Þéttvaxinn lögregluþjónn tók leigubíl til að elta uppi fótfráan stút Samúel Karl Ólason skrifar 19. október 2019 11:33 Samkvæmt sögunni átti þetta atvik sér stað á vormánuðum einhvern tímann á síðustu öld. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rifjaði í morgun upp skemmtilega sögu frá síðustu öld þar sem lögregluþjónn tók leigubíl til að elta upp mann sem hafði verið stöðvaður fyrir ölvunarakstur en reyndi að hlaupa af vettvangi. Það heppnaðist og tókst lögregluþjóninum að vera á undan öðrum sem hljóp á eftir manninum. Samkvæmt sögunni átti þetta atvik sér stað á vormánuðum einhvern tímann á síðustu öld. Þrír lögregluþjónar við eftirlitsstörf í Breiðholti að kvöldlagi tóku sáu bíl sem búið var að lýsa eftir þar sem ökumaður hans var að keyra undir áhrifum áfengis. Ölvaðir ökumenn eru stundum kallaðir stútar. „Eftir stutta en snarpa eftirför stöðvaði ölvaði ökumaðurinn bíl sinn neðarlega í Seljahverfi. Maðurinn vissi greinilega upp á sig sökina og taldi réttast að forða sér af vettvangi. Hann tók því á rás og hljóp upp Breiðholtsbrautina með tvo lögreglumenn á hælunum. Þriðji lögreglumaðurinn varð eftir í lögreglubílnum sem hafði staðnæmst við bíl ölvaða mannsins en í honum voru tveir farþegar. Vissara þótti að hafa á þeim gætur enda voru þeir í lítt betra ástandi en ökumaðurinn og allt eins líklegir til að halda akstrinum áfram,“ segir á Facebooksíðu lögreglunnar. Ökumaðurinn var frár á fæti og dró nokkuð í sundur með honum og lögregluþjónunum. Þá segir að annar þeirra hafi verið „ekkert sérstaklega hlaupalega vaxinn“ og hafi hann dregið fljótt aftur úr. Hinn hélt þó áfram og vildi ekki játa sig sigraðan. Að endingu kom hann yfir Breiðholtsbrautina og að bensínstöðinni á mótum Norðurfells og Suðurfells og taldi hann að ökumaðurinn hefði stungið hann. Þá tók hann þó eftir því að búið var að handtaka hann á bensínstöðinni og þá af lögregluþjóninum hægfara. „Sá ágæti maður, sem síðar sneri sér að öðrum og hættuminni störfum, virðist hafa verið úrræðagóður með afbrigðum. Sprettharði lögreglumaðurinn undraðist samt að félagi hans hafði orðið fyrri til að handtaka ölvaða ökumanninn.“ Hann komst þó fljótt að því hvernig þarna stóð á. „Þéttvaxni lögreglumaðurinn hafði sannarlega gert sitt besta til að hlaupa þrjótinn uppi en séð fljótt að það hefði aldrei tekist. Hann greip því til þess ráðs að veifa leigubíl sem átti leið um Breiðholtsbrautina og lét keyra sig á fyrrnefnda bensínstöð. Þar beið kappinn síðan rólegur eftir ölvaða ökumanninum og handsamaði hann fyrirhafnarlaust enda var fulli hlaupagikkurinn orðinn örmagna af þreytu. Þessi saga sýnir okkur, svo ekki verður um villst, að lögreglumenn deyja sjaldnast ráðalausir og virðast ávallt eiga ráð undir rifi hverju. Þetta sýnir líka að oft vinnur vitið meira en krafturinn. Einu sinni var... Lögreglan Mest lesið Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Fleiri fréttir „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rifjaði í morgun upp skemmtilega sögu frá síðustu öld þar sem lögregluþjónn tók leigubíl til að elta upp mann sem hafði verið stöðvaður fyrir ölvunarakstur en reyndi að hlaupa af vettvangi. Það heppnaðist og tókst lögregluþjóninum að vera á undan öðrum sem hljóp á eftir manninum. Samkvæmt sögunni átti þetta atvik sér stað á vormánuðum einhvern tímann á síðustu öld. Þrír lögregluþjónar við eftirlitsstörf í Breiðholti að kvöldlagi tóku sáu bíl sem búið var að lýsa eftir þar sem ökumaður hans var að keyra undir áhrifum áfengis. Ölvaðir ökumenn eru stundum kallaðir stútar. „Eftir stutta en snarpa eftirför stöðvaði ölvaði ökumaðurinn bíl sinn neðarlega í Seljahverfi. Maðurinn vissi greinilega upp á sig sökina og taldi réttast að forða sér af vettvangi. Hann tók því á rás og hljóp upp Breiðholtsbrautina með tvo lögreglumenn á hælunum. Þriðji lögreglumaðurinn varð eftir í lögreglubílnum sem hafði staðnæmst við bíl ölvaða mannsins en í honum voru tveir farþegar. Vissara þótti að hafa á þeim gætur enda voru þeir í lítt betra ástandi en ökumaðurinn og allt eins líklegir til að halda akstrinum áfram,“ segir á Facebooksíðu lögreglunnar. Ökumaðurinn var frár á fæti og dró nokkuð í sundur með honum og lögregluþjónunum. Þá segir að annar þeirra hafi verið „ekkert sérstaklega hlaupalega vaxinn“ og hafi hann dregið fljótt aftur úr. Hinn hélt þó áfram og vildi ekki játa sig sigraðan. Að endingu kom hann yfir Breiðholtsbrautina og að bensínstöðinni á mótum Norðurfells og Suðurfells og taldi hann að ökumaðurinn hefði stungið hann. Þá tók hann þó eftir því að búið var að handtaka hann á bensínstöðinni og þá af lögregluþjóninum hægfara. „Sá ágæti maður, sem síðar sneri sér að öðrum og hættuminni störfum, virðist hafa verið úrræðagóður með afbrigðum. Sprettharði lögreglumaðurinn undraðist samt að félagi hans hafði orðið fyrri til að handtaka ölvaða ökumanninn.“ Hann komst þó fljótt að því hvernig þarna stóð á. „Þéttvaxni lögreglumaðurinn hafði sannarlega gert sitt besta til að hlaupa þrjótinn uppi en séð fljótt að það hefði aldrei tekist. Hann greip því til þess ráðs að veifa leigubíl sem átti leið um Breiðholtsbrautina og lét keyra sig á fyrrnefnda bensínstöð. Þar beið kappinn síðan rólegur eftir ölvaða ökumanninum og handsamaði hann fyrirhafnarlaust enda var fulli hlaupagikkurinn orðinn örmagna af þreytu. Þessi saga sýnir okkur, svo ekki verður um villst, að lögreglumenn deyja sjaldnast ráðalausir og virðast ávallt eiga ráð undir rifi hverju. Þetta sýnir líka að oft vinnur vitið meira en krafturinn.
Einu sinni var... Lögreglan Mest lesið Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Fleiri fréttir „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Sjá meira