Aðstandendur á Íslandi undir mestu álagi allra í Evrópu Kristinn Haukur Guðnason skrifar 12. október 2019 07:30 Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ, segir hið opinbera velta ábyrgðinni á fjölskyldur. Fréttablaðið/Anton Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins, segir að ný skýrsla Eurostat, tölfræðistofnunar Evrópusambandsins, um umönnun rími vel við það sem bandalagið hafi haldið fram á undanförnum árum. Að hið opinbera velti ábyrgðinni yfir á fjölskyldur landsins. Í skýrslunni kemur fram að 8,9 prósent Íslendinga sinni óvinnufærum ættingjum, annaðhvort öryrkjum eða öldruðum. Til samanburðar er Evrópumeðaltalið 4 prósent og öll hin Norðurlöndin eru innan við 3 prósent. „Við höfum gagnrýnt það að hið opinbera skilji aðstandendur eftir með fólk í fanginu,“ segir Þuríður. „Ef maki eða fjölskyldumeðlimur lendir í slysi eða veikist þá er umönnun hlutverk sem lendir á aðstandendum og oft eru það konur sem bæta þessu við sig. Kerfið er að bregðast okkur.“ Umönnun fylgir oft gríðarmikið vinnuálag, ofan á venjulega dagvinnu. Rannsókn sem gerð var í Kaliforníuríki sýnir að aðstandendur Alzheimer-sjúklinga sinntu þeim að meðaltali 84 klukkutíma á viku. Það er jafngildi tveggja vinnuvikna. Aðstandendur fá ekki nauðsynlega þjálfun eða kennslu fyrir hið nýja hlutverk sitt. Þeir eru sjaldnast menntaðir umönnunaraðilar. „Foreldrar fatlaðra eða langveikra barna sem hafa leitað til okkar hafa stundum þurft að hætta að vinna til að sinna barninu,“ segir Þuríður. Margir aðstandendur vinna hlutastörf og þurfa sveigjanleika á vinnumarkaðinum. Þuríður telur að almennt hafi atvinnurekendur á Íslandi skilning á stöðunni, en það sé þó ekki algilt. Umönnunarbætur á Íslandi eru hæstar 185.926 krónur, fyrir 100 prósent umönnun. Ekki eru greiddar bætur þegar umönnun fer fram utan dagvinnutíma. Aðstandendur gefa þann tíma sinn. NPA, notendastýrð persónuleg aðstoð, á að gefa fötluðu fólki meira sjálfstæði og að sama skapi létta ábyrgð af aðstandendum. Innleiðing löggjafarinnar gengur þó mishratt fyrir sig eftir sveitarfélögum. Í dag er eftirspurnin eftir NPA-samningum mun meiri en framboð hins opinbera, því hún er bundin við fjármagn. Umönnun fylgir mikið álag, bæði líkamlegt og andlegt. Kaliforníurannsóknin sýnir að aðstandendur upplifi frekar en aðrir stress, þreytu, depurð, kvíða, reiði, krónísk veikindi, lélegt líkamlegt ástand, veikingu ónæmiskerfisins og séu í meiri áhættu á að verða ofdrykkju og fíkniefnaneyslu að bráð. Í nýlegri skýrslu Kolbeins Stefánssonar félagsfræðings kemur í ljós að sá hópur sem leggur mest til örorku á Íslandi eru konur yfir fimmtugu. „Við þurfum að skoða það hvað gerist hjá konum,“ segir Þuríður. „Af hverju verða þær öryrkjar á besta aldri? Sennilega af því að þær taka svo mikla ábyrgð og missa oft heilsuna sjálfar. Við þurfum að finna leiðir til að létta á aðstandendum til að fólk brenni ekki upp.“ Skýrsla Eurostat tekur einnig umsjá barna með í jöfnuna og þar er Ísland í þriðja sæti á eftir Írlandi og Tyrklandi. Þegar tölurnar eru teknar saman er Ísland með hæsta umsjárhlutfall Evrópu og eina landið sem fer yfir 50 prósent. Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira
Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins, segir að ný skýrsla Eurostat, tölfræðistofnunar Evrópusambandsins, um umönnun rími vel við það sem bandalagið hafi haldið fram á undanförnum árum. Að hið opinbera velti ábyrgðinni yfir á fjölskyldur landsins. Í skýrslunni kemur fram að 8,9 prósent Íslendinga sinni óvinnufærum ættingjum, annaðhvort öryrkjum eða öldruðum. Til samanburðar er Evrópumeðaltalið 4 prósent og öll hin Norðurlöndin eru innan við 3 prósent. „Við höfum gagnrýnt það að hið opinbera skilji aðstandendur eftir með fólk í fanginu,“ segir Þuríður. „Ef maki eða fjölskyldumeðlimur lendir í slysi eða veikist þá er umönnun hlutverk sem lendir á aðstandendum og oft eru það konur sem bæta þessu við sig. Kerfið er að bregðast okkur.“ Umönnun fylgir oft gríðarmikið vinnuálag, ofan á venjulega dagvinnu. Rannsókn sem gerð var í Kaliforníuríki sýnir að aðstandendur Alzheimer-sjúklinga sinntu þeim að meðaltali 84 klukkutíma á viku. Það er jafngildi tveggja vinnuvikna. Aðstandendur fá ekki nauðsynlega þjálfun eða kennslu fyrir hið nýja hlutverk sitt. Þeir eru sjaldnast menntaðir umönnunaraðilar. „Foreldrar fatlaðra eða langveikra barna sem hafa leitað til okkar hafa stundum þurft að hætta að vinna til að sinna barninu,“ segir Þuríður. Margir aðstandendur vinna hlutastörf og þurfa sveigjanleika á vinnumarkaðinum. Þuríður telur að almennt hafi atvinnurekendur á Íslandi skilning á stöðunni, en það sé þó ekki algilt. Umönnunarbætur á Íslandi eru hæstar 185.926 krónur, fyrir 100 prósent umönnun. Ekki eru greiddar bætur þegar umönnun fer fram utan dagvinnutíma. Aðstandendur gefa þann tíma sinn. NPA, notendastýrð persónuleg aðstoð, á að gefa fötluðu fólki meira sjálfstæði og að sama skapi létta ábyrgð af aðstandendum. Innleiðing löggjafarinnar gengur þó mishratt fyrir sig eftir sveitarfélögum. Í dag er eftirspurnin eftir NPA-samningum mun meiri en framboð hins opinbera, því hún er bundin við fjármagn. Umönnun fylgir mikið álag, bæði líkamlegt og andlegt. Kaliforníurannsóknin sýnir að aðstandendur upplifi frekar en aðrir stress, þreytu, depurð, kvíða, reiði, krónísk veikindi, lélegt líkamlegt ástand, veikingu ónæmiskerfisins og séu í meiri áhættu á að verða ofdrykkju og fíkniefnaneyslu að bráð. Í nýlegri skýrslu Kolbeins Stefánssonar félagsfræðings kemur í ljós að sá hópur sem leggur mest til örorku á Íslandi eru konur yfir fimmtugu. „Við þurfum að skoða það hvað gerist hjá konum,“ segir Þuríður. „Af hverju verða þær öryrkjar á besta aldri? Sennilega af því að þær taka svo mikla ábyrgð og missa oft heilsuna sjálfar. Við þurfum að finna leiðir til að létta á aðstandendum til að fólk brenni ekki upp.“ Skýrsla Eurostat tekur einnig umsjá barna með í jöfnuna og þar er Ísland í þriðja sæti á eftir Írlandi og Tyrklandi. Þegar tölurnar eru teknar saman er Ísland með hæsta umsjárhlutfall Evrópu og eina landið sem fer yfir 50 prósent.
Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira