Ísland gæti lent á gráum lista þrátt fyrir samþykkt frumvörp Heimir Már Pétursson skrifar 17. október 2019 13:00 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir segir Ísland alls ekki eiga heima á listanum. vísir/vilhelm Það liggur fyrir á morgun hvort Ísland verði sett á svo kallaðan gráan lista yfir þjóðir sem ekki hafi gripið til nægjanlegra ráðstafana til að verjast peningaþvætti. Iðnaðar, ferðamála og nýsköpunarráðherra segir Ísland alls ekki eiga heima á listanum en þingmaður Viðreisnar telur raunverulega hættu á að það gerist. Í síðustu viku samþykkti Alþingi tvö frumvörp með hraði sem stjórnvöld sögðu nauðsynlegt að lögleiða til að koma í veg fyrir að samtök þjóða sem berjast gegn peningaþvætti setji Ísland á lista yfir þjóðir sem ekki hafi komið upp regluverki og ráðstöfunum til að koma í veg fyrir peningaþvætti, sem meðal annars væri nýtt til að styðja við hryðjuverkasamtök. Samtökin eru kölluð FATF sem stendur fyrir The Finacial Action Task Force og voru stofnuð árið 1989. Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar sagði í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun að þrátt fyrir samþykkt þingsins á tveimur frumvörpum í síðustu viku með hraði líti út fyrir að fulltrúar Breta og Bandaríkjanna í samtökunum vilji setja Ísland á listann. „Með tilheyrandi skelfilegum afleiðingum fyrir íslensk fyrirtæki, orðspor Íslands og almennt íslensk heimili,“ sagði Hanna Katrín. Ísland yrði þar með á lista með löndum eins og Afganistan, Jemen, Írak og Úganda.Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar.Vísir/VilhelmSpurði Hanna Katrín Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur iðnaðar-, ferðamála- og nýsköpunarráðherra hvort hún hefði vitað áður en Alþingi samþykkti frumvörpin að þau dygðu ekki til. Ráðherra sagði ákvörðun varðandi Ísland ekki liggja fyrir. „Hverjir trúa því að við eigum margt sameignlegt með þeim löndum sem eru á þessum lista. Hvað er hægt að lesa í það að þessi lönd taki þá ákvörðun að setja Ísland á lista með þeim ríkjum sem þar eru,“ sagði Þórdís Kolbrún. Hér væru allir innviðir til staðar og gripið hafi verið til allra ráðstafana sem krafist væri. „Hvaða önnur mál eru ókláruð að hálfu Íslands sem vekja þennan áhuga Bretlands og Bandaríkjanna að búa til slíkt fordæmi fyrir okkur að við förum á gráan lista? Af því við höfum ekki staðið okkur í aðgerðum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka,“ sagði Hanna Katrín. Ráðherra staðfesti að enn ætti eftir að ljúka einu atriði. „Eina atriðið sem ekki er hægt að haka við að fullu er einhvers konar kerfi sem við þurfum að kaupa og höfum keypt. En ekki er búið að ljúka við innleiðingu. Það er einfaldlega ekki hægt að ljúka við þá innleiðingu á örfáum dögum eða vikum. Það er tímasett nákvæmlega hvenær það er. Þær upplýsingar liggja allar fyrir gagnvart því fólki sem vinnur þessa vinnu og tekur þessa ákvörðun,“ sagði Þórdís Kolbrún. Alþingi Ísland á gráum lista FATF Tengdar fréttir Bandaríkin vilja Ísland á gráan lista Margt bendir til þess að í lok vikunnar muni Ísland lenda á gráum lista þjóða sem ekki hafi gripið til fullnægjandi aðgerða gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. 17. október 2019 07:30 Orðspor landsins gæti skaðast Ef Ísland fer á gráan lista FATF er mikilvægt að stjórnvöld bregðist rétt við að sögn sérfræðinga í vörnum gegn peningaþvætti. Erfiðara að stofna til nýrra viðskipta erlendis. Orðsporið gæti beðið hnekki. 16. október 2019 07:30 Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Fleiri fréttir Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Sjá meira
Það liggur fyrir á morgun hvort Ísland verði sett á svo kallaðan gráan lista yfir þjóðir sem ekki hafi gripið til nægjanlegra ráðstafana til að verjast peningaþvætti. Iðnaðar, ferðamála og nýsköpunarráðherra segir Ísland alls ekki eiga heima á listanum en þingmaður Viðreisnar telur raunverulega hættu á að það gerist. Í síðustu viku samþykkti Alþingi tvö frumvörp með hraði sem stjórnvöld sögðu nauðsynlegt að lögleiða til að koma í veg fyrir að samtök þjóða sem berjast gegn peningaþvætti setji Ísland á lista yfir þjóðir sem ekki hafi komið upp regluverki og ráðstöfunum til að koma í veg fyrir peningaþvætti, sem meðal annars væri nýtt til að styðja við hryðjuverkasamtök. Samtökin eru kölluð FATF sem stendur fyrir The Finacial Action Task Force og voru stofnuð árið 1989. Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar sagði í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun að þrátt fyrir samþykkt þingsins á tveimur frumvörpum í síðustu viku með hraði líti út fyrir að fulltrúar Breta og Bandaríkjanna í samtökunum vilji setja Ísland á listann. „Með tilheyrandi skelfilegum afleiðingum fyrir íslensk fyrirtæki, orðspor Íslands og almennt íslensk heimili,“ sagði Hanna Katrín. Ísland yrði þar með á lista með löndum eins og Afganistan, Jemen, Írak og Úganda.Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar.Vísir/VilhelmSpurði Hanna Katrín Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur iðnaðar-, ferðamála- og nýsköpunarráðherra hvort hún hefði vitað áður en Alþingi samþykkti frumvörpin að þau dygðu ekki til. Ráðherra sagði ákvörðun varðandi Ísland ekki liggja fyrir. „Hverjir trúa því að við eigum margt sameignlegt með þeim löndum sem eru á þessum lista. Hvað er hægt að lesa í það að þessi lönd taki þá ákvörðun að setja Ísland á lista með þeim ríkjum sem þar eru,“ sagði Þórdís Kolbrún. Hér væru allir innviðir til staðar og gripið hafi verið til allra ráðstafana sem krafist væri. „Hvaða önnur mál eru ókláruð að hálfu Íslands sem vekja þennan áhuga Bretlands og Bandaríkjanna að búa til slíkt fordæmi fyrir okkur að við förum á gráan lista? Af því við höfum ekki staðið okkur í aðgerðum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka,“ sagði Hanna Katrín. Ráðherra staðfesti að enn ætti eftir að ljúka einu atriði. „Eina atriðið sem ekki er hægt að haka við að fullu er einhvers konar kerfi sem við þurfum að kaupa og höfum keypt. En ekki er búið að ljúka við innleiðingu. Það er einfaldlega ekki hægt að ljúka við þá innleiðingu á örfáum dögum eða vikum. Það er tímasett nákvæmlega hvenær það er. Þær upplýsingar liggja allar fyrir gagnvart því fólki sem vinnur þessa vinnu og tekur þessa ákvörðun,“ sagði Þórdís Kolbrún.
Alþingi Ísland á gráum lista FATF Tengdar fréttir Bandaríkin vilja Ísland á gráan lista Margt bendir til þess að í lok vikunnar muni Ísland lenda á gráum lista þjóða sem ekki hafi gripið til fullnægjandi aðgerða gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. 17. október 2019 07:30 Orðspor landsins gæti skaðast Ef Ísland fer á gráan lista FATF er mikilvægt að stjórnvöld bregðist rétt við að sögn sérfræðinga í vörnum gegn peningaþvætti. Erfiðara að stofna til nýrra viðskipta erlendis. Orðsporið gæti beðið hnekki. 16. október 2019 07:30 Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Fleiri fréttir Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Sjá meira
Bandaríkin vilja Ísland á gráan lista Margt bendir til þess að í lok vikunnar muni Ísland lenda á gráum lista þjóða sem ekki hafi gripið til fullnægjandi aðgerða gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. 17. október 2019 07:30
Orðspor landsins gæti skaðast Ef Ísland fer á gráan lista FATF er mikilvægt að stjórnvöld bregðist rétt við að sögn sérfræðinga í vörnum gegn peningaþvætti. Erfiðara að stofna til nýrra viðskipta erlendis. Orðsporið gæti beðið hnekki. 16. október 2019 07:30