Innlent

Pirraður út í lögreglu og tók niður fána á stöðinni

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Maðurinn var pirraður út í lögreglu.
Maðurinn var pirraður út í lögreglu. Vísir/vilhelm
Lögreglumenn komu að einstaklingi við lögreglustöðina við Vínlandsleið um klukkan half sjö í gær en sá var byrjaður að taka niður íslenska fánann sem þar blakti við hún. Aðspurður sagðist hann hafa ætlað að taka fánann niður vegna „pirrings út í lögregluna“, að því er segir í dagbók lögreglu. Tekin var skýrsla af manninum og hann hélt svo sína leið.  Þá var lögreglu síðdegis í gær tilkynnt um þjófnað á eldsneyti á bensínstöð í Vesturbænum. Starfsmaður bensínstöðvarinnar fór á eftir hinum grunaða og fylgdist með honum þar til lögregla kom á vettvang. Þjófurinn var handtekinn og vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins.Lögreglu var einnig tilkynnt um að einstaklingur hefði hoppað í sjóinn í miðbænum. Í dagbók lögreglu segir að einstaklingurinn hafi verið kominn á land þegar lögregla kom á vettvang og ekki að sjá að neitt amaði að.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.