Innlent

Samið við fimm félög háskólamenntaðra

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Húsakynni ríkissáttasemjara eru í Borgartúni 21.
Húsakynni ríkissáttasemjara eru í Borgartúni 21. Vísir/vilhelm
Kjarasamningur á milli fimm aðildarfélaga Bandalags háskólamanna og Fjármála- og efnahagsráðherra, fyrir hönd ríkissjóðs, var undirritaður aðfaranótt mánudags. Samið var til þriggja ára og 6 mánaða.Frá þessu er greint á vef ríkissáttasemjara, en kjaraviðræðurnar og undirritunin áttu sér stað í húsakynnum embættisins í Borgartúni.Félögin sem um ræðir eru Félag háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins, Félag íslenskra félagsvísindamanna, Fræðagarður, Stéttarfélag bókasafns- og upplýsingafræðinga og Stéttarfélag lögfræðinga.Kjarasamningar félaganna losnuðu þann 1. apríl síðastliðinn og var gert hlé á kjaraviðræðum í sumar. Stefnt hafði verið að því að ljúka kjaraviðræðum fyrir 15. september síðastliðinn.Samningurinn sem var undirritaður gildir til 31. mars 2023.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.