Tónlist

Nýtt lag GDRN úr smiðju Frikka Dórs og Jóns Jónssonar

Stefán Árni Pálsson skrifar
Lagið var samið fyrir og er flutt í sýningunni Shakespeare ástfanginn í Þjóðleikhúsinu.
Lagið var samið fyrir og er flutt í sýningunni Shakespeare ástfanginn í Þjóðleikhúsinu.

Bræðurnir Friðrik Dór Jónsson og Jón Jónsson stukku út í djúpu laugina þegar poppstjörnurnar tóku að sér að semja tónlistina í leikritið Shakespeare verður ástfanginn.

Þeir flytja þó ekki tónlistina sjálfa í verkinu heldur fengu til þess tónlistarkonuna GDRN.

Shakespeare verður ástanginn var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu föstudaginn 4. október. Lára Jóhanna Jónsdóttir og Aron Már Ólafsson fara með aðalhlutverkin í sýningunni sem er í leikstjórn Selmu Björnsdóttur.

GDRN flytur tónlistina á sviðinu ásamt Matthíasi Stefánssyni. Hér að neðan má heyra hana flytja lagið Hvað er ástin? með svipmyndum úr verkinu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.