Bandaríkin vilja Ísland á gráan lista Björn Þorfinnsson skrifar 17. október 2019 07:30 Heimildir Fréttablaðsins herma að Ísland njóti fulls stuðnings Evrópusambandsins á fundinum. Vísir/getty Margt bendir til þess að í lok vikunnar muni Ísland lenda á gráum lista þjóða sem ekki hafi gripið til fullnægjandi aðgerða gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Listinn er á vegum alþjóðlega framkvæmdahópsins FATF en í þessari viku hefur staðið yfir mikilvægur fundur samtakanna í París. Fulltrúar 205 þjóða auk fulltrúa mikilvægra alþjóðasamtaka sækja fundinn og mun draga til tíðinda um stöðu Íslands á föstudaginn. Þá verður meðal annars rætt um stöðu þjóða sem skapa áhættu í fjármálakerfi heimsins, landa á borð við Íran, Pakistan og Ísland. Ef Ísland lendir á gráa listanum yrði það á sama stalli og lönd eins og Afganistan, Jemen, Írak og Úganda. Enn neðar, á svörtum lista, er til dæmis Norður-Kórea. Heimildir Fréttablaðsins herma að Ísland njóti fulls stuðnings Evrópusambandsins á fundinum og flestra ríkja þess. Sambandið vilji ekki að EES-land lendi á listanum. Það skapi víðtæk vandamál og verði engum til gagns. Bandaríkin og Bretland eru hins vegar í hópi þjóða sem vilja að Ísland verði sett á listann. Þessi lönd telji að mikilvægt sé að skapa fordæmi um að tekið sé hart á þessari alvarlegu vá sem peningaþvætti er. Aðgerðir íslenskra stjórnvalda hafi gengið hægt fyrir sig og því gefist kjörið tækifæri til þess skapa sterkt fordæmi, eins konar víti til varnaðar, með því að setja Ísland á listann. Landið sé lítið og kostnaðurinn því, í stóru alþjóðlegu samhengi, lítill. Heimildarmenn Fréttablaðsins segja að staðan sem komin er upp sé áfellisdómur yfir íslenskri stjórnsýslu. Ítrekað haf i verið varað við í hvað stefndi en viðbrögðin hafi verið allt of hæg til þessa. Of snemmt er að fullyrða hver skaðinn verður ef Ísland endar á listanum. Ljóst er að um orðsporshnekki verður að ræða en síðan má reikna með því að erfiðara verði fyrir ný íslensk fyrirtæki, sem og einstaklinga, að stofna til viðskipta erlendis. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Ísland á gráum lista FATF Tengdar fréttir Fljótum sofandi á gráan lista yfir lönd hvar peningaþvætti er stundað í stórum stíl Haldlítil fróm fyrirheit um baráttu gegn skattaskjólum í stjórnarsáttmála. 10. október 2019 10:45 Yrðu mikil vonbrigði að lenda á gráum lista Framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja segir ekki gott að lenda á gráum lista FATF. Erfitt sé að leggja mat á áhrifin sem það geti haft. Fulltrúar funduðu með FATF í síðustu viku til að reyna að beina málinu í betri farveg. 10. október 2019 08:00 Orðspor landsins gæti skaðast Ef Ísland fer á gráan lista FATF er mikilvægt að stjórnvöld bregðist rétt við að sögn sérfræðinga í vörnum gegn peningaþvætti. Erfiðara að stofna til nýrra viðskipta erlendis. Orðsporið gæti beðið hnekki. 16. október 2019 07:30 Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
Margt bendir til þess að í lok vikunnar muni Ísland lenda á gráum lista þjóða sem ekki hafi gripið til fullnægjandi aðgerða gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Listinn er á vegum alþjóðlega framkvæmdahópsins FATF en í þessari viku hefur staðið yfir mikilvægur fundur samtakanna í París. Fulltrúar 205 þjóða auk fulltrúa mikilvægra alþjóðasamtaka sækja fundinn og mun draga til tíðinda um stöðu Íslands á föstudaginn. Þá verður meðal annars rætt um stöðu þjóða sem skapa áhættu í fjármálakerfi heimsins, landa á borð við Íran, Pakistan og Ísland. Ef Ísland lendir á gráa listanum yrði það á sama stalli og lönd eins og Afganistan, Jemen, Írak og Úganda. Enn neðar, á svörtum lista, er til dæmis Norður-Kórea. Heimildir Fréttablaðsins herma að Ísland njóti fulls stuðnings Evrópusambandsins á fundinum og flestra ríkja þess. Sambandið vilji ekki að EES-land lendi á listanum. Það skapi víðtæk vandamál og verði engum til gagns. Bandaríkin og Bretland eru hins vegar í hópi þjóða sem vilja að Ísland verði sett á listann. Þessi lönd telji að mikilvægt sé að skapa fordæmi um að tekið sé hart á þessari alvarlegu vá sem peningaþvætti er. Aðgerðir íslenskra stjórnvalda hafi gengið hægt fyrir sig og því gefist kjörið tækifæri til þess skapa sterkt fordæmi, eins konar víti til varnaðar, með því að setja Ísland á listann. Landið sé lítið og kostnaðurinn því, í stóru alþjóðlegu samhengi, lítill. Heimildarmenn Fréttablaðsins segja að staðan sem komin er upp sé áfellisdómur yfir íslenskri stjórnsýslu. Ítrekað haf i verið varað við í hvað stefndi en viðbrögðin hafi verið allt of hæg til þessa. Of snemmt er að fullyrða hver skaðinn verður ef Ísland endar á listanum. Ljóst er að um orðsporshnekki verður að ræða en síðan má reikna með því að erfiðara verði fyrir ný íslensk fyrirtæki, sem og einstaklinga, að stofna til viðskipta erlendis.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Ísland á gráum lista FATF Tengdar fréttir Fljótum sofandi á gráan lista yfir lönd hvar peningaþvætti er stundað í stórum stíl Haldlítil fróm fyrirheit um baráttu gegn skattaskjólum í stjórnarsáttmála. 10. október 2019 10:45 Yrðu mikil vonbrigði að lenda á gráum lista Framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja segir ekki gott að lenda á gráum lista FATF. Erfitt sé að leggja mat á áhrifin sem það geti haft. Fulltrúar funduðu með FATF í síðustu viku til að reyna að beina málinu í betri farveg. 10. október 2019 08:00 Orðspor landsins gæti skaðast Ef Ísland fer á gráan lista FATF er mikilvægt að stjórnvöld bregðist rétt við að sögn sérfræðinga í vörnum gegn peningaþvætti. Erfiðara að stofna til nýrra viðskipta erlendis. Orðsporið gæti beðið hnekki. 16. október 2019 07:30 Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
Fljótum sofandi á gráan lista yfir lönd hvar peningaþvætti er stundað í stórum stíl Haldlítil fróm fyrirheit um baráttu gegn skattaskjólum í stjórnarsáttmála. 10. október 2019 10:45
Yrðu mikil vonbrigði að lenda á gráum lista Framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja segir ekki gott að lenda á gráum lista FATF. Erfitt sé að leggja mat á áhrifin sem það geti haft. Fulltrúar funduðu með FATF í síðustu viku til að reyna að beina málinu í betri farveg. 10. október 2019 08:00
Orðspor landsins gæti skaðast Ef Ísland fer á gráan lista FATF er mikilvægt að stjórnvöld bregðist rétt við að sögn sérfræðinga í vörnum gegn peningaþvætti. Erfiðara að stofna til nýrra viðskipta erlendis. Orðsporið gæti beðið hnekki. 16. október 2019 07:30