Innlent

ILO-samþykktin verður fullgilt

Sighvatur Arnmundsson skrifar
Vernda á vinnandi fólk gegn ofbeldi og áreitni.
Vernda á vinnandi fólk gegn ofbeldi og áreitni. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari

Íslensk stjórnvöld hyggjast fullgilda samþykkt Alþjóðavinnumálastofnunarinnar (ILO) um aðgerðir gegn ofbeldi og áreitni sem samþykkt var á þingi ILO í júní síðastliðnum.

Samþykktin, sem hefur nú verið þýdd á íslensku, hefur verið sett inn í samráðsgátt stjórnvalda ásamt tilmælum sem felast í nánari ábendingum og tillögum. Frestur til að veita umsagnir er til 11. nóvember.

Með samþykktinni eru lagðar þær skyldur á stjórnvöld og atvinnurekendur að grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir hvers kyns ofbeldi og áreitni á vinnustöðum.

Marie Clarke Walker, einn leiðtoga Alþýðusambands Kanada, hélt erindi um samþykktina á #metoo-ráðstefnunni í Hörpu í síðasta mánuði. Clarke Walker, sem sat í samninganefnd ILO, sagði þá við Fréttablaðið að hún vonaðist til að Norðurlöndin yrðu fyrsta svæði heimsins til að fullgilda samþykktina.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.