Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sylvía Hall skrifar
Michel Barnier, aðalsamningamaður Evrópusambandsins, segir að í kvöld komi í ljós hvort takist að útbúa samning um útgöngu Breta úr sambandinu. Okkar maður Þórir Guðmundsson er staddur í London og fer nánar yfir málið í fréttum Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.

Ný framkvæmdastjórn Reykjalundar var tilkynnt í dag en mikil ólga hefur verið meðal starfsfólks Reykjalundar eftir að framkvæmdastjóra lækninga var sagt upp störfum í síðustu viku.

Borgarstjórn samþykkti í dag samkomulag ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um samgönguuppbyggingu til næstu fimmtán ára. Fjallað verður nánar um málið í fréttatímanum

Í fréttatímanum hittum við líka hund sem þefar uppi peninga.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×