Svona líta hugmyndir að uppbyggingunni á Oddeyrinni út Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. október 2019 18:45 „Svona verkefni í bæ eins og Akureyri. Við þurfum að vinna það í sátt við samfélagið,“ segir Helgi Örn Eyþórsson, verkefnastjóri hjá SS Byggi, um hugmyndir félagsins að byggja allt að ellefu hæða fjölbýlishús á Oddeyrinni á Akureyri. Líkt og Vísir greindi frá fyrstur miðla í síðustu viku samþykkti bæjarstjórn Akureyrar fyrsta skrefið í vinnu sem miðar að því að breyta aðalskipulagi Akureyrar svo SS Byggi verði heimilt að byggja allt að fimm 6-11 hæða fjölbýlishús á reit á Oddeyrinni. Tillögurnar sem liggja til grundvallar skipulagsvinnunni birtast almenningi fyrst núna hér á Vísi. Líkt og sjá má á meðfylgjandi myndum er gert ráð fyrir nokkrum misháum húsum; atvinnuhúsnæði á neðstu hæð, garði í miðjunni og gróðursvölum svo dæmi séu tekin. Tekið skal fram að um tillögur er að ræða sem liggja til grundvallar skipulagsvinnunni. Þær gætu tekið breytingum í ferlinu. Engu að síður er þetta grunnhugmyndin sem lagt er upp með.Þétta þurfi byggð á Akureyri Frá því að frétt Vísis birtist í síðustu viku hafa miklar umræður spunnist um málið á meðal bæjarbúa, sérstaklega á samfélagsmiðlum og sýnist sitt hverjum. Það er ef til vill ekki að undra enda er reiturinn sem um ræðir við höfnina á Akureyri, á góðum stað. Yrðu byggingarnar að veruleika myndu þær breyta bæjarmyndinni töluvert. En af hverju vill SS Byggir byggja á þessum reit? „Eyrin er mjög áhugaverður staður. Eyrin er miðsvæðis, það er veðursæld á Eyrinni. Það er nálægðin við sjóin og það er margt sem kallar á það. Við þurfum að fara að þétta byggð á Akureyri,“ segir Helgi Örn Eyþórsson, verkefnastjóri hjá SS Byggi. „Það er gríðarlega mikilvægt fyrir Akureyri að höldum ekki áfram að þróast í þá átt að við þróumst í átt að Kjarnaskógi og lengra frá allri þjónustu. Það kallar á frekari uppbyggingu skóla og nýjar götur og svo framvegis. Það er bara mikilvægt að nýta innviðina. Við eigum þessar götur, það eru lagnir. Það eru skólar og leikskólar.“Seglin vísa til seglskútna fortíðarinnar.Mynd/Zeppelin arkitektarSeglin við Pollinn Hugmyndin nefnist Seglin við Pollinn en í samtali við fréttastofu segir Orri Árnason, arkitekt hjá Zeppelin og höfundur þeirra vinnu sem liggur til grundvallar, að horft hafi verið til fortíðar við vinnunna. „Við leituðum strax í söguna og skoðuðum það sem tengist þessum reit. Það má segja að verslunarsaga Íslendinga byrji þarna. Gránufélagsmenn keyptu seglskútur og hófu sjálfstæðan rekstur og útsiglingar. Við byggjum hugmyndina á því, þessum seglskútum, seglum sem risu upp frá Pollinum,“ segir Orri. En líkt og sjá má á meðfylgjandi myndum er nútíminn líklega meira ráðandi en fortíðin í þeim byggingum sem kastað hefur verið fram. „Ég held að hérna sé sleginn nýr tónn í arkitektúr á Íslandi. Við héldum áfram að kíkja á söguna og þarna á Akureyri er fyrsti lystigarðurinn á Íslandi og sú hugmynd að færa eitthvað slíkt inn í bygginguna, tvinnast skemmtilega við formið á henni. Þessi segl. Segja má að húsið stallist upp, breiðast neðst og mjórra eftir því sem ofar dregur. Það gefur okkur færi að búa til þessar verandir sem við getum þá klætt gróðri og gert skemmtilegt og á milli seglanna er staður til að búa til mjög skemmtilegt útisvæði,“ segir Orri. Stíllinn verði þó ekki svipaður og fyrir 100 árum að sögn Helga Arnar. „Það verður ekki byggt í sama stíl og fyrir 100 árum. Það eru nýir tímar. Það er liðinn fimmtungur af 21. öldinni. Þessi hús sem við viljum koma þarna af stað þau eiga að svara kalli nýrra kynslóða um sjálfbæra og umhverfisvæna hönnun og góða og skynsamlega landnýtingu.“Hvernig mun þetta tóna við byggðina sem er fyrir?„Þetta mun frekar kallast á og boða nýja tíma. Við erum íhaldssöm Akureyringar, við erum frekar íhaldssamur hópur fólks og þetta er dálítið nýrr tónn og mörgum sem eflaust mun bregða við. Við óskum eftir því að fólk kynni sér vel það sem við erum að leggja til þarna vegna þess að það við viljum að Akureyri verði samkeppnishæfur búsetukostur fyrir ungt fólk. Við þurfum aðeins að fara að hugsa suma hluti upp á nýtt,“ segir Helgi Örn.Svona lítur svæðið út í dag.Mynd/SS Byggir/Auðunn NíelssonTelja sig þurfa að byggja hátt til að geta selt íbúðirnar Meðal þeirrar gagnrýni sem sett hefur verið fram af bæjarbúum á undanförnum vikum er hæð bygginganna. Gert er ráð fyrir að hæsta húsið verði 30 metrar, talsvert hærri en nærliggjandi byggð. Orri telur þó að form húsanna spili lykilhlutverk og hafi talsverð sjónræn áhrif. „Þetta eru talsvert miklu hærri byggingar en eru fyrir en lagið á þeim er þannig að þær standa miklu minna út úr heldur en ef um beina harðari kassa væri að ræða. Þetta stallast niður. Það er gott að því leyti að það dregur úr skuggavarpi þar sem efsti hlutinn er minnstur og mjóastur,“ segir Orri. Ástæðan fyrir því að breyta þarf skipulagi á svæðinu til að láta það verða að veruleika er sú að gildandi aðalskipulag heimilar aðeins þriggja til fjögurra hæða byggingar. Helgi Örn segir að með slíkum kvöðum muni ekkert gerast á reitnum sem um ræðir. Þannig fjölbýlishús séu ekki söluvænleg á Akureyri. „Á Akureyri er markaðurinn þannig að hann er ekki það stór að við getum ekki einblínt á einhvern lúxusmarkað. Þetta þurfa að vera almennar íbúðir fyrir almenna Akureyringa,“ segir Helgi Örn en gert er ráð fyrir um 150 íbúðum. Telur Helgi að enginn verktaki eða fjármögnunaraðilai sé tilbúinn til þess að fjármagna þriggja til fjögurra hæða hús á reitnum. Til þess sé áhættan of mikil á að íbúðirnar seljist ekki. „Hjá okkur snýst þetta um það að við þurfum að komast vel upp úr jörðinni og bjóða gott útsýni vegna þess að nánasta umhverfi þessa reits sem við erum að horfa á hefur ekki fengið nægjanlegt viðhald og tiltektir í gegnum tíðina. Til þess að geta selt verkefnið teljum við að þurfi að geta boðið upp á fallegt útsýni yfir þá starfsemi sem nú er á Eyrinni,“ segir Helgi Örn.Húsin séð frá kirkjutröppunum,Mynd/Zeppelin arkitektar/Auðunn NíelssonVerði innspýting fyrir Eyrina Oddeyrin er rótgróið hverfi á Akureyri sem byggðist að mestu leyti upp um miðbik síðustu aldar þó að mörg hús sem þar má finna séu mun eldri. Sumir hlutar hverfisins hafa þó látið á sjá undanfarin ár. Helgi Örn telur hins vegar að verði uppbyggingin að veruleika verði hún veruleg innspýting inn í hverfið. „Við viljum koma hreyfingu á markaðinn á Eyrinni. Þar er talsvert um eldra fólk sem mögulega vill halda áfram að búa á Eyrinni en komast úr einbýlishúsum í lyftuhús. Ungt fólk sem vill kaupa á Eyrinni nýtur góðs af því, bæði er kominn valkostur í fjölbýlishúsi eða kaupa þá eldri hús því að við höfum trú á því að fasteignaverð muni hækka á svæðinu þegar ný og falleg byggð rís. Þá gefst tækifæri til þess að viðhalda gömlu húsunum á Eyrinni,“ segir Helgi Örn.Mynd/Zeppelin arkitektarVilja alls ekki trufla flugöryggi Meðal þeirra gagnrýni sem komið hefur fram á meðal bæjarbúa, og víðar, er að hæð húsanna muni hafa neikvæð áhrif á flugumferð til og frá Akureyrarflugvelli. Heimamenn hafa lengi barist fyrir því að flugumferð aukist fyrir norðan. Húsin eru í töluverði fjarlægð frá flugvellinum en nánast í