Innlent

Ráð­herra sýður neyslu­vatn vegna e-coli

Sylvía Hall skrifar
Ásmundur segir gerlamengunina vera góða áminningu um að hreint vatn sé ekki sjálfgefið.
Ásmundur segir gerlamengunina vera góða áminningu um að hreint vatn sé ekki sjálfgefið. Vísir/Vilhem
Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra birti í kvöld færslu á Facebook-síðu sinni þar sem sjá má vatn í pottum og flöskum. Ástæðan er sú að undanfarna viku hefur fjölskylda hans þurft að sjóða allt neysluvatn eftir að bæði kólí og e-coli gerlar fundust í vatnssýni úr vatnveitu Veitna úr Grábókarhrauni.

Sjá einnig: Gerlamengun í vatni frá Grábrókarveitu staðfest

Í færslu Ásmundar segir að slíkar uppkomur séu góð áminning um það að hreint drykkjarvatn sé ekki sjálfgefið í stórum hluta heimsins og því mikil forréttindi sem Íslendingar búa við.

„Um 850 milljónir jarðarbúa búa ekki svo vel að hafa aðgang að hreinu drykkjarvatni og daglega er ráðgert að um 800 börn undir 5 ára aldri látist vegna þessa. Árið 2040 er síðan áætlað að um 600 milljónir barna muni ekki hafa aðgang að nægu hreinu vatni,“ skrifar Ásmundur.

Vatnsbólið í Grábrókarhrauni var tekið í notkun árið 2007 og þetta er í fyrsta skipti sem notendur þess eru hvattir til að sjóða neysluvatnið. Vatnsbólið þjónar Borgarnesi, Bifrost og Varmalandi auk fjölda sumarhúsa í Borgarfirði.

„Þrátt fyrir að ýmislegt megi betur fara í íslensku samfélagi þá gleymum við því kannski stundum hvað við erum í raun heppin...“




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×