Starfhæf framkvæmdastjórn forenda fyrir því að Reykjalundur fái greitt næstu mánaðamót Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 15. október 2019 19:00 Herdís Gunnarsdóttir er settur forstjóri Reykjalundar en hún byrjaði sem framkvæmdarstjóri endurhæfingar við stofnunina fyrir hálfum mánuði. Stjórnarformaður Reykjalundar segir að margt hefði mátt fara öðruvísi við uppsagnir forstjóra og framkvæmdastjóra lækninga stofnunarinnar. Tilkynnt var að ráðið hefði verið í stöðurnar á fámennum starfsmannafundi í hádeginu. Settur forstjóri ákvað að taka starfinu í gærkvöld og segir að starfhæf framkvæmdastjórn hafi verið forsenda fyrir því að Reykjalundur fái greitt næstu mánaðarmóti. Starfsmannafundur var haldinn á Reykjalundi í hádeginu í dag þar sem tilkynnt var um nýja stjórnendur stofnunarinnar. Fundurinn var haldinn í skugga vantrausts sem um hundrað starfsmenn lýstu vantrausti á stjórn stofnunarinnar í síðustu viku eftir að forstjóra og framkvæmdastjóra lækninga var fyrirvaralaust sagt upp.Þurfti að hugsa sig vel um Herdís Gunnarssdóttir settur forstjóri segist hafa hugsað sig vel um þegar henni bauðst að taka starfið að sér en aðeins tvær vikur eru síðan hún tók við sem framkvæmdastjóri endurhæfingar. „Þetta er auðvitað mjög flókin staða og ég var mjög hugi um hvort ég ætti að taka þetta að mér og í raun ákvað ég ekki að gera það fyrr en mjög seint í gærkvöldi og þá mér tímabundið. Ég setti fram kröfur um að áheyrnafulltrúi SÍBS viki af fundum framkvæmdastjórnar og að staða forstjóra yrði auglýst sem fyrst. Þá er mikilvægt að átta sig á því að það þarf að vera starfhæf framkvæmdarstjóri við Reykjalund til að hægt sé að semja við Sjúkratryggingar Íslands og það er líka forsenda fyrir því að Reykjalundur fái greitt um næstu mánaðarmót,“ segir Herdís. Ólafur Þór Ævarsson er nýr framkvæmdastjóri lækninga við Reykjalund, Hann hlakkar til að starfa þar,Einn umsækjandi um stöðu framkvæmdastjóra lækninga Staða framkvæmdastjóra lækninga var auglýst í sumar og sótti Ólafur Þór Ævarsson geðlæknir um stöðuna og var ráðinn í dag. Hann hefði viljað sjá fleiri umsækjendur. „Ég túlka það einhvern veginn þannig að menn hafi verið að mótmæla eða ekki haft hug á að sækja um starfið. Ég tel að það hafi verið mistök því ég hefði viljað keppa við þá hæfu menn sem eru starfandi hér. Landlæknir mati mig hæfan í stöðuna og það hefði verið óþægilegt ef það hefði verið einhver vafi á því en ég hef unnið mikið í endurhæfingu sem geðlæknir,“ segir Ólafur. Hann segist lengi hafa dreymt um að starfa á Reykjalundi pg skilji vel reiði starfsfólks. „Ég skil að það er mikil vanlíðan í húsinu og ég held að það geti verið kostur að fá einhvern utanfrá eins og mig. Ég vil reyna að skilja hvernig hægt er að vinna úr reiðinni svo að hlutirnir fari í góðan farveg. Ég þekki til starfseminnar og veit hvað það er merkilegt starf unnið hérna, ég brenn fyrir því og hlakka til að starfa hér“ segir Ólafur. Sveinn Guðmundsson, formaður stjórnar SÍBS segir að margt hefði mátt fara öðruvísi þegar tveimur stjórnendum var sagt upp á Reykjalundi.VísirSveinn Guðmundsson stjórnarformaður SÍBS segist hafa skilning á ólgu meðal starfsmanna „Ég hef ekkert um það að segja en ég skil reiðina og undirtóninn og allt og get ekkert gert meira,“ segir Sveinn. Sveinn segir að kannski hefði mátt fara öðruvísi að í uppsögnunum. „Ég get ekki sagt hvernig þær báru að það er bara trúnaðarmál, auðvitað getur margt hafa mátt hafa farið öðruvísi,“ segir Sveinn. Heilbrigðismál Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Sjá meira
