Enski boltinn

Mæta Man. City eftir 9-0 tapið á heimavelli

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Pep Guardiola, stjóri Man. City.
Pep Guardiola, stjóri Man. City. vísir/getty
Sjálfstraust leikmanna Southampton er líklega ekki hátt eftir 0-9 tapið gegn Leicester síðasta föstudag og það gæti því farið illa í kvöld er liðið spilar gegn Man. City í enska deildabikarnum.

Stjóri Man. City, Pep Guardiola, býst þó alls ekki við auðveldum leik og segir að leikmenn Southampton séu ótrúlegir atvinnumenn.

„Ég mun ekki dæma liðið né undirbúa mitt lið út frá því sem gerðist í þessum leik. Þeir munu leggja sig alla fram í þessum leik,“ sagði Guardiola um leikmenn Southampton sem hafa gefið laun sín í leiknum gegn Leicester til góðgerðarmála.

„Þetta eru ótrúlegir atvinnumenn og það er oft þannig að menn sparka oft fast frá sér er þeir lenda svona á botninum. Menn voru kannski sorgmæddir í einn dag en svo vilja þeir svara. Þetta er bikarkeppni og einn leikur.“

Leikur liðanna er í beinni á Stöð 2 Sport í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×