beinni línu við hann. Helgi Örn telur að byggingarnar muni sleppa en ítrekar að enginn vilji sé hjá fyrirtækinu að gera eitthvað sem trufli flugumferð. „Í upphafi kynntum við okkur við að þarna mætti reisa innan reitsins allt að 40 metra há hús miðað við þennan svokallaða aðflugsgeisla flugvallarins,“ segir Helgi Örn. Hann bætir við að skemmtiferðaskip sem leggi að höfninni í grennd við reitinn nái töluvert hærra. „Okkar hugmyndir gera ráð fyrir að hæsta Seglið sé 30 metrar. Þess ber að geta að þetta eru tillögur, þetta eru ekki teikningar. Við munum aldrei vilja byggja einhverja byggð sem að truflar flugöryggi eða takmarkar möguleika Akureyrar til að byggja upp ferðaþjónustu. Það er ekki okkar áhugi enda fæst svona skipulag ekki samþykkt nema með samþykki og umsögn Isavia og væntanlega flugfélaga og annarra hagsmunaðila sem koma að því,“ segir Helgi Örn.Gert er ráð fyrir görðum við húsin.Mynd/Zeppelin arkitektar.Vilja vinna í sátt við samfélagið Líkt og komið hefur fram er langt og strangt skipulagsferli framundan og því langt í land að búið sé að samþykkja að ráðist verði í uppbygginguna. Reiknað er með að hugmyndirnar verði kynntar nánar á sérstökum íbúafundi á næstu dögum. Helgi Örn segir að það sé ekki vilji SS Byggis að keyra málið í gegn. Hlustað verði eftir athugasemdum og umsögnum íbúa og hagsmunaaðila. „Svona verkefni í bæ eins og Akureyri. Við þurfum að vinna það í sátt við samfélagið. Við þurfum að vinna það í sátt við fyrirtækin á Eyrinni. Við þurfum að vinna það í sátt við íbúana á Eyrinni og samfélagið í heild því að við þurfum að markaðssetja og selja íbúðir þarna. Ef verkefnið fer af stað í óþökk samfélagsins sem við búum í, þá munu íbúðirnar ekki seljast.“ Akureyri Skipulag Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Fleiri fréttir Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Sjá meira
„Svona verkefni í bæ eins og Akureyri. Við þurfum að vinna það í sátt við samfélagið,“ segir Helgi Örn Eyþórsson, verkefnastjóri hjá SS Byggi, um hugmyndir félagsins að byggja allt að ellefu hæða fjölbýlishús á Oddeyrinni á Akureyri. Líkt og Vísir greindi frá fyrstur miðla í síðustu viku samþykkti bæjarstjórn Akureyrar fyrsta skrefið í vinnu sem miðar að því að breyta aðalskipulagi Akureyrar svo SS Byggi verði heimilt að byggja allt að fimm 6-11 hæða fjölbýlishús á reit á Oddeyrinni. Tillögurnar sem liggja til grundvallar skipulagsvinnunni birtast almenningi fyrst núna hér á Vísi. Líkt og sjá má á meðfylgjandi myndum er gert ráð fyrir nokkrum misháum húsum; atvinnuhúsnæði á neðstu hæð, garði í miðjunni og gróðursvölum svo dæmi séu tekin. Tekið skal fram að um tillögur er að ræða sem liggja til grundvallar skipulagsvinnunni. Þær gætu tekið breytingum í ferlinu. Engu að síður er þetta grunnhugmyndin sem lagt er upp með.Þétta þurfi byggð á Akureyri Frá því að frétt Vísis birtist í síðustu viku hafa miklar umræður spunnist um málið á meðal bæjarbúa, sérstaklega á samfélagsmiðlum og sýnist sitt hverjum. Það er ef til vill ekki að undra enda er reiturinn sem um ræðir við höfnina á Akureyri, á góðum stað. Yrðu byggingarnar að veruleika myndu þær breyta bæjarmyndinni töluvert. En af hverju vill SS Byggir byggja á þessum reit? „Eyrin er mjög áhugaverður staður. Eyrin er miðsvæðis, það er veðursæld á Eyrinni. Það er nálægðin við sjóin og það er margt sem kallar á það. Við þurfum að fara að þétta byggð á Akureyri,“ segir Helgi Örn Eyþórsson, verkefnastjóri hjá SS Byggi. „Það er gríðarlega mikilvægt fyrir Akureyri að höldum ekki áfram að þróast í þá átt að við þróumst í átt að Kjarnaskógi og lengra frá allri þjónustu. Það kallar á frekari uppbyggingu skóla og nýjar götur og svo framvegis. Það er bara mikilvægt að nýta innviðina. Við eigum þessar götur, það eru lagnir. Það eru skólar og leikskólar.