar heldur.
Veður Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Fleiri fréttir Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Sjá meira