Ákvörðun Herdísar „á engan hátt auðveld eða léttvæg“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. október 2019 20:52 Herdís Gunnarsdóttir var forstjóri Heilbrigðisstofununar Suðurlands og svo framkvæmdastjóri endurhæfingarsviðs Reykjalundar áður en hún tók tímabundið við starfi forstjóra. Herdís Gunnarsdóttir forstjóri Reykjalundar segir það ekki hafa verið auðvelda eða léttvæga ákvörðun að taka tímabundið við starfi forstjóra stofnunarinnar. Þá telur hún nauðsynlegt að endurskoða aðkomu stjórnar SÍBS að starfsemi Reykjalundar. Þetta kemur fram í tilkynningu Herdísar til starfsmanna Reykjalundar sem birt var í dag. Mikil ólga hefur verið meðal starfsfólks Reykjalundar eftir að stjórn SÍBS sagði upp forstjóra og framkvæmdastjóra lækninga fyrir nokkrum vikum. Í tilkynningunni fer Herdís, sem tók tímabundið við stöðu forstjóra í kjölfar uppsagnanna, yfir þau viðfangsefni sem hún og framkvæmdastjórn Reykjalundar hafa einbeitt sér að síðustu daga. Framkvæmdastjórnin sé nú fullmönnuð en ljóst sé að enn ríki reiði meðal starfsfólks Reykjalundar eftir sviptingarnar fyrr í mánuðinum. Þá hafi Herdís sett fram tvær kröfur gagnvart stjórn SÍBS þegar hún tók tímabundið við starfi forstjóra, og fallist hafi verið á þær báðar. Annars vegar kröfu um að áheyrnarfulltrúi SÍBS myndi víkja úr framkvæmdastjórn. „Framkvæmdastjórn Reykjalundar er því algjörlega sjálfstæð og óháð aðkomu stjórnar SÍBS.“Sveinn Guðmundsson, formaður stjórnar SÍBS.VísirHins vegar að starf forstjóra yrði auglýst eins fljótt og auðið er og að stjórn SÍBS fengi hæfa aðila til að annast ráðningarferlið. Undirbúningur þess ferlis sé nú hafin. „Ég vil endurtaka, að þegar ég féllst á að taka tímabundið við starfi forstjóra var sú ákvörðun á engan hátt auðveld eða léttvæg. Ég tel hins vegar að ég geti lagt mitt að mörkum og langar að eiga þátt í því með ykkar hjálp að byggja hér hratt upp að nýju,“ segir í tilkynningu Herdísar. Þá hafi atburðir síðustu vikna vissulega haft áhrif á alla á Reykjalundi, og þar sé Herdís sjálf ekki undanskilin. Þá taki hún undir þau sjónarmið að félagasamtök eigi ekki að hafa beina aðkomu að daglegri stjórn heilbrigðisstofnana. „Til að fyrirbyggja að atburðir síðustu vikna geti endurtekið sig tel ég nauðsynlegt að endurskoða aðkomu stjórnar SÍBS að starfsemi Reykjalundar. SÍBS er vissulega eigandi Reykjalundar en það útlokar ekki að taka til skoðunar núverandi fyrirkomulag með hagsmuni sjúklinga, faglegrar starfsemi og starfsmanna að leiðarljósi. Ég hef óskað eftir samtali við stjórn SÍBS um þessi mál og tel afar áríðandi að tillögur að breyttu fyrirkomulagi verði leiddar til lykta á næstu 3-6 mánuðum.“ Fram kom í fréttum Stöðvar 2 í kvöld að tveir stjórnarmenn í stjórn SÍBS hafi bókað mótmæli við brottvikningu forstjóra Reykjalundar, Birgis Þórarinssonar, þegar málið var lagt fyrir stjórnina. Þá sagði talsmaður fagráðs Reykjalundar að allt starfsfólk Reykjalundar íhugi nú stöðu sína en sex læknar eru ýmist á förum eða hafa sagt upp störfum. Heilbrigðismál Ólga á Reykjalundi Tengdar fréttir Tveir stjórnarmenn mótmæltu brottrekstri forstjóra Reykjalundar Fyrrverandi formaður samtakanna og nefndarmaður í uppstillingarnefnd harmar uppsagnir stjórnenda. Talsmaður fagráðs Reykjalundar segir allt starfsfólk íhuga stöðu sína. 22. október 2019 20:15 Ólafur Þór tekur við af Magnúsi á Reykjalundi Nýr framkvæmdastjóri lækninga tekur til starfa í dag á Reykjalundi. Nýi framkvæmdastjórinn heitir Ólafur Þór Ævarsson og er læknir. 15. október 2019 12:27 Fordæma vinnubrögð stjórnarformanns og varaformanns stjórnar SÍBS Félag íslenskra endurhæfingarlækna fordæmir vinnubrögð stjórnarformanns og varaformanns stjórnar SÍBS gagnvart þeim Birgi Gunnarssyni og Magnúsi Ólasyni sem fyrirvaralaust var sagt upp störfum á Reykjalundi á dögunum. 16. október 2019 18:30 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu Sjá meira
Herdís Gunnarsdóttir forstjóri Reykjalundar segir það ekki hafa verið auðvelda eða léttvæga ákvörðun að taka tímabundið við starfi forstjóra stofnunarinnar. Þá telur hún nauðsynlegt að endurskoða aðkomu stjórnar SÍBS að starfsemi Reykjalundar. Þetta kemur fram í tilkynningu Herdísar til starfsmanna Reykjalundar sem birt var í dag. Mikil ólga hefur verið meðal starfsfólks Reykjalundar eftir að stjórn SÍBS sagði upp forstjóra og framkvæmdastjóra lækninga fyrir nokkrum vikum. Í tilkynningunni fer Herdís, sem tók tímabundið við stöðu forstjóra í kjölfar uppsagnanna, yfir þau viðfangsefni sem hún og framkvæmdastjórn Reykjalundar hafa einbeitt sér að síðustu daga. Framkvæmdastjórnin sé nú fullmönnuð en ljóst sé að enn ríki reiði meðal starfsfólks Reykjalundar eftir sviptingarnar fyrr í mánuðinum. Þá hafi Herdís sett fram tvær kröfur gagnvart stjórn SÍBS þegar hún tók tímabundið við starfi forstjóra, og fallist hafi verið á þær báðar. Annars vegar kröfu um að áheyrnarfulltrúi SÍBS myndi víkja úr framkvæmdastjórn. „Framkvæmdastjórn Reykjalundar er því algjörlega sjálfstæð og óháð aðkomu stjórnar SÍBS.“Sveinn Guðmundsson, formaður stjórnar SÍBS.VísirHins vegar að starf forstjóra yrði auglýst eins fljótt og auðið er og að stjórn SÍBS fengi hæfa aðila til að annast ráðningarferlið. Undirbúningur þess ferlis sé nú hafin. „Ég vil endurtaka, að þegar ég féllst á að taka tímabundið við starfi forstjóra var sú ákvörðun á engan hátt auðveld eða léttvæg. Ég tel hins vegar að ég geti lagt mitt að mörkum og langar að eiga þátt í því með ykkar hjálp að byggja hér hratt upp að nýju,“ segir í tilkynningu Herdísar. Þá hafi atburðir síðustu vikna vissulega haft áhrif á alla á Reykjalundi, og þar sé Herdís sjálf ekki undanskilin. Þá taki hún undir þau sjónarmið að félagasamtök eigi ekki að hafa beina aðkomu að daglegri stjórn heilbrigðisstofnana. „Til að fyrirbyggja að atburðir síðustu vikna geti endurtekið sig tel ég nauðsynlegt að endurskoða aðkomu stjórnar SÍBS að starfsemi Reykjalundar. SÍBS er vissulega eigandi Reykjalundar en það útlokar ekki að taka til skoðunar núverandi fyrirkomulag með hagsmuni sjúklinga, faglegrar starfsemi og starfsmanna að leiðarljósi. Ég hef óskað eftir samtali við stjórn SÍBS um þessi mál og tel afar áríðandi að tillögur að breyttu fyrirkomulagi verði leiddar til lykta á næstu 3-6 mánuðum.“ Fram kom í fréttum Stöðvar 2 í kvöld að tveir stjórnarmenn í stjórn SÍBS hafi bókað mótmæli við brottvikningu forstjóra Reykjalundar, Birgis Þórarinssonar, þegar málið var lagt fyrir stjórnina. Þá sagði talsmaður fagráðs Reykjalundar að allt starfsfólk Reykjalundar íhugi nú stöðu sína en sex læknar eru ýmist á förum eða hafa sagt upp störfum.
Heilbrigðismál Ólga á Reykjalundi Tengdar fréttir Tveir stjórnarmenn mótmæltu brottrekstri forstjóra Reykjalundar Fyrrverandi formaður samtakanna og nefndarmaður í uppstillingarnefnd harmar uppsagnir stjórnenda. Talsmaður fagráðs Reykjalundar segir allt starfsfólk íhuga stöðu sína. 22. október 2019 20:15 Ólafur Þór tekur við af Magnúsi á Reykjalundi Nýr framkvæmdastjóri lækninga tekur til starfa í dag á Reykjalundi. Nýi framkvæmdastjórinn heitir Ólafur Þór Ævarsson og er læknir. 15. október 2019 12:27 Fordæma vinnubrögð stjórnarformanns og varaformanns stjórnar SÍBS Félag íslenskra endurhæfingarlækna fordæmir vinnubrögð stjórnarformanns og varaformanns stjórnar SÍBS gagnvart þeim Birgi Gunnarssyni og Magnúsi Ólasyni sem fyrirvaralaust var sagt upp störfum á Reykjalundi á dögunum. 16. október 2019 18:30 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu Sjá meira
Tveir stjórnarmenn mótmæltu brottrekstri forstjóra Reykjalundar Fyrrverandi formaður samtakanna og nefndarmaður í uppstillingarnefnd harmar uppsagnir stjórnenda. Talsmaður fagráðs Reykjalundar segir allt starfsfólk íhuga stöðu sína. 22. október 2019 20:15
Ólafur Þór tekur við af Magnúsi á Reykjalundi Nýr framkvæmdastjóri lækninga tekur til starfa í dag á Reykjalundi. Nýi framkvæmdastjórinn heitir Ólafur Þór Ævarsson og er læknir. 15. október 2019 12:27
Fordæma vinnubrögð stjórnarformanns og varaformanns stjórnar SÍBS Félag íslenskra endurhæfingarlækna fordæmir vinnubrögð stjórnarformanns og varaformanns stjórnar SÍBS gagnvart þeim Birgi Gunnarssyni og Magnúsi Ólasyni sem fyrirvaralaust var sagt upp störfum á Reykjalundi á dögunum. 16. október 2019 18:30
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?