Háar fjárhæðir árlega frá ríkinu vegna ORRA Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 25. október 2019 06:00 Bjarni Benediktsson sagði í umræðum á Alþingi fyrr í mánuðinum að tilefni væri til að skoða framkvæmdina um kerfið. Rætt hefði verið um málið í ráðuneytinu en engar tillögur að lausn lægju fyrir. Fréttablaðið/ERNIR Kostnaður ríkisins við ORRA, fjárhags- og mannauðskerfi ríkisins, var tæpur tveir og hálfur milljarður á árunum 2009 til 2018. Þetta kemur fram í svari Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra við fyrirspurn Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata. Upprunalegur þróunarkostnaður við hugbúnaðinn var einn og hálfur milljarður sem féll til á árunum 2001 til 2005. Kerfið sem þróað var fyrir ríkið er í eigu fyrirtækisins Oracle og eftir atvikum Advania. Kostnaður ríkisins við kerfið er því ekki undir fjórum milljörðum á þeim tæpu tveim áratugum sem liðnir eru frá því þróun þess hófst upp úr aldamótum. Í svari við fyrirspurn frá síðasta þingi kemur fram að á árinu 2018 var viðhaldskostnaður við kerfið 275 milljónir, en ný útgáfa þess var innleidd á árinu sem kostaði rúmar 163 milljónir. Rekstrarkostnaður vegna kerfisins kostaði tæpar 400 milljónir í fyrra.„Þetta eru rosalegar fjárhæðir en fyrir árlegan viðhaldskostnað gæti ríkið rekið myndarlega hugbúnaðardeild sem héldi eignarhaldi á hugbúnaðinum í opinberri eigu,“ segir Björn Leví. Óábyrgt sé að ríkið eyði svona fjárhæðum í hugbúnað án þess að eiga leyfið á honum. Eignarhald ríkisins á hugbúnaði þurfi jafnvel ekki að koma í veg fyrir að hægt sé að bjóða þróunarvinnu út. Hugbúnaðarkerfið og eignarhald þess var rætt í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi fyrr í mánuðinum og sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra við það tækifæri að hætta væri á því að ríkið festist í viðskiptum við þá aðila sem taka að sér að þróa hugbúnað og séu eigendur hans. „Í því felst þá að það getur orðið óyfirstíganlegt að hætta þeim viðskiptum og leita eitthvert annað,“ sagði Bjarni. Fyrirspyrjandinn í það skipti, Helgi Hrafn Gunnarsson, rifjaði upp að á síðasta kjörtímabili hefðu komið fram efasemdir hjá þingmönnum í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd um kosti þess að ríkið væri að fjármagna sérsmíðaðan hugbúnað sem endi síðan ekki í eignarhaldi ríkisins.Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata. Fréttablaðið/ERNIR Þetta eru rosalegar fjárhæðir en fyrir árlegan viðhaldskostnað gæti ríkið rekið myndarlega hugbúnaðardeild„Því miður hefur mér í gegnum árin sýnst þetta vera ákveðin venja, að opinberar stofnanir þurfa sérlausnir, jafnvel sérsniðnar að sínum þörfum, ráða eitthvert hugbúnaðarfyrirtæki sem er eflaust fínt og frábært, eins og Advania, til að búa til þá lausn en svo á framleiðandinn enn þá vöruna og ríkið er fast í viðjum þess fyrirtækis það sem eftir er ef ekki á að byrja upp á nýtt,“ sagði Helgi Hrafn. Hann vísaði til álits stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar frá 2014 þess efnis að endurskoða þyfti eignarhaldið á kerfinu, með það fyrir augum að ríkið geti nýtt það fyrir allar stofnanir sínar án þess að þurfa að kaupa aðgang að því fyrir hverja og eina ríkisstofnun. Bjarni sagði málið hafa verið rætt í fjármálaráðuneytinu og málið væri mikilvægt. Tillaga að lausn til framtíðar hefði hins vegar ekki verið mótuð. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Kostnaður ríkisins við ORRA, fjárhags- og mannauðskerfi ríkisins, var tæpur tveir og hálfur milljarður á árunum 2009 til 2018. Þetta kemur fram í svari Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra við fyrirspurn Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata. Upprunalegur þróunarkostnaður við hugbúnaðinn var einn og hálfur milljarður sem féll til á árunum 2001 til 2005. Kerfið sem þróað var fyrir ríkið er í eigu fyrirtækisins Oracle og eftir atvikum Advania. Kostnaður ríkisins við kerfið er því ekki undir fjórum milljörðum á þeim tæpu tveim áratugum sem liðnir eru frá því þróun þess hófst upp úr aldamótum. Í svari við fyrirspurn frá síðasta þingi kemur fram að á árinu 2018 var viðhaldskostnaður við kerfið 275 milljónir, en ný útgáfa þess var innleidd á árinu sem kostaði rúmar 163 milljónir. Rekstrarkostnaður vegna kerfisins kostaði tæpar 400 milljónir í fyrra.„Þetta eru rosalegar fjárhæðir en fyrir árlegan viðhaldskostnað gæti ríkið rekið myndarlega hugbúnaðardeild sem héldi eignarhaldi á hugbúnaðinum í opinberri eigu,“ segir Björn Leví. Óábyrgt sé að ríkið eyði svona fjárhæðum í hugbúnað án þess að eiga leyfið á honum. Eignarhald ríkisins á hugbúnaði þurfi jafnvel ekki að koma í veg fyrir að hægt sé að bjóða þróunarvinnu út. Hugbúnaðarkerfið og eignarhald þess var rætt í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi fyrr í mánuðinum og sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra við það tækifæri að hætta væri á því að ríkið festist í viðskiptum við þá aðila sem taka að sér að þróa hugbúnað og séu eigendur hans. „Í því felst þá að það getur orðið óyfirstíganlegt að hætta þeim viðskiptum og leita eitthvert annað,“ sagði Bjarni. Fyrirspyrjandinn í það skipti, Helgi Hrafn Gunnarsson, rifjaði upp að á síðasta kjörtímabili hefðu komið fram efasemdir hjá þingmönnum í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd um kosti þess að ríkið væri að fjármagna sérsmíðaðan hugbúnað sem endi síðan ekki í eignarhaldi ríkisins.Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata. Fréttablaðið/ERNIR Þetta eru rosalegar fjárhæðir en fyrir árlegan viðhaldskostnað gæti ríkið rekið myndarlega hugbúnaðardeild„Því miður hefur mér í gegnum árin sýnst þetta vera ákveðin venja, að opinberar stofnanir þurfa sérlausnir, jafnvel sérsniðnar að sínum þörfum, ráða eitthvert hugbúnaðarfyrirtæki sem er eflaust fínt og frábært, eins og Advania, til að búa til þá lausn en svo á framleiðandinn enn þá vöruna og ríkið er fast í viðjum þess fyrirtækis það sem eftir er ef ekki á að byrja upp á nýtt,“ sagði Helgi Hrafn. Hann vísaði til álits stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar frá 2014 þess efnis að endurskoða þyfti eignarhaldið á kerfinu, með það fyrir augum að ríkið geti nýtt það fyrir allar stofnanir sínar án þess að þurfa að kaupa aðgang að því fyrir hverja og eina ríkisstofnun. Bjarni sagði málið hafa verið rætt í fjármálaráðuneytinu og málið væri mikilvægt. Tillaga að lausn til framtíðar hefði hins vegar ekki verið mótuð.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira