Innlent

Stöðvaður þremur tímum síðar og reyndi að villa á sér heimildir

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Nóttin var róleg hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Nóttin var róleg hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/vilhelm
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði í gærkvöldi ökumann í Hlíðunum, grunaðan um ýmis umferðarlagabrot, sem reyndi að villa á sér heimildir. Hann hafði verið stöðvaður um þremur klukkustundum áður í öðru hverfi fyrir svipuð brot, að því er segir í dagbók lögreglu.

Ökumaðurinn gaf aðspurður upp rangt nafn þegar lögregla stöðvaði hann í seinna skiptið. Þá er hann grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna og akstur án ökuréttinda.

Þá stöðvaði lögregla bifreið á Miklubraut í Hlíðunum. Bifreiðinni hafði verið ekið á strætóakrein en ökumaðurinn hafði aldrei öðlast ökuréttindi.

Ökumaður á ótryggðri bifreið var svo stöðvaður í Breiðholti. Skráningarnúmer bifreiðarinnar voru klippt af en ítrekuð afskipti hafa verið höfð af ökumanninum, sem ekur um á ótryggðum bifreiðum sem hann er skráður fyrir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×