Fótbolti

Ísland upp um eitt sæti á styrkleikalista FIFA

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Íslendingar eiga tvo leiki eftir í undankeppni EM 2020.
Íslendingar eiga tvo leiki eftir í undankeppni EM 2020. vísir/vilhelm

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta fer upp um eitt sæti á styrkleikalista FIFA og er í því fertugasta.

Íslendingar spiluðu tvo leiki í undankeppni EM 2020 fyrr í þessum mánuði. Ísland tapaði með minnsta mun fyrir heimsmeisturum Frakklands, 0-1, og vann svo Andorra, 2-0.

Ísland er þriðja besta Norðurlandaþjóðin samkvæmt styrkleikalistanum. Danmörk er í 14. sæti, fjórum sætum ofar en Svíþjóð. Norðmennirnir hans Lars Lagerbäck fara upp um tvö sæti og eru í því 45. Finnar eru tíu sætum neðar og Færeyingar eru í 110. sæti.

Íslendingar fóru niður um fimm sæti síðast þegar styrkleikalistinn var gefinn út og voru í 41. sæti hans. Íslenska liðið hefur hæst komist í 35. sæti listans á þessum ári.

Staða efstu fjögurra liða á listanum er óbreytt. Belgía er enn á toppnum, Frakkland í 2. sæti, Brasilía í því þriðja og England í því fjórða.

Tyrkir, næstu mótherjar Íslendinga í undankeppni EM, fara upp um fjögur sæti á listanum og eru í 32. sæti.

Moldóva, sem Ísland mætir í síðasta leik sínum í undankeppni EM, er í 175. sæti listans.

Liechtenstein, sem Helgi Kolviðsson þjálfar, er í 181. sæti listans.

Styrkleikalistann í heild sinni má sjá með því að smella hér.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.