Viðskipti innlent

Íslensk stjórnvöld vænti þess að FATF endurskoði mat á „gráleitri“ stöðu Íslands

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Stjórnvöld hafa ásamt erlendum ráðgjöfum lagt mat á möguleg áhrif af því að Ísland lendi á listanum. Í Tilkynningunni segir að það sé "samdóma álit að áhrifin verði óveruleg“. Það sé hvorki talið að niðurstaða FATF hafi bein áhrif á almenning né fjármálastöðugleika á Íslandi.
Stjórnvöld hafa ásamt erlendum ráðgjöfum lagt mat á möguleg áhrif af því að Ísland lendi á listanum. Í Tilkynningunni segir að það sé "samdóma álit að áhrifin verði óveruleg“. Það sé hvorki talið að niðurstaða FATF hafi bein áhrif á almenning né fjármálastöðugleika á Íslandi. Vísir/getty

Íslensk stjórnvöld mótmæltu tillögu um að Ísland yrði sett á gráan lista FATF, alþjóðlegs fjármálaaðgerðahóps ríkja um gerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka á fundi aðildarríkja FATF sem fór fram í vikunni.

Þetta kemur fram á vef Stjórnarráðsins.

Stjórnvöld hafa ásamt erlendum ráðgjöfum lagt mat á möguleg áhrif af því að Ísland lendi á listanum. Í tilkynningunni segir að það sé „samdóma álit að áhrifin verði óveruleg“. Það sé hvorki talið að niðurstaða FATF hafi bein áhrif á almenning né fjármálastöðugleika á Íslandi.

Erlendir aðilar í viðskiptum við íslensk fyrirtæki gætu þurft að kanna sjálfstætt hvort varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka séu nægilega tryggar.

Íslensk stjórnvöld segjast að endingu vænta þess að FATF nýti fyrsta tækifæri til að endurskoða mat á hinni gráleitu stöðu landsins.


Tengdar fréttir

Úrbætur til að forðast gráa listann bárust of seint

Fyrirheit íslenskra stjórnvalda, sem hefðu komið í veg fyrir að Ísland lentu á gráum lista fir þjóðir sem ekki hafi gripið til nægjanlegra ráðstafana til að verjast peningaþvætti, bárust of seint.

„Vanhæfni ríkisstjórnar“ og „álitshnekkir fyrir Ísland“

Þingmaður Viðreisnar segir ríkisstjórnina skulda útskýringar á því hvernig Ísland sé komið á gráan lista FATF)yfir ríki sem hafa ekki nægar varnir gegn peningaþvætti. Þingmaður Samfylkingarinnar segir málið til marks um vanhæfi ríkisstjórnarinnar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HEIMA
1,48
6
45.229
SKEL
0,95
12
279.306
ARION
0,59
8
85.806
SYN
0
1
8.111
SJOVA
0
1
180

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
VIS
-1,5
8
181.765
FESTI
-1,06
3
69.776
TM
-0,91
3
32.700
ICEAIR
-0,72
8
22.507
KVIKA
-0,48
2
64.325
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.