Ísland gæti lent á gráum lista þrátt fyrir samþykkt frumvörp Heimir Már Pétursson skrifar 17. október 2019 13:00 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir segir Ísland alls ekki eiga heima á listanum. vísir/vilhelm Það liggur fyrir á morgun hvort Ísland verði sett á svo kallaðan gráan lista yfir þjóðir sem ekki hafi gripið til nægjanlegra ráðstafana til að verjast peningaþvætti. Iðnaðar, ferðamála og nýsköpunarráðherra segir Ísland alls ekki eiga heima á listanum en þingmaður Viðreisnar telur raunverulega hættu á að það gerist. Í síðustu viku samþykkti Alþingi tvö frumvörp með hraði sem stjórnvöld sögðu nauðsynlegt að lögleiða til að koma í veg fyrir að samtök þjóða sem berjast gegn peningaþvætti setji Ísland á lista yfir þjóðir sem ekki hafi komið upp regluverki og ráðstöfunum til að koma í veg fyrir peningaþvætti, sem meðal annars væri nýtt til að styðja við hryðjuverkasamtök. Samtökin eru kölluð FATF sem stendur fyrir The Finacial Action Task Force og voru stofnuð árið 1989. Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar sagði í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun að þrátt fyrir samþykkt þingsins á tveimur frumvörpum í síðustu viku með hraði líti út fyrir að fulltrúar Breta og Bandaríkjanna í samtökunum vilji setja Ísland á listann. „Með tilheyrandi skelfilegum afleiðingum fyrir íslensk fyrirtæki, orðspor Íslands og almennt íslensk heimili,“ sagði Hanna Katrín. Ísland yrði þar með á lista með löndum eins og Afganistan, Jemen, Írak og Úganda.Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar.Vísir/VilhelmSpurði Hanna Katrín Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur iðnaðar-, ferðamála- og nýsköpunarráðherra hvort hún hefði vitað áður en Alþingi samþykkti frumvörpin að þau dygðu ekki til. Ráðherra sagði ákvörðun varðandi Ísland ekki liggja fyrir. „Hverjir trúa því að við eigum margt sameignlegt með þeim löndum sem eru á þessum lista. Hvað er hægt að lesa í það að þessi lönd taki þá ákvörðun að setja Ísland á lista með þeim ríkjum sem þar eru,“ sagði Þórdís Kolbrún. Hér væru allir innviðir til staðar og gripið hafi verið til allra ráðstafana sem krafist væri. „Hvaða önnur mál eru ókláruð að hálfu Íslands sem vekja þennan áhuga Bretlands og Bandaríkjanna að búa til slíkt fordæmi fyrir okkur að við förum á gráan lista? Af því við höfum ekki staðið okkur í aðgerðum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka,“ sagði Hanna Katrín. Ráðherra staðfesti að enn ætti eftir að ljúka einu atriði. „Eina atriðið sem ekki er hægt að haka við að fullu er einhvers konar kerfi sem við þurfum að kaupa og höfum keypt. En ekki er búið að ljúka við innleiðingu. Það er einfaldlega ekki hægt að ljúka við þá innleiðingu á örfáum dögum eða vikum. Það er tímasett nákvæmlega hvenær það er. Þær upplýsingar liggja allar fyrir gagnvart því fólki sem vinnur þessa vinnu og tekur þessa ákvörðun,“ sagði Þórdís Kolbrún. Alþingi Ísland á gráum lista FATF Tengdar fréttir Bandaríkin vilja Ísland á gráan lista Margt bendir til þess að í lok vikunnar muni Ísland lenda á gráum lista þjóða sem ekki hafi gripið til fullnægjandi aðgerða gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. 17. október 2019 07:30 Orðspor landsins gæti skaðast Ef Ísland fer á gráan lista FATF er mikilvægt að stjórnvöld bregðist rétt við að sögn sérfræðinga í vörnum gegn peningaþvætti. Erfiðara að stofna til nýrra viðskipta erlendis. Orðsporið gæti beðið hnekki. 