Stjórnarformaður Reykjalundar segir að margt hefði mátt fara öðruvísi við uppsagnir forstjóra og framkvæmdastjóra lækninga stofnunarinnar. Tilkynnt var að ráðið hefði verið í stöðurnar á fámennum starfsmannafundi í hádeginu. Settur forstjóri ákvað að taka starfinu í gærkvöld og segir að starfhæf framkvæmdastjórn hafi verið forsenda fyrir því að Reykjalundur fái greitt næstu mánaðarmóti. Starfsmannafundur var haldinn á Reykjalundi í hádeginu í dag þar sem tilkynnt var um nýja stjórnendur stofnunarinnar. Fundurinn var haldinn í skugga vantrausts sem um hundrað starfsmenn lýstu vantrausti á stjórn stofnunarinnar í síðustu viku eftir að forstjóra og framkvæmdastjóra lækninga var fyrirvaralaust sagt upp.Þurfti að hugsa sig vel um Herdís Gunnarssdóttir settur forstjóri segist hafa hugsað sig vel um þegar henni bauðst að taka starfið að sér en aðeins tvær vikur eru síðan hún tók við sem framkvæmdastjóri endurhæfingar. „Þetta er auðvitað mjög flókin staða og ég var mjög hugi um hvort ég ætti að taka þetta að mér og í raun ákvað ég ekki að gera það fyrr en mjög seint í gærkvöldi og þá mér tímabundið. Ég setti fram kröfur um að áheyrnafulltrúi SÍBS viki af fundum framkvæmdastjórnar og að staða forstjóra yrði auglýst sem fyrst. Þá er mikilvægt að átta sig á því að það þarf að vera starfhæf framkvæmdarstjóri við Reykjalund til að hægt sé að semja við Sjúkratryggingar Íslands og það er líka forsenda fyrir því að Reykjalundur fái greitt um næstu mánaðarmót,“ segir Herdís. Ólafur Þór Ævarsson er nýr framkvæmdastjóri lækninga við Reykjalund, Hann hlakkar til að starfa þar,Einn umsækjandi um stöðu framkvæmdastjóra lækninga Staða framkvæmdastjóra lækninga var auglýst í sumar og sótti Ólafur Þór Ævarsson geðlæknir um stöðuna og var ráðinn í dag. Hann hefði viljað sjá fleiri umsækjendur. „Ég túlka það einhvern veginn þannig að menn hafi verið að mótmæla eða ekki haft hug á að sækja um starfið. Ég tel að það hafi verið mistök því ég hefði viljað keppa við þá hæfu menn sem eru starfandi hér. Landlæknir mati mig hæfan í stöðuna og það hefði verið óþægilegt ef það hefði verið einhver vafi á því en ég hef unnið mikið í endurhæfingu sem geðlæknir,“ segir Ólafur. Hann segist lengi hafa dreymt um að starfa á Reykjalundi pg skilji vel reiði starfsfólks. „Ég skil að það er mikil vanlíðan í húsinu og ég held að það geti verið kostur að fá einhvern utanfrá eins og mig. Ég vil reyna að skilja hvernig hægt er að vinna úr reiðinni svo að hlutirnir fari í góðan farveg. Ég þekki til starfseminnar og veit hvað það er merkilegt starf unnið hérna, ég brenn fyrir því og hlakka til að starfa hér“ segir Ólafur. Sveinn Guðmundsson, formaður stjórnar SÍBS segir að margt hefði mátt fara öðruvísi þegar tveimur stjórnendum var sagt upp á Reykjalundi.VísirSveinn Guðmundsson stjórnarformaður SÍBS segist hafa skilning á ólgu meðal starfsmanna „Ég hef ekkert um það að segja en ég skil reiðina og undirtóninn og allt og get ekkert gert meira,“ segir Sveinn. Sveinn segir að kannski hefði mátt fara öðruvísi að í uppsögnunum. „Ég get ekki sagt hvernig þær báru að það er bara trúnaðarmál, auðvitað getur margt hafa mátt hafa farið öðruvísi,“ segir Sveinn.
Heilbrigðismál Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels