Innlent

Samið við fimm félög háskólamenntaðra

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Húsakynni ríkissáttasemjara eru í Borgartúni 21.
Húsakynni ríkissáttasemjara eru í Borgartúni 21. Vísir/vilhelm

Kjarasamningur á milli fimm aðildarfélaga Bandalags háskólamanna og Fjármála- og efnahagsráðherra, fyrir hönd ríkissjóðs, var undirritaður aðfaranótt mánudags. Samið var til þriggja ára og 6 mánaða.

Frá þessu er greint á vef ríkissáttasemjara, en kjaraviðræðurnar og undirritunin áttu sér stað í húsakynnum embættisins í Borgartúni.

Félögin sem um ræðir eru Félag háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins, Félag íslenskra félagsvísindamanna, Fræðagarður, Stéttarfélag bókasafns- og upplýsingafræðinga og Stéttarfélag lögfræðinga.

Kjarasamningar félaganna losnuðu þann 1. apríl síðastliðinn og var gert hlé á kjaraviðræðum í sumar. Stefnt hafði verið að því að ljúka kjaraviðræðum fyrir 15. september síðastliðinn.

Samningurinn sem var undirritaður gildir til 31. mars 2023.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.