Fótbolti

Tvö rauð í sigri PSG í Nice

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Di Maria kom Parísarmönnum á bragðið
Di Maria kom Parísarmönnum á bragðið vísir/getty

Paris Saint-Germain vann öruggan sigur á níu mönnum Nice í frönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Angel di Maria skoraði tvö mörk á sex mínútna kafla í fyrri hálfleik og kom gestunum frá París í góða stöðu.

Ignatius Ganago gaf heimamönnum von með marki á 67. mínútu. Róður þeirra varð hins vegar mun erfiðari þegar þeir misstu tvo menn af velli á þriggja mínútna kafla stuttu seinna.

Meistararnir í PSG nýttu sér liðsmninn og bætti Kylian Mbappe þriðja markinu við á 88. mínútu. Mauro Icardi skoraði í uppbótartíma og lauk leiknum með 4-1 sigri PSG.

PSG er á toppi deildarinnar með 24 stig, fimm stigum meira en Nantes sem á þó leik til góða.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.