Fótbolti

PSG vill framlengja við Neymar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Neymar í leik með PSG.
Neymar í leik með PSG. vísir/getty
Paris Saint-Germain eru sagðir vongóðir um það að Brasilíumaðurinn Neymar muni framlengja samning sinn við félagið.Núverandi samningur Brsailíumannsins rennur út sumarið 2022 og þrátt fyrir allt fjaðrafokið í kringum Neymar í sumar eru PSG sagðir vilja framlengja við hann.Hinn 27 ára gamli Neymar leyndi því ekki í sumar að hann vildi komast burt frá félaginu og lenti meðal annars upp á kant við stuðningsmenn félagsins.Nú er hins vegar annað uppi á teningnum og vonast er til að Neymar bæti tveimur árum við samning sinn svo hann verði samningsbundinn PSG til ársins 2024.Neymar er þessa stundina á meiðslalistanum en hann meiddist í vináttulandsleik Brasilíu í gær.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.