Innlent

Krefst 1,6 milljarða frá ríkinu vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálsins

Kjartan Kjartansson skrifar
Frá endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálanna í Hæstarétti í fyrra.
Frá endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálanna í Hæstarétti í fyrra. Vísir/Vilhelm
Kristján Viðar Júlíusson, sem sat í fangelsi í sjö og hálft ár vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálsins, krefur ríkið um 1,6 milljarða króna vegna óréttar, tjóns og miska sem hann varð fyrir. Fréttastofa Ríkisútvarpsins sagði frá þessu í kvöld.

Bótakrafan er sögð byggja á að Kristán Viðar hafi verið talinn sekur maður að ósekju í tæp fjörutíu ár, auk þess sem hann hafi setið inni í sjö og hálft ár. Ríkið er einnig sagt hafa bakað sér bótaskyldu með blaðamannafundi sem haldinn var um málið árið 1977.

Kristján Viðar var einn fimm einstaklinga sem voru sakfelldir vegna hvarfs Guðmundar Einarssonar og  Geirfinns Einarssonar. Hæstiréttur tók mál þeirra aftur upp í fyrra og sýknaði þá alla. Kristján Viðar var dæmdur í sextán ára fangelsi og afplánaði sjö ár og fimm mánuði.

Fyrir hafði Guðjón Skarphéðinsson stefnt ríkinu til greiðslu skaðabóta. Hann krefst 1,3 milljarða króna í bætur vegna fimm ára fangelsisvistar sem hann afplánaði.


Tengdar fréttir

Sendi greinargerðina til þriggja ráðuneyta

Settur ríkislögmaður sendi greinargerð sína í máli Guðjóns Skarphéðinssonar til yfirlestrar í forsætisráðuneyti, dómsmálaráðuneyti og fjármálaráðuneyti.

Svimaði við lestur greinargerðar ríkislögmanns

Lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar segir ríkið ekki fylgja reglum hins siðaða samfélags í málsvörn sinni gagnvart kröfum Guðjóns um bætur vegna ólöglegrar frelsissviptingar hans í Geirfinnsmálinu.

Útilokað að dagurinn marki þau tímamót sem við vildum

Eitt ár er frá því Hæstiréttur kvað upp sýknudóm í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Aðstandandi Tryggva Rúnars Leifssonar bíður enn eftir úrbótum í kerfinu sem hann ræddi við forsætisráðherra í apríl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×