16. október 2019 07:30 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Það liggur fyrir á morgun hvort Ísland verði sett á svo kallaðan gráan lista yfir þjóðir sem ekki hafi gripið til nægjanlegra ráðstafana til að verjast peningaþvætti. Iðnaðar, ferðamála og nýsköpunarráðherra segir Ísland alls ekki eiga heima á listanum en þingmaður Viðreisnar telur raunverulega hættu á að það gerist. Í síðustu viku samþykkti Alþingi tvö frumvörp með hraði sem stjórnvöld sögðu nauðsynlegt að lögleiða til að koma í veg fyrir að samtök þjóða sem berjast gegn peningaþvætti setji Ísland á lista yfir þjóðir sem ekki hafi komið upp regluverki og ráðstöfunum til að koma í veg fyrir peningaþvætti, sem meðal annars væri nýtt til að styðja við hryðjuverkasamtök. Samtökin eru kölluð FATF sem stendur fyrir The Finacial Action Task Force og voru stofnuð árið 1989. Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar sagði í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun að þrátt fyrir samþykkt þingsins á tveimur frumvörpum í síðustu viku með hraði líti út fyrir að fulltrúar Breta og Bandaríkjanna í samtökunum vilji setja Ísland á listann. „Með tilheyrandi skelfilegum afleiðingum fyrir íslensk fyrirtæki, orðspor Íslands og almennt íslensk heimili,“ sagði Hanna Katrín. Ísland yrði þar með á lista með löndum eins og Afganistan, Jemen, Írak og Úganda.Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar.Vísir/VilhelmSpurði Hanna Katrín Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur iðnaðar-, ferðamála- og nýsköpunarráðherra hvort hún hefði vitað áður en Alþingi samþykkti frumvörpin að þau dygðu ekki til. Ráðherra sagði ákvörðun varðandi Ísland ekki liggja fyrir. „Hverjir trúa því að við eigum margt sameignlegt með þeim löndum sem eru á þessum lista. Hvað er hægt að lesa í það að þessi lönd taki þá ákvörðun að setja Ísland á lista með þeim ríkjum sem þar eru,“ sagði Þórdís Kolbrún. Hér væru allir innviðir til staðar og gripið hafi verið til allra ráðstafana sem krafist væri. „Hvaða önnur mál eru ókláruð að hálfu Íslands sem vekja þennan áhuga Bretlands og Bandaríkjanna að búa til slíkt fordæmi fyrir okkur að við förum á gráan lista? Af því við höfum ekki staðið okkur í aðgerðum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka,“ sagði Hanna Katrín. Ráðherra staðfesti að enn ætti eftir að ljúka einu atriði. „Eina atriðið sem ekki er hægt að haka við að fullu er einhvers konar kerfi sem við þurfum að kaupa og höfum keypt. En ekki er búið að ljúka við innleiðingu. Það er einfaldlega ekki hægt að ljúka við þá innleiðingu á örfáum dögum eða vikum. Það er tímasett nákvæmlega hvenær það er. Þær upplýsingar liggja allar fyrir gagnvart því fólki sem vinnur þessa vinnu og tekur þessa ákvörðun,“ sagði Þórdís Kolbrún.
Alþingi Ísland á gráum lista FATF Tengdar fréttir Bandaríkin vilja Ísland á gráan lista Margt bendir til þess að í lok vikunnar muni Ísland lenda á gráum lista þjóða sem ekki hafi gripið til fullnægjandi aðgerða gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. 17. október 2019 07:30 Orðspor landsins gæti skaðast Ef Ísland fer á gráan lista FATF er mikilvægt að stjórnvöld bregðist rétt við að sögn sérfræðinga í vörnum gegn peningaþvætti. Erfiðara að stofna til nýrra viðskipta erlendis. Orðsporið gæti beðið hnekki. 16. október 2019 07:30 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Bandaríkin vilja Ísland á gráan lista Margt bendir til þess að í lok vikunnar muni Ísland lenda á gráum lista þjóða sem ekki hafi gripið til fullnægjandi aðgerða gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. 17. október 2019 07:30
Orðspor landsins gæti skaðast Ef Ísland fer á gráan lista FATF er mikilvægt að stjórnvöld bregðist rétt við að sögn sérfræðinga í vörnum gegn peningaþvætti. Erfiðara að stofna til nýrra viðskipta erlendis. Orðsporið gæti beðið hnekki. 16. október 2019 07:30