Iðnaðarráðherra jákvæð gagnvart ræktun á iðnaðarhampi Heimir Már Pétursson skrifar 17. október 2019 21:45 Iðnaðarráðherra tekur vel í að skoða hvort auðvelda megi ræktun á iðnaðarhampi á Íslandi. En þingmaður Pírata telur mikinn ávinning geta fylgt ræktun plöntunnar því úr henni sé hægt að vinna þúsundir vörutegunda, auk þess sem fáar plöntur bindi koltvísýring eins hratt og iðnaðarhampur. Halldóra Mogensen þingflokksformaður Pírata spurði Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur iðanaðarráðherra á Alþingi í dag út í mögulega nýtingu á iðnaðarhampi á Íslandi. Nú væru um tuttugu og fimm þúsund vörutegundir í heiminum unnar úr iðanaðarmpi sem ekki innihéldi vímuefnið THC. „Fyrstu Levis gallabuxurnar voru saumaðar út striga sem ofinn var úr hampi og markaðassettar fyrir gullgrafara vegna þess hversu endingargóðar þær voru. Bílaframleiðendur í dag eru farnir að nota hamp við framleiðslu á innra og ytra byrði bifreiða, nú síðast Porsche,“ sagði Halldóra. Hún nefndi fleiri dæmi eins hampsteypu og tilraunir til framleiðslu lífdísils lofuðu góðu sem og tilraunir til ræktunar á iðnaðarhampi hér á landi. „Telur ráðherra tilefni til að skoða laga- og reglugerðaumhverfi með það að markmiði að fjarlægja hindranir og skapa hvata til að fara að rækta iðnaðarhamp í meira magni á Íslandi og framleiða vörur úr þeirri afurð,“ spurði Halldóra. Nokkur ráðuneyti þyrftu að koma að málinu þar sem samræma þyrfti lög og reglur. Ráðherra tók vel í fyrirspurnina og sagði nauðsynlegt að halda því til haga að iðanaðarhampur væri ekki til lyfja- eða vímuefnanotkunar. „Ég ætla ekki að fullyrða hvort það hafi einhver áhrif á regluverkið eða þá þröskulda og hindranir sem eru í dag; tengingin við það sem gefur vímu. En ef svo er þá eiga einhverjir fordómar eða skoðanir sem fólk kann að hafa á vímuefninu ekki að vera hindranir í annarri notkun sem hefur ekkert með það að gera. Það skiptir máli og ég tek það til mín að skoða það heildrænt og kanna hvort eitthvað er hægt að gera betur en nú er,“ sagði Þórdís Kolbrún. Alþingi Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Sjá meira
Iðnaðarráðherra tekur vel í að skoða hvort auðvelda megi ræktun á iðnaðarhampi á Íslandi. En þingmaður Pírata telur mikinn ávinning geta fylgt ræktun plöntunnar því úr henni sé hægt að vinna þúsundir vörutegunda, auk þess sem fáar plöntur bindi koltvísýring eins hratt og iðnaðarhampur. Halldóra Mogensen þingflokksformaður Pírata spurði Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur iðanaðarráðherra á Alþingi í dag út í mögulega nýtingu á iðnaðarhampi á Íslandi. Nú væru um tuttugu og fimm þúsund vörutegundir í heiminum unnar úr iðanaðarmpi sem ekki innihéldi vímuefnið THC. „Fyrstu Levis gallabuxurnar voru saumaðar út striga sem ofinn var úr hampi og markaðassettar fyrir gullgrafara vegna þess hversu endingargóðar þær voru. Bílaframleiðendur í dag eru farnir að nota hamp við framleiðslu á innra og ytra byrði bifreiða, nú síðast Porsche,“ sagði Halldóra. Hún nefndi fleiri dæmi eins hampsteypu og tilraunir til framleiðslu lífdísils lofuðu góðu sem og tilraunir til ræktunar á iðnaðarhampi hér á landi. „Telur ráðherra tilefni til að skoða laga- og reglugerðaumhverfi með það að markmiði að fjarlægja hindranir og skapa hvata til að fara að rækta iðnaðarhamp í meira magni á Íslandi og framleiða vörur úr þeirri afurð,“ spurði Halldóra. Nokkur ráðuneyti þyrftu að koma að málinu þar sem samræma þyrfti lög og reglur. Ráðherra tók vel í fyrirspurnina og sagði nauðsynlegt að halda því til haga að iðanaðarhampur væri ekki til lyfja- eða vímuefnanotkunar. „Ég ætla ekki að fullyrða hvort það hafi einhver áhrif á regluverkið eða þá þröskulda og hindranir sem eru í dag; tengingin við það sem gefur vímu. En ef svo er þá eiga einhverjir fordómar eða skoðanir sem fólk kann að hafa á vímuefninu ekki að vera hindranir í annarri notkun sem hefur ekkert með það að gera. Það skiptir máli og ég tek það til mín að skoða það heildrænt og kanna hvort eitthvað er hægt að gera betur en nú er,“ sagði Þórdís Kolbrún.
Alþingi Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Sjá meira