Hárprúðir og valdamiklir Sandra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar 16. október 2019 15:15 Boris Johnsson og Donald Trump þykja um margt líkir. NORDICPHOTOS/GETTY Tíðrætt er um hárprýði Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands. Báðir skarta þunnu ljósu hár sem stendur oft út í allar áttir. Hvort það er meðvituð tískuyfirlýsing er óstaðfest. Hárið á Trump hefur lengi verið á milli tannanna á fólki, enda þykir hann greiða sér á mjög sérstakan hátt. Hann er mögulega að reyna að fela skalla með þessari greiðslu sem er orðin nokkurs konar vörumerki fyrir hann. Boris Johnsson virðist ekki leggja mikla áherslu á að greiða sér. NORDICPHOTOS/GETTYEitt er víst að ef Donald Trump færi í klippingu þá yrði það saga til næsta bæjar og kannski er Trump meðvitað að bíða eftir rétta tækifærinu til að beina athyglinni þangað. Boris Johnson tók við forsætisráðherraembættinu í Bretlandi eftir að Theresa May sagði af sér og lét af embætti í júní á þessu ári. Það vakti fljótt athygli hversu líkir þeir eru að mörgu leyti, þeir Johnson og Trump.Frægasta hárgreiðsla í heimi. NORDICPHOTOS/GETTYJohnson virðist vera nákvæmlega sama um hvernig hárið á honum lítur út, enda er það oftar en ekki úfið eins og hann hafi nýstigið inn úr hvirfilbyl þegar hann kemur fram opinberlega. Hann virðist ekki leggja eins mikla áherslu og Trump á að greiða það á ákveðinn hátt. Þrátt fyrir það hafa komið upp umræður um líkindi með hárinu á þeim. Enda minnir greiðslan hans Trumps frekar á úfið hreiður en snyrtilega greitt hár.Davíð Oddson með mikið dökkt og krullað hár . FRÉTTABLAÐIÐ/GVASkrifaðar hafa verið blaðagreinar þar sem stílistar ræða hárið á þeim Trump og Johnson og gefa þeim ráð um hvernig þeir geta hugsað um hárið á sér svo það líti snyrtilegar út. Þá hafa stílistar í Hollywood kosið um hvor hefur verra hár og einn lét hafa eftir sér að af tvennu illu væri hárið á Boris Johnsson skárra, enda væri greiðsla Donalds Trumps ljótasta hárgreiðsla allra tíma.Dagur B. Eggertsson með úfnar krullur. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARILjósgulleitt úfið hár með rauðum blæ virðist ekki vera líklegt til að ná langt í stjórnmálum á Íslandi, ekki enn þá að minnsta kosti. En skyldi einhver hárgreiðsla á stjórnmálamönnum vera líklegri en önnur til þess að koma þeim sem hana ber til valda? Það þarf ekki að velta því lengi fyrir sér áður en Davíð Oddsson og Dagur B. Eggertsson koma upp í hugann. Báðir hafa þeir gegnt embætti borgarstjóra í Reykjavík og báðir eru þeir, eða voru, með mikið dökkt og krullað hár. Það mætti því slá þeirri kenningu fram að vilji menn verða borgarstjórar í höfuðborg okkar Íslendinga sé ekki vitlaust að skella sér í permanent og dökkar strípur. Brexit Donald Trump Mest lesið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Fleiri fréttir Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Sjá meira
Tíðrætt er um hárprýði Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands. Báðir skarta þunnu ljósu hár sem stendur oft út í allar áttir. Hvort það er meðvituð tískuyfirlýsing er óstaðfest. Hárið á Trump hefur lengi verið á milli tannanna á fólki, enda þykir hann greiða sér á mjög sérstakan hátt. Hann er mögulega að reyna að fela skalla með þessari greiðslu sem er orðin nokkurs konar vörumerki fyrir hann. Boris Johnsson virðist ekki leggja mikla áherslu á að greiða sér. NORDICPHOTOS/GETTYEitt er víst að ef Donald Trump færi í klippingu þá yrði það saga til næsta bæjar og kannski er Trump meðvitað að bíða eftir rétta tækifærinu til að beina athyglinni þangað. Boris Johnson tók við forsætisráðherraembættinu í Bretlandi eftir að Theresa May sagði af sér og lét af embætti í júní á þessu ári. Það vakti fljótt athygli hversu líkir þeir eru að mörgu leyti, þeir Johnson og Trump.Frægasta hárgreiðsla í heimi. NORDICPHOTOS/GETTYJohnson virðist vera nákvæmlega sama um hvernig hárið á honum lítur út, enda er það oftar en ekki úfið eins og hann hafi nýstigið inn úr hvirfilbyl þegar hann kemur fram opinberlega. Hann virðist ekki leggja eins mikla áherslu og Trump á að greiða það á ákveðinn hátt. Þrátt fyrir það hafa komið upp umræður um líkindi með hárinu á þeim. Enda minnir greiðslan hans Trumps frekar á úfið hreiður en snyrtilega greitt hár.Davíð Oddson með mikið dökkt og krullað hár . FRÉTTABLAÐIÐ/GVASkrifaðar hafa verið blaðagreinar þar sem stílistar ræða hárið á þeim Trump og Johnson og gefa þeim ráð um hvernig þeir geta hugsað um hárið á sér svo það líti snyrtilegar út. Þá hafa stílistar í Hollywood kosið um hvor hefur verra hár og einn lét hafa eftir sér að af tvennu illu væri hárið á Boris Johnsson skárra, enda væri greiðsla Donalds Trumps ljótasta hárgreiðsla allra tíma.Dagur B. Eggertsson með úfnar krullur. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARILjósgulleitt úfið hár með rauðum blæ virðist ekki vera líklegt til að ná langt í stjórnmálum á Íslandi, ekki enn þá að minnsta kosti. En skyldi einhver hárgreiðsla á stjórnmálamönnum vera líklegri en önnur til þess að koma þeim sem hana ber til valda? Það þarf ekki að velta því lengi fyrir sér áður en Davíð Oddsson og Dagur B. Eggertsson koma upp í hugann. Báðir hafa þeir gegnt embætti borgarstjóra í Reykjavík og báðir eru þeir, eða voru, með mikið dökkt og krullað hár. Það mætti því slá þeirri kenningu fram að vilji menn verða borgarstjórar í höfuðborg okkar Íslendinga sé ekki vitlaust að skella sér í permanent og dökkar strípur.
Brexit Donald Trump Mest lesið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Fleiri fréttir Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Sjá meira