Fyrrverandi skólastjóri skákvæðir Grafarvog Björn Þorfinnsson skrifar 25. október 2019 06:00 Skák er sívinsæl íþrótt með iðkendur á öllum aldri. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Helgi Árnason, fyrrverandi skólastjóri Rimaskóla, er kominn á eftirlaun en er þó hvergi nærri sestur í helgan stein. Hann er formaður Skákdeildar Fjölnis sem hefur hafist handa við að skákvæða Grafarvog og Stórhöfða eins og svæðið leggur sig. Fyrsta skáksettið var afhent við athöfn í heimsókn í Íslandsbankaútibúið á Höfðabakka í gær. Helgi gegndi starfi skólastjóra í Rimaskóla í 26 ár. Á þeim tíma vakti skólinn verðskuldaða athygli fyrir öflugt skákstarf fyrir nemendur. Íslandsmeistara- og Norðurlandatitlar hrúguðust inn og hver afreksmaðurinn á fætur öðrum leit dagsins ljós innan skólans. Þar á meðal yngsti stórmeistari Íslendinga, Hjörvar Steinn Grétarsson, og nýjasti landsliðsmaðurinn Dagur Ragnarsson, sem einmitt mun þreyta frumraun sína á Evrópumeistaramóti landsliða í Batumi í Georgíu í vikunni. „Maður er náttúrulega afar hreykinn af þessum öflugu skákmönnum sem urðu til innan skólans,“ segir Helgi. „Það sem var þó ekki síður mikilvægt var að margir nemendur sem áttu erfitt með einbeitingu og fundu sig ekki í námi blómstruðu í skákinni. Það hjálpaði þeim síðan í náminu. Það má segja að afreksfólkið hafi verið ánægjuleg aukaafurð en stóra málið var að skákin studdi vel við skólastarfið og fjölmargir nemendur höfðu ánægjuleg kynni af þessari list þó að þeir hafi ekki lagt skákina fyrir sig.“ Helgi var sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu í sumar fyrir starf sitt að skóla- og skákmálum ungmenna. Hann segir að sá heiður hafi virkað sem hvatning frekar en skilaboð um að fara að slaka á. „Núna hef ég mun meiri tíma og get því einbeitt mér að hverfinu mínu frekar en bara einum skóla. Skákdeild Fjölnis var stofnuð árið 2004 að frumkvæði okkar Hrafns Jökulssonar og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar ráðherra. Í dag er unnið þar öflugt starf enda er félagið orðið eitt stærsta taflfélag landsins. Við viljum efla það enn frekar og höfum því blásið til átaksins Skákvæðum Grafarvog. Markmið þess er að skákvæða fyrirtæki í Grafarvogi og Ártúnshöfða. Í framhaldinu viljum við svo bjóða upp á margs konar samstarf um fjöltefli á vinnustað, vinnustaðaskákmót og aðrar uppákomur,“ segir Helgi og er bjartsýnn á árangur skákvæðingarinnar í Grafarvogi. Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Skák Skóla - og menntamál Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Helgi Árnason, fyrrverandi skólastjóri Rimaskóla, er kominn á eftirlaun en er þó hvergi nærri sestur í helgan stein. Hann er formaður Skákdeildar Fjölnis sem hefur hafist handa við að skákvæða Grafarvog og Stórhöfða eins og svæðið leggur sig. Fyrsta skáksettið var afhent við athöfn í heimsókn í Íslandsbankaútibúið á Höfðabakka í gær. Helgi gegndi starfi skólastjóra í Rimaskóla í 26 ár. Á þeim tíma vakti skólinn verðskuldaða athygli fyrir öflugt skákstarf fyrir nemendur. Íslandsmeistara- og Norðurlandatitlar hrúguðust inn og hver afreksmaðurinn á fætur öðrum leit dagsins ljós innan skólans. Þar á meðal yngsti stórmeistari Íslendinga, Hjörvar Steinn Grétarsson, og nýjasti landsliðsmaðurinn Dagur Ragnarsson, sem einmitt mun þreyta frumraun sína á Evrópumeistaramóti landsliða í Batumi í Georgíu í vikunni. „Maður er náttúrulega afar hreykinn af þessum öflugu skákmönnum sem urðu til innan skólans,“ segir Helgi. „Það sem var þó ekki síður mikilvægt var að margir nemendur sem áttu erfitt með einbeitingu og fundu sig ekki í námi blómstruðu í skákinni. Það hjálpaði þeim síðan í náminu. Það má segja að afreksfólkið hafi verið ánægjuleg aukaafurð en stóra málið var að skákin studdi vel við skólastarfið og fjölmargir nemendur höfðu ánægjuleg kynni af þessari list þó að þeir hafi ekki lagt skákina fyrir sig.“ Helgi var sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu í sumar fyrir starf sitt að skóla- og skákmálum ungmenna. Hann segir að sá heiður hafi virkað sem hvatning frekar en skilaboð um að fara að slaka á. „Núna hef ég mun meiri tíma og get því einbeitt mér að hverfinu mínu frekar en bara einum skóla. Skákdeild Fjölnis var stofnuð árið 2004 að frumkvæði okkar Hrafns Jökulssonar og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar ráðherra. Í dag er unnið þar öflugt starf enda er félagið orðið eitt stærsta taflfélag landsins. Við viljum efla það enn frekar og höfum því blásið til átaksins Skákvæðum Grafarvog. Markmið þess er að skákvæða fyrirtæki í Grafarvogi og Ártúnshöfða. Í framhaldinu viljum við svo bjóða upp á margs konar samstarf um fjöltefli á vinnustað, vinnustaðaskákmót og aðrar uppákomur,“ segir Helgi og er bjartsýnn á árangur skákvæðingarinnar í Grafarvogi.
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Skák Skóla - og menntamál Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira