Innlent

Ingibjörg Þórðardóttir sækist eftir embætti ritara VG

Andri Eysteinsson skrifar
Ingibjörg Þórðardóttir, varaþingmaður sækist eftir embætti ritara VG.
Ingibjörg Þórðardóttir, varaþingmaður sækist eftir embætti ritara VG. VG/Alþingi

Ingibjörg Þórðardóttir, framhaldsskólakennari í Neskaupsstað sækist eftir embætti ritara Vinstri hreyfingarinnar – Græns framboðs á komandi landsfundi hreyfingarinnar 18. - 20. október næstkomandi.

Í tilkynningu á vef Vinstri Grænna segir að Ingibjörg hafi gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum innan VG.

„Ég hef gegnt fjölmörgum trúnaðarstöðum innan VG. Ég hef verið formaður svæðisfélags, verið í stjórn kjördæmisráðs og verið þrisvar á listum VG til Alþingiskosninga. Ég hef setið í stjórn VG í fjögur ár og var endurkjörinn formaður Kjördæmisráðs VG í Norðausturkjördæmi fyrir skemmstu. Ég hef verið varaþingmaður frá árinu 2013 og hef fimm sinnum tekið sæti á Alþingi“, er haft eftir Ingibjörgu.

Ingibjörg hefur starfað innan VG í um 10 ár en hún segist hafa stigið inn á fyrsta fund sinn í VG vegna brennandi áhuga á jafnrétti og kvenfrelsi. „mér finnst þessi pólitíski vettvangur hafa verið, gefandi skemmtilegur, krefjandi og þroskandi allt í senn. Mér finnst störf mín hafa skipt miklu máli innan hreyfingarinnar og félagar mínir hafa alltaf sýnt mér mikið traust,“ segir Ingibjörg.

Mótframbjóðandi Ingibjargar er Una Hildardóttir, varaþingmaður VG í Suðurvesturkjördæmi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.