Innlent

Æxli endir á þróun

Ari Brynjólfsson skrifar
Sigurgeir Ólafsson.
Sigurgeir Ólafsson. Mynd/Cambridge
„Til þessa hafa vísindamenn mest rannsakað krabbameinið sjálft, en það er endapunktur í löngu þróunarferli sem á sér stað innan líkamans. Til að skilja uppruna krabbameinsins erum við að skoða heilbrigðan vef og hvernig stökkbreytingar safnast upp í honum áður en krabbameinið breytir öllu umhverfinu,“ segir Sigurgeir Ólafsson, doktorsnemi í erfðafræði við Cambridge-háskóla. „Allar frumur líkamans safna stökkbreytingum eftir því sem við eldumst og þær leiða að lokum til krabbameins.“

Sigurgeir er einn tuttugu- og þriggja höfunda greinar um ristilkrabbamein sem birtist nýverið í vísindatímaritinu Nature.

Niðurstöðurnar byggja á raðgreiningu hundraða sýna sem tekin voru úr ristli 42 einstaklinga. Vísindamennirnir sýndu að stofnfrumur í heilbrigðum ristli safna að meðaltali 44 stökkbreytingum á ári og að stærsti hluti þeirra er tilkominn vegna tíðra frumuskiptinga í vefnum. Þá sýndu þeir að um 1 prósent frumnanna hafa að minnsta kosti eina þekkta krabbameinsstökkbreytingu og hafa þannig stigið fyrsta skrefið í átt að æxlismyndun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×