Innlent

Má búast við frosti víða í nótt

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Það er heldur kuldalegt kortið fyrir hitaspána á miðnætti í kvöld.
Það er heldur kuldalegt kortið fyrir hitaspána á miðnætti í kvöld. veðurstofa íslands
Það má búast við því að það frysti víða um land í nótt að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands.

Það verður annars norðaustan 8 til 18 metrar á sekúndu í dag, hvassast norðvestan til en lægir svo smám saman með deginum. Þá er spáð björtu veðri sunnan lands en lítils háttar rigningu á Norður- og Austurlandi og stöku éljum þar í kvöld.

Hiti verður 1 til 10 stig, mildast syðst.

„Austan gola á morgun og léttir til um landið norðanvert, hiti kringum frostmark. Skýjað sunnan til og smáskúrir við ströndina þegar líður á daginn, hiti 1 til 6 stig.

Á sunnudag eru líkur á rigningu um tíma við vesturströnd landsins, annars staðar breytist veður lítið,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Veðurhorfur á landinu:

Minnkandi norðaustan átt, 8-13 nálægt hádegi og hægari seinni partinn. Léttir til sunnan heiða í dag, en dálítil væta á N- og A-landi og stöku él þar í kvöld. Hiti 1 til 10 stig, mildast syðst en víða frost í nótt.

Austlæg eða breytileg átt 3-8 á morgun. Smáskúrir S-lands þegar líður á daginn. Bjart veður á N-verðu landinu, en stöku él á annesjum. Hiti 1 til 6 stig, en í kringum frostmark fyrir norðan.

Á laugardag:

Austlæg eða breytileg átt 3-8 m/s. Bjart með köflum, en stöku skúrir syðst og dálítil él við NA-ströndina. Hiti 1 til 6 stig að deginum, en víða vægt frost norðan heiða.

Á sunnudag:

Suðaustan 8-13 við V-ströndina, annars hægari vindur. Skýjað með köflum og yfirleitt þurrt. Hiti 1 til 6 stig, en frost 0 til 6 stig um landið NA-vert.

Á mánudag:

Austanátt og dálítil rigning við S- og A-ströndina, en bjartviðri N-lands. Heldur hlýnandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×