Innlent

Vill afnema refsingu fyrir óvirðingu fánans

Ingunn Lára Kristjánsdóttir skrifar
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, lagði fram lagafrumvarp um bætur vegna ærumeiðinga á Alþingi í gær. Verði frumvarpið að lögum verða refsingar vegna ærumeiðinga afnumdar.

Áslaug segir ljóst að brýn þörf sé á að endurskoða ærumeiðingarákvæði hegningarlaga vegna vankanta á ákvæðum og þeirra áfellisdóma sem íslenska ríkið hefur fengið hjá mannréttindadómstóli Evrópu. Núverandi ákvæði brjóti gegn stjórnarskránni og Mannréttindasáttmála Evrópu.

Í frumvarpinu er einnig lagt til að fella niður lög um að enginn megi óvirða þjóðfánann, hvorki í orði né verki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×