Þetta eru reglugerðirnar sem ráðherra felldi úr gildi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. október 2019 15:58 Hér heldur Kristján Þór á bunka þeirra tæplega ellefu hundruð reglugerða sem nú hafa verið felldar úr gildi. Á mánudaginn felldi Kristján Þór Júlíusson úr gildi alls 1.098 reglugerðir og setti í staðinn átta nýjar reglugerðir sem leysa þær af hólmi. Þegar rennt er yfir listann má sjá að elsta reglugerðin er frá árinu 1975 sem varðar fiskveiðilandhelgi Íslands. Þá má einnig nefna reglugerð frá árinu 1980 um varnir gegn hundaæði og reglugerð um lágmarksstærðir fisktegunda frá 1977. „Þetta voru hátt í ellefu hundruð reglugerðir, misskemmtilegar og misþarfar,“ sagði Kristján Þór í samtali við fréttastofu á mánudaginn þegar reglugerðirnar voru felldar úr gildi. „Svo ég nefni bara eitt dæmi um veiðar á línu á djúpslóð. Þar sem að reglan hefur verið sú að gefa út eina reglugerð fyrir hvert lítið svæði,“ sagði Kristján.Sjá einnig: Nema á brott 1090 reglugerðir og 16 lagabálka Með nýju fyrirkomulagi verði nú aðeins gefin út ein reglugerð fyrir línuveiðar á djúpslóð. „Það eru svona atriði sem að kannski í stóra samhenginu skipta ekki máli en einfalda fólki lífið að þurfa ekki að leita á mörgum stöðum að því verklagi sem þeim er ætlað að fara eftir.Reglugerðir um afnám reglugerða Stór hluti reglugerðanna varðar til dæmis úthlutun tollkvóta, byggðakvóta eða aflaheimilda sem eru löngu úreltar þar sem þær varða einungis tiltekið ár eða tímaramma. Í bunkanum er einnig að finna reglugerðir um afnám reglugerða, um bann við veiðum með fiskibotnvörpu á tilteknum svæðum og um friðanir einstakra svæða eða tegunda svo fátt eitt sé nefnt. Alls er um að ræða 547 stofnreglugerðir auk 551 breytingarreglugerða við þær. Á slóðinni hér að neðan má finna lista yfir þær 547 stofnreglugerðir sem felldar voru úr gildi en samkvæmt svörum frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu hefur ekki verið tekinn saman listi yfir breytingarreglugerðirnar 551. Hinar átta nýju stofnreglugerðir eru reglugerð um tímabundnar lokanir veiðisvæða á grunnslóð, um veiðar á rækju, um veiðar með dragnót við Ísland, um veiðar á íslenskri sumargotssíld, um takmarkanir við veiðum með línu á djúpslóð, um takmarkanir við veiðum með fiskibotnvörpu, um friðunarsvæði við Ísland, um friðun þorsks, skarkola, blálöngu og steinbíts á hrygningartíma.Tengd skjölStofnreglugerðir sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur fellt brott Stjórnsýsla Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Á mánudaginn felldi Kristján Þór Júlíusson úr gildi alls 1.098 reglugerðir og setti í staðinn átta nýjar reglugerðir sem leysa þær af hólmi. Þegar rennt er yfir listann má sjá að elsta reglugerðin er frá árinu 1975 sem varðar fiskveiðilandhelgi Íslands. Þá má einnig nefna reglugerð frá árinu 1980 um varnir gegn hundaæði og reglugerð um lágmarksstærðir fisktegunda frá 1977. „Þetta voru hátt í ellefu hundruð reglugerðir, misskemmtilegar og misþarfar,“ sagði Kristján Þór í samtali við fréttastofu á mánudaginn þegar reglugerðirnar voru felldar úr gildi. „Svo ég nefni bara eitt dæmi um veiðar á línu á djúpslóð. Þar sem að reglan hefur verið sú að gefa út eina reglugerð fyrir hvert lítið svæði,“ sagði Kristján.Sjá einnig: Nema á brott 1090 reglugerðir og 16 lagabálka Með nýju fyrirkomulagi verði nú aðeins gefin út ein reglugerð fyrir línuveiðar á djúpslóð. „Það eru svona atriði sem að kannski í stóra samhenginu skipta ekki máli en einfalda fólki lífið að þurfa ekki að leita á mörgum stöðum að því verklagi sem þeim er ætlað að fara eftir.Reglugerðir um afnám reglugerða Stór hluti reglugerðanna varðar til dæmis úthlutun tollkvóta, byggðakvóta eða aflaheimilda sem eru löngu úreltar þar sem þær varða einungis tiltekið ár eða tímaramma. Í bunkanum er einnig að finna reglugerðir um afnám reglugerða, um bann við veiðum með fiskibotnvörpu á tilteknum svæðum og um friðanir einstakra svæða eða tegunda svo fátt eitt sé nefnt. Alls er um að ræða 547 stofnreglugerðir auk 551 breytingarreglugerða við þær. Á slóðinni hér að neðan má finna lista yfir þær 547 stofnreglugerðir sem felldar voru úr gildi en samkvæmt svörum frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu hefur ekki verið tekinn saman listi yfir breytingarreglugerðirnar 551. Hinar átta nýju stofnreglugerðir eru reglugerð um tímabundnar lokanir veiðisvæða á grunnslóð, um veiðar á rækju, um veiðar með dragnót við Ísland, um veiðar á íslenskri sumargotssíld, um takmarkanir við veiðum með línu á djúpslóð, um takmarkanir við veiðum með fiskibotnvörpu, um friðunarsvæði við Ísland, um friðun þorsks, skarkola, blálöngu og steinbíts á hrygningartíma.Tengd skjölStofnreglugerðir sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur fellt brott
Stjórnsýsla Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira