Innlent

Flugmenn Air Iceland Connect boða til yfirvinnubanns

Birgir Olgeirsson skrifar
Flugmenn Air Iceland Connect hafa verið án samnings frá áramótum.
Flugmenn Air Iceland Connect hafa verið án samnings frá áramótum. Vísir/Vilhelm
Flugmenn hjá Air Iceland Connect hafa boðað yfirvinnubann sem tekur gildi 1. nóvember náist ekki samningar. Flugmennirnir eru í Félagi íslenskra atvinnuflugmanna og hafa verið samningslausir frá áramótum.Ólafur Georgsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna, segir félagið hafa tilkynnt Air Iceland Connect þetta í dag. Vonast hann til að þetta yfirvinnubann komi til með að þoka samningsgerðinni í rétta átt.Spurður hvaða áhrif þetta yfirvinnubann mun hafa á áætlunarferðir Air Iceland Connect svarar Ólafur að hann geri ráð fyrir að þau eigi ekki að vera mikil ef flugfélagið hugar vel að þessari mönnum þá daga sem það stendur yfir.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.