Innlent

Fluttur á sjúkrahús eftir umferðarslys á Grindavíkurvegi

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Frá Grindavíkurvegi. Mynd er úr safni.
Frá Grindavíkurvegi. Mynd er úr safni. Vísir/vilhelm

Ökumaður var fluttur með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í morgun eftir að hafa misst bifreið sína út af Grindavíkurvegi í hálku, að því er segir í tilkynningu frá lögreglu á Suðurnesjum. Ekki er vitað um meiðsl ökumanns að svo stöddu. Bíllinn var dreginn af vettvangi með dráttarbifreið.

Þá varð annað hálkuslys í umferðinni á Reykjanesbraut í morgun þegar ökumaður missti stjórn á bifreið sinni með þeim afleiðingum að hún snerist á akbrautinni og hafnaði á vegriði. Ökumaður slapp ómeiddur.

Allmörg umferðaróhöpp til viðbótar hafa orðið í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum á síðustu dögum. Má þar nefna að járnplata fauk á framrúðu bifreiðar sem ekið var um Helguvíkurveg. Ökumanni brá svo við það að hann kippti í stýrið og hafnaði bifreiðin utan vegar. Hún var óökufær en ökumaðurinn slapp ómeiddur.



Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.