Fyrrverandi skólastjóri skákvæðir Grafarvog Björn Þorfinnsson skrifar 25. október 2019 06:00 Skák er sívinsæl íþrótt með iðkendur á öllum aldri. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Helgi Árnason, fyrrverandi skólastjóri Rimaskóla, er kominn á eftirlaun en er þó hvergi nærri sestur í helgan stein. Hann er formaður Skákdeildar Fjölnis sem hefur hafist handa við að skákvæða Grafarvog og Stórhöfða eins og svæðið leggur sig. Fyrsta skáksettið var afhent við athöfn í heimsókn í Íslandsbankaútibúið á Höfðabakka í gær. Helgi gegndi starfi skólastjóra í Rimaskóla í 26 ár. Á þeim tíma vakti skólinn verðskuldaða athygli fyrir öflugt skákstarf fyrir nemendur. Íslandsmeistara- og Norðurlandatitlar hrúguðust inn og hver afreksmaðurinn á fætur öðrum leit dagsins ljós innan skólans. Þar á meðal yngsti stórmeistari Íslendinga, Hjörvar Steinn Grétarsson, og nýjasti landsliðsmaðurinn Dagur Ragnarsson, sem einmitt mun þreyta frumraun sína á Evrópumeistaramóti landsliða í Batumi í Georgíu í vikunni. „Maður er náttúrulega afar hreykinn af þessum öflugu skákmönnum sem urðu til innan skólans,“ segir Helgi. „Það sem var þó ekki síður mikilvægt var að margir nemendur sem áttu erfitt með einbeitingu og fundu sig ekki í námi blómstruðu í skákinni. Það hjálpaði þeim síðan í náminu. Það má segja að afreksfólkið hafi verið ánægjuleg aukaafurð en stóra málið var að skákin studdi vel við skólastarfið og fjölmargir nemendur höfðu ánægjuleg kynni af þessari list þó að þeir hafi ekki lagt skákina fyrir sig.“ Helgi var sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu í sumar fyrir starf sitt að skóla- og skákmálum ungmenna. Hann segir að sá heiður hafi virkað sem hvatning frekar en skilaboð um að fara að slaka á. „Núna hef ég mun meiri tíma og get því einbeitt mér að hverfinu mínu frekar en bara einum skóla. Skákdeild Fjölnis var stofnuð árið 2004 að frumkvæði okkar Hrafns Jökulssonar og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar ráðherra. Í dag er unnið þar öflugt starf enda er félagið orðið eitt stærsta taflfélag landsins. Við viljum efla það enn frekar og höfum því blásið til átaksins Skákvæðum Grafarvog. Markmið þess er að skákvæða fyrirtæki í Grafarvogi og Ártúnshöfða. Í framhaldinu viljum við svo bjóða upp á margs konar samstarf um fjöltefli á vinnustað, vinnustaðaskákmót og aðrar uppákomur,“ segir Helgi og er bjartsýnn á árangur skákvæðingarinnar í Grafarvogi. Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Skák Skóla - og menntamál Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Helgi Árnason, fyrrverandi skólastjóri Rimaskóla, er kominn á eftirlaun en er þó hvergi nærri sestur í helgan stein. Hann er formaður Skákdeildar Fjölnis sem hefur hafist handa við að skákvæða Grafarvog og Stórhöfða eins og svæðið leggur sig. Fyrsta skáksettið var afhent við athöfn í heimsókn í Íslandsbankaútibúið á Höfðabakka í gær. Helgi gegndi starfi skólastjóra í Rimaskóla í 26 ár. Á þeim tíma vakti skólinn verðskuldaða athygli fyrir öflugt skákstarf fyrir nemendur. Íslandsmeistara- og Norðurlandatitlar hrúguðust inn og hver afreksmaðurinn á fætur öðrum leit dagsins ljós innan skólans. Þar á meðal yngsti stórmeistari Íslendinga, Hjörvar Steinn Grétarsson, og nýjasti landsliðsmaðurinn Dagur Ragnarsson, sem einmitt mun þreyta frumraun sína á Evrópumeistaramóti landsliða í Batumi í Georgíu í vikunni. „Maður er náttúrulega afar hreykinn af þessum öflugu skákmönnum sem urðu til innan skólans,“ segir Helgi. „Það sem var þó ekki síður mikilvægt var að margir nemendur sem áttu erfitt með einbeitingu og fundu sig ekki í námi blómstruðu í skákinni. Það hjálpaði þeim síðan í náminu. Það má segja að afreksfólkið hafi verið ánægjuleg aukaafurð en stóra málið var að skákin studdi vel við skólastarfið og fjölmargir nemendur höfðu ánægjuleg kynni af þessari list þó að þeir hafi ekki lagt skákina fyrir sig.“ Helgi var sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu í sumar fyrir starf sitt að skóla- og skákmálum ungmenna. Hann segir að sá heiður hafi virkað sem hvatning frekar en skilaboð um að fara að slaka á. „Núna hef ég mun meiri tíma og get því einbeitt mér að hverfinu mínu frekar en bara einum skóla. Skákdeild Fjölnis var stofnuð árið 2004 að frumkvæði okkar Hrafns Jökulssonar og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar ráðherra. Í dag er unnið þar öflugt starf enda er félagið orðið eitt stærsta taflfélag landsins. Við viljum efla það enn frekar og höfum því blásið til átaksins Skákvæðum Grafarvog. Markmið þess er að skákvæða fyrirtæki í Grafarvogi og Ártúnshöfða. Í framhaldinu viljum við svo bjóða upp á margs konar samstarf um fjöltefli á vinnustað, vinnustaðaskákmót og aðrar uppákomur,“ segir Helgi og er bjartsýnn á árangur skákvæðingarinnar í Grafarvogi.
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Skák Skóla - og menntamál Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira