Innlent

Ingibjörg Þórðardóttir sækist eftir embætti ritara VG

Andri Eysteinsson skrifar
Ingibjörg Þórðardóttir, varaþingmaður sækist eftir embætti ritara VG.
Ingibjörg Þórðardóttir, varaþingmaður sækist eftir embætti ritara VG. VG/Alþingi
Ingibjörg Þórðardóttir, framhaldsskólakennari í Neskaupsstað sækist eftir embætti ritara Vinstri hreyfingarinnar – Græns framboðs á komandi landsfundi hreyfingarinnar 18. - 20. október næstkomandi.

Í tilkynningu á vef Vinstri Grænna segir að Ingibjörg hafi gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum innan VG.

„Ég hef gegnt fjölmörgum trúnaðarstöðum innan VG. Ég hef verið formaður svæðisfélags, verið í stjórn kjördæmisráðs og verið þrisvar á listum VG til Alþingiskosninga. Ég hef setið í stjórn VG í fjögur ár og var endurkjörinn formaður Kjördæmisráðs VG í Norðausturkjördæmi fyrir skemmstu. Ég hef verið varaþingmaður frá árinu 2013 og hef fimm sinnum tekið sæti á Alþingi“, er haft eftir Ingibjörgu.

Ingibjörg hefur starfað innan VG í um 10 ár en hún segist hafa stigið inn á fyrsta fund sinn í VG vegna brennandi áhuga á jafnrétti og kvenfrelsi. „mér finnst þessi pólitíski vettvangur hafa verið, gefandi skemmtilegur, krefjandi og þroskandi allt í senn. Mér finnst störf mín hafa skipt miklu máli innan hreyfingarinnar og félagar mínir hafa alltaf sýnt mér mikið traust,“ segir Ingibjörg.

Mótframbjóðandi Ingibjargar er Una Hildardóttir, varaþingmaður VG í Suðurvesturkjördæmi.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.