“Seglin vísa til seglskútna fortíðarinnar.Mynd/Zeppelin arkitektarSeglin við Pollinn Hugmyndin nefnist Seglin við Pollinn en í samtali við fréttastofu segir Orri Árnason, arkitekt hjá Zeppelin og höfundur þeirra vinnu sem liggur til grundvallar, að horft hafi verið til fortíðar við vinnunna. „Við leituðum strax í söguna og skoðuðum það sem tengist þessum reit. Það má segja að verslunarsaga Íslendinga byrji þarna. Gránufélagsmenn keyptu seglskútur og hófu sjálfstæðan rekstur og útsiglingar. Við byggjum hugmyndina á því, þessum seglskútum, seglum sem risu upp frá Pollinum,“ segir Orri. En líkt og sjá má á meðfylgjandi myndum er nútíminn líklega meira ráðandi en fortíðin í þeim byggingum sem kastað hefur verið fram. „Ég held að hérna sé sleginn nýr tónn í arkitektúr á Íslandi. Við héldum áfram að kíkja á söguna og þarna á Akureyri er fyrsti lystigarðurinn á Íslandi og sú hugmynd að færa eitthvað slíkt inn í bygginguna, tvinnast skemmtilega við formið á henni. Þessi segl. Segja má að húsið stallist upp, breiðast neðst og mjórra eftir því sem ofar dregur. Það gefur okkur færi að búa til þessar verandir sem við getum þá klætt gróðri og gert skemmtilegt og á milli seglanna er staður til að búa til mjög skemmtilegt útisvæði,“ segir Orri. Stíllinn verði þó ekki svipaður og fyrir 100 árum að sögn Helga Arnar. „Það verður ekki byggt í sama stíl og fyrir 100 árum. Það eru nýir tímar. Það er liðinn fimmtungur af 21. öldinni. Þessi hús sem við viljum koma þarna af stað þau eiga að svara kalli nýrra kynslóða um sjálfbæra og umhverfisvæna hönnun og góða og skynsamlega landnýtingu.“Hvernig mun þetta tóna við byggðina sem er fyrir?„Þetta mun frekar kallast á og boða nýja tíma. Við erum íhaldssöm Akureyringar, við erum frekar íhaldssamur hópur fólks og þetta er dálítið nýrr tónn og mörgum sem eflaust mun bregða við. Við óskum eftir því að fólk kynni sér vel það sem við erum að leggja til þarna vegna þess að það við viljum að Akureyri verði samkeppnishæfur búsetukostur fyrir ungt fólk. Við þurfum aðeins að fara að hugsa suma hluti upp á nýtt,“ segir Helgi Örn.Svona lítur svæðið út í dag.Mynd/SS Byggir/Auðunn NíelssonTelja sig þurfa að byggja hátt til að geta selt íbúðirnar Meðal þeirrar gagnrýni sem sett hefur verið fram af bæjarbúum á undanförnum vikum er hæð bygginganna. Gert er ráð fyrir að hæsta húsið verði 30 metrar, talsvert hærri en nærliggjandi byggð. Orri telur þó að form húsanna spili lykilhlutverk og hafi talsverð sjónræn áhrif. „Þetta eru talsvert miklu hærri byggingar en eru fyrir en lagið á þeim er þannig að þær standa miklu minna út úr heldur en ef um beina harðari kassa væri að ræða. Þetta stallast niður. Það er gott að því leyti að það dregur úr skuggavarpi þar sem efsti hlutinn er minnstur og mjóastur,“ segir Orri. Ástæðan fyrir því að breyta þarf skipulagi á svæðinu til að láta það verða að veruleika er sú að gildandi aðalskipulag heimilar aðeins þriggja til fjögurra hæða byggingar. Helgi Örn segir að með slíkum kvöðum muni ekkert gerast á reitnum sem um ræðir. Þannig fjölbýlishús séu ekki söluvænleg á Akureyri. „Á Akureyri er markaðurinn þannig að hann er ekki það stór að við getum ekki einblínt á einhvern lúxusmarkað. Þetta þurfa að vera almennar íbúðir fyrir almenna Akureyringa,“ segir Helgi Örn en gert er ráð fyrir um 150 íbúðum. Telur Helgi að enginn verktaki eða fjármögnunaraðilai sé tilbúinn til þess að fjármagna þriggja til fjögurra hæða hús á reitnum. Til þess sé áhættan of mikil á að íbúðirnar seljist ekki. „Hjá okkur snýst þetta um það að við þurfum að komast vel upp úr jörðinni og bjóða gott útsýni vegna þess að nánasta umhverfi þessa reits sem við erum að horfa á hefur ekki fengið nægjanlegt viðhald og tiltektir í gegnum tíðina. Til þess að geta selt verkefnið teljum við að þurfi að geta boðið upp á fallegt útsýni yfir þá starfsemi sem nú er á Eyrinni,“ segir Helgi Örn.Húsin séð frá kirkjutröppunum,Mynd/Zeppelin arkitektar/Auðunn NíelssonVerði innspýting fyrir Eyrina Oddeyrin er rótgróið hverfi á Akureyri sem byggðist að mestu leyti upp um miðbik síðustu aldar þó að mörg hús sem þar má finna séu mun eldri. Sumir hlutar hverfisins hafa þó látið á sjá undanfarin ár. Helgi Örn telur hins vegar að verði uppbyggingin að veruleika verði hún veruleg innspýting inn í hverfið. „Við viljum koma hreyfingu á markaðinn á Eyrinni. Þar er talsvert um eldra fólk sem mögulega vill halda áfram að búa á Eyrinni en komast úr einbýlishúsum í lyftuhús. Ungt fólk sem vill kaupa á Eyrinni nýtur góðs af því, bæði er kominn valkostur í fjölbýlishúsi eða kaupa þá eldri hús því að við höfum trú á því að fasteignaverð muni hækka á svæðinu þegar ný og falleg byggð rís. Þá gefst tækifæri til þess að viðhalda gömlu húsunum á Eyrinni,“ segir Helgi Örn.Mynd/Zeppelin arkitektarVilja alls ekki trufla flugöryggi Meðal þeirra gagnrýni sem komið hefur fram á meðal bæjarbúa, og víðar, er að hæð húsanna muni hafa neikvæð áhrif á flugumferð til og frá Akureyrarflugvelli. Heimamenn hafa lengi barist fyrir því að flugumferð aukist fyrir norðan. Húsin eru í töluverði fjarlægð frá flugvellinum en nánast í beinni línu við hann. Helgi Örn telur að byggingarnar muni sleppa en ítrekar að enginn vilji sé hjá fyrirtækinu að gera eitthvað sem trufli flugumferð. „Í upphafi kynntum við okkur við að þarna mætti reisa innan reitsins allt að 40 metra há hús miðað við þennan svokallaða aðflugsgeisla flugvallarins,“ segir Helgi Örn. Hann bætir við að skemmtiferðaskip sem leggi að höfninni í grennd við reitinn nái töluvert hærra. „Okkar hugmyndir gera ráð fyrir að hæsta Seglið sé 30 metrar. Þess ber að geta að þetta eru tillögur, þetta eru ekki teikningar. Við munum aldrei vilja byggja einhverja byggð sem að truflar flugöryggi eða takmarkar möguleika Akureyrar til að byggja upp ferðaþjónustu. Það er ekki okkar áhugi enda fæst svona skipulag ekki samþykkt nema með samþykki og umsögn Isavia og væntanlega flugfélaga og annarra hagsmunaðila sem koma að því,“ segir Helgi Örn.Gert er ráð fyrir görðum við húsin.Mynd/Zeppelin arkitektar.Vilja vinna í sátt við samfélagið Líkt og komið hefur fram er langt og strangt skipulagsferli framundan og því langt í land að búið sé að samþykkja að ráðist verði í uppbygginguna. Reiknað er með að hugmyndirnar verði kynntar nánar á sérstökum íbúafundi á næstu dögum. Helgi Örn segir að það sé ekki vilji SS Byggis að keyra málið í gegn. Hlustað verði eftir athugasemdum og umsögnum íbúa og hagsmunaaðila. „Svona verkefni í bæ eins og Akureyri. Við þurfum að vinna það í sátt við samfélagið. Við þurfum að vinna það í sátt við fyrirtækin á Eyrinni. Við þurfum að vinna það í sátt við íbúana á Eyrinni og samfélagið í heild því að við þurfum að markaðssetja og selja íbúðir þarna. Ef verkefnið fer af stað í óþökk samfélagsins sem við búum í, þá munu íbúðirnar ekki seljast.“
Akureyri Skipulag Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Fleiri fréttir Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent