Bleik og blóði drifin dragt Hjördís Erna Þorgeirsdóttir skrifar 10. október 2019 07:30 Jackie brosir út að eyrum í bleiku dragtinni fyrr um daginn örlagaríka. Vísir/getty Þegar Jackie og eiginmaður hennar, John F. Kennedy, lentu á flugherstöð í útjaðri Forth Worth í Texas, þann 21. nóvember árið 1963, grunaði þau eflaust ekki hvað var í vændum. Forsetahjónin voru að vanda vel til fara og vakti Jackie þá sem fyrr mikla athygli fyrir óaðfinnanlegan klæðaburð. Þennan örlagaríka dag klæddist hún bleikri dragt með hatt í stíl.Ógleymanlegur dagur Dragtin var nákvæm eftirgerð sams konar dragtar frá Chanel sem kom fram á sjónarsviðið árið 1961 og var hluti af haust- og vetrarlínu franska tískuhússins. Sagt hefur verið að dragtin hafi verið í miklu eftirlæti hjá forsetanum og að hann hafi valið hana sérstaklega þegar Jackie leitaði álits hjá honum. Daginn eftir, föstudaginn 22. nóvember sátu þau hjónin svo í opinni Lincoln-glæsikerru, þar sem þau, ásamt fjölmennri bílalest, óku um götur Dallas. Það var þá sem forsetinn var veginn úr launsátri og hafa fáir atburðir hafa haft jafn mikil áhrif á bandarísku þjóðina eins og þetta ægilega augnablik.Jackie, enn klædd bleiku dragtinni, við hlið Lyndon B. Johnson þegar hann sór eið um borð í forsetaflugvélinni.Vísir/gettyMyndir og myndskeið af vettvangi sýna Jackie í örvæntingu snúa sér við í átt að húddinu og fálma út í loftið í glundroðanum sem fylgdi. Rétt eins og móðir sem grípur brothætta muni með leifturhraða, telja margir að Jackie hafi ósjálfrátt reynt að grípa leifarnar af heila eiginmanns síns sem splundruðust í allar áttir út um útgangssárið á hnakka hans.Líktist bleikri blómabreiðu Síðar lýsti Lady Bird, eiginkona þáverandi varaforseta, Lyndons B. Johnson, vettvanginum sem fyrir augu hennar bar á þann veg að hún hefði séð það sem líktist bleikri blómabreiðu, liggjandi í aftursætinu. „Ég held að það hafi verið frú Kennedy, þar sem hún lá yfir líkama forsetans.“ Bleiki hatturinn týndist í hamaganginum og hefur aldrei komið í leitirnar. Eftir að hryllingurinn var afstaðinn harðneitaði Jackie að skipta um föt, þrátt fyrir að vera þakin blóð- og heilaslettum úr nýmyrtum eiginmanni sínum. Þá neitaði hún ennfremur að yfirgefa Dallas án líks forsetans en samkvæmt lögum átti að kryfja lík áður en þau væru flutt frá Texas-fylki. Sló í brýnu á milli aðstoðarmanns forsetans og réttarlæknisins, Earls Rose, en sá síðarnefndi gaf fljótt eftir. Einungis nokkrum klukkutímum eftir að forsetinn var ráðinn af dögum voru Jackie, varaforsetinn og eiginkona hans, ásamt tilheyrandi fylgdarliði, komin um borð í forsetaflugvélina. Það var þá sem Jackie, enn stjörf og klædd blóðugri dragtinni, stóð við hlið Lyndons B. Johnson á meðan hann sór eið sem 36. forseti Bandaríkjanna. Jackie klæddist blóðugri dragtinni það sem eftir lifði dags. „Ég vil að þeir sjái það sem þeir gerðu Jack,“ svaraði hún þegar arftaki hennar, Lady Bird, spurði hvort hún vildi ekki hafa fataskipti. Hverjir „þeir“ voru eru svo seinni tíma vangaveltur en eins og margir vita þá eru fáir atburðir í mannkynssögunni sem hafa verið kveikjan að jafn mörgum samsæriskenningum. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Einu sinni var... Tíska og hönnun Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Fleiri fréttir Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Sjá meira
Þegar Jackie og eiginmaður hennar, John F. Kennedy, lentu á flugherstöð í útjaðri Forth Worth í Texas, þann 21. nóvember árið 1963, grunaði þau eflaust ekki hvað var í vændum. Forsetahjónin voru að vanda vel til fara og vakti Jackie þá sem fyrr mikla athygli fyrir óaðfinnanlegan klæðaburð. Þennan örlagaríka dag klæddist hún bleikri dragt með hatt í stíl.Ógleymanlegur dagur Dragtin var nákvæm eftirgerð sams konar dragtar frá Chanel sem kom fram á sjónarsviðið árið 1961 og var hluti af haust- og vetrarlínu franska tískuhússins. Sagt hefur verið að dragtin hafi verið í miklu eftirlæti hjá forsetanum og að hann hafi valið hana sérstaklega þegar Jackie leitaði álits hjá honum. Daginn eftir, föstudaginn 22. nóvember sátu þau hjónin svo í opinni Lincoln-glæsikerru, þar sem þau, ásamt fjölmennri bílalest, óku um götur Dallas. Það var þá sem forsetinn var veginn úr launsátri og hafa fáir atburðir hafa haft jafn mikil áhrif á bandarísku þjóðina eins og þetta ægilega augnablik.Jackie, enn klædd bleiku dragtinni, við hlið Lyndon B. Johnson þegar hann sór eið um borð í forsetaflugvélinni.Vísir/gettyMyndir og myndskeið af vettvangi sýna Jackie í örvæntingu snúa sér við í átt að húddinu og fálma út í loftið í glundroðanum sem fylgdi. Rétt eins og móðir sem grípur brothætta muni með leifturhraða, telja margir að Jackie hafi ósjálfrátt reynt að grípa leifarnar af heila eiginmanns síns sem splundruðust í allar áttir út um útgangssárið á hnakka hans.Líktist bleikri blómabreiðu Síðar lýsti Lady Bird, eiginkona þáverandi varaforseta, Lyndons B. Johnson, vettvanginum sem fyrir augu hennar bar á þann veg að hún hefði séð það sem líktist bleikri blómabreiðu, liggjandi í aftursætinu. „Ég held að það hafi verið frú Kennedy, þar sem hún lá yfir líkama forsetans.“ Bleiki hatturinn týndist í hamaganginum og hefur aldrei komið í leitirnar. Eftir að hryllingurinn var afstaðinn harðneitaði Jackie að skipta um föt, þrátt fyrir að vera þakin blóð- og heilaslettum úr nýmyrtum eiginmanni sínum. Þá neitaði hún ennfremur að yfirgefa Dallas án líks forsetans en samkvæmt lögum átti að kryfja lík áður en þau væru flutt frá Texas-fylki. Sló í brýnu á milli aðstoðarmanns forsetans og réttarlæknisins, Earls Rose, en sá síðarnefndi gaf fljótt eftir. Einungis nokkrum klukkutímum eftir að forsetinn var ráðinn af dögum voru Jackie, varaforsetinn og eiginkona hans, ásamt tilheyrandi fylgdarliði, komin um borð í forsetaflugvélina. Það var þá sem Jackie, enn stjörf og klædd blóðugri dragtinni, stóð við hlið Lyndons B. Johnson á meðan hann sór eið sem 36. forseti Bandaríkjanna. Jackie klæddist blóðugri dragtinni það sem eftir lifði dags. „Ég vil að þeir sjái það sem þeir gerðu Jack,“ svaraði hún þegar arftaki hennar, Lady Bird, spurði hvort hún vildi ekki hafa fataskipti. Hverjir „þeir“ voru eru svo seinni tíma vangaveltur en eins og margir vita þá eru fáir atburðir í mannkynssögunni sem hafa verið kveikjan að jafn mörgum samsæriskenningum.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Einu sinni var... Tíska og hönnun Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Fleiri fréttir Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Sjá meira