Borgin dreifir límmiðum til borgarbúa Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 16. október 2019 15:10 Líf Magneudóttir er borgarfulltrúi Vinstri grænna og formaður umhverfis- og samgöngunefndar Reykjavíkurborgar. Vísir/Vilhelm Umhverfis- og samgönguráð Reykjavíkur samþykkti í dag tillögu þess efnis að Reykjavíkurborg standi fyrir dreifingu á límmiðum til borgarbúa til að afþakka fjölpóst og fríblöð. Aðgerðin er liður í úrgangsáætlun Reykjavíkurborgar en hefur tafist nokkuð að sögn Lífar Magneudóttur, formanns nefndarinnar, sem fagnar áfanganum. Áætlað er að aðgerðin kosti á bilinu eina til eina og hálfa milljón króna. Í tillögunni segir að litið sé á aðgerðina sem hvatningu til íbúa um að afþakka óumbeðnar fjöldasendingar. Ávinningurinn geti bæði verið af umhverfisvænum og fjárhagslegum toga að því leiti að umfang framleiðslu og dreifingar á efni minnki og þar af leiðandi magn þess pappírs sem fellur til. Þrír möguleikar munu samkvæmt tillögunni standa íbúum til boða með átakinu. Í fyrsta lagi er valmöguleiki um að allur fjölpóstur og fríblöð verði afþökkuð og í öðru lagi að allur fjölpóstur, annar en fríblöð, sé afþakkaður. Í þriðja lagi verður hægt að óska eftir vissum fjölda fríblaða en annar fjölpóstur afþakkaður en þessi valmöguleiki er ætlaður fyrir fjöleignarhús. Ný lög um póstþjónustu taka gildi um áramótin en með þeim verður lögfestur réttur neytenda til að afþakka fjölpóst og fríblöð. Samkvæmt lögunum er gert ráð fyrir að nægjanlegt sé að setja „ótvíræða merkingu“ um að ekki sé óskað eftir fjölpósti eða fríblöðum til að afþakka sendingarnar. Dreifingaraðila póst verður samkvæmt lögunum skylt „að virða merkingar notenda sem kveða á um að viðkomandi viðtakandi óski ekki eftir óumbeðnum fjöldasendingum, svo sem fjölpósti, fríblöðum eða almennu kynningarefni frá fyrirtækjum.“ Undanþegnar þessu eru tilkynningar frá veitufyrirtækjum ef til að mynda sé um að ræða tilkynningar um tímabundið rof á þjónustu vegna framkvæmda. Sama gildir um kynningarefni vegna kosninga á vegum stjórnvalda, tilkynningar sveitarfélaga til íbúa og tilkynningar sem varða almannahag og almannaöryggi. Að því er fram kemur í úrgangsáætlun borgarinnar er málum þannig háttað nú að íbúar þurfa að skrá vilja sinn hjá þeim aðilum sem dreifa fjölpósti og fríblöðum. Þannig þurfa þeir sem vilja afþakka allar slíkar sendingar að setja upp þrjá límmiða frá tveimur dreifingaraðilum við bréfalúgur eða póstkassa. Borgarstjórn Fjölmiðlar Reykjavík Umhverfismál Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Umhverfis- og samgönguráð Reykjavíkur samþykkti í dag tillögu þess efnis að Reykjavíkurborg standi fyrir dreifingu á límmiðum til borgarbúa til að afþakka fjölpóst og fríblöð. Aðgerðin er liður í úrgangsáætlun Reykjavíkurborgar en hefur tafist nokkuð að sögn Lífar Magneudóttur, formanns nefndarinnar, sem fagnar áfanganum. Áætlað er að aðgerðin kosti á bilinu eina til eina og hálfa milljón króna. Í tillögunni segir að litið sé á aðgerðina sem hvatningu til íbúa um að afþakka óumbeðnar fjöldasendingar. Ávinningurinn geti bæði verið af umhverfisvænum og fjárhagslegum toga að því leiti að umfang framleiðslu og dreifingar á efni minnki og þar af leiðandi magn þess pappírs sem fellur til. Þrír möguleikar munu samkvæmt tillögunni standa íbúum til boða með átakinu. Í fyrsta lagi er valmöguleiki um að allur fjölpóstur og fríblöð verði afþökkuð og í öðru lagi að allur fjölpóstur, annar en fríblöð, sé afþakkaður. Í þriðja lagi verður hægt að óska eftir vissum fjölda fríblaða en annar fjölpóstur afþakkaður en þessi valmöguleiki er ætlaður fyrir fjöleignarhús. Ný lög um póstþjónustu taka gildi um áramótin en með þeim verður lögfestur réttur neytenda til að afþakka fjölpóst og fríblöð. Samkvæmt lögunum er gert ráð fyrir að nægjanlegt sé að setja „ótvíræða merkingu“ um að ekki sé óskað eftir fjölpósti eða fríblöðum til að afþakka sendingarnar. Dreifingaraðila póst verður samkvæmt lögunum skylt „að virða merkingar notenda sem kveða á um að viðkomandi viðtakandi óski ekki eftir óumbeðnum fjöldasendingum, svo sem fjölpósti, fríblöðum eða almennu kynningarefni frá fyrirtækjum.“ Undanþegnar þessu eru tilkynningar frá veitufyrirtækjum ef til að mynda sé um að ræða tilkynningar um tímabundið rof á þjónustu vegna framkvæmda. Sama gildir um kynningarefni vegna kosninga á vegum stjórnvalda, tilkynningar sveitarfélaga til íbúa og tilkynningar sem varða almannahag og almannaöryggi. Að því er fram kemur í úrgangsáætlun borgarinnar er málum þannig háttað nú að íbúar þurfa að skrá vilja sinn hjá þeim aðilum sem dreifa fjölpósti og fríblöðum. Þannig þurfa þeir sem vilja afþakka allar slíkar sendingar að setja upp þrjá límmiða frá tveimur dreifingaraðilum við bréfalúgur eða póstkassa.
Borgarstjórn Fjölmiðlar Reykjavík Umhverfismál Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira