Fótbolti

PSG vill framlengja við Neymar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Neymar í leik með PSG.
Neymar í leik með PSG. vísir/getty

Paris Saint-Germain eru sagðir vongóðir um það að Brasilíumaðurinn Neymar muni framlengja samning sinn við félagið.

Núverandi samningur Brsailíumannsins rennur út sumarið 2022 og þrátt fyrir allt fjaðrafokið í kringum Neymar í sumar eru PSG sagðir vilja framlengja við hann.

Hinn 27 ára gamli Neymar leyndi því ekki í sumar að hann vildi komast burt frá félaginu og lenti meðal annars upp á kant við stuðningsmenn félagsins.

Nú er hins vegar annað uppi á teningnum og vonast er til að Neymar bæti tveimur árum við samning sinn svo hann verði samningsbundinn PSG til ársins 2024.

Neymar er þessa stundina á meiðslalistanum en hann meiddist í vináttulandsleik Brasilíu í gær.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.