Sendi greinargerðina til þriggja ráðuneyta Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 25. september 2019 06:00 Sævar Ciesielski heldur ræðu fyrir Hæstarétti árið 1980. LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR/BJARNLEIFUR BJARNLEIFSSON Greinargerð setts ríkislögmanns í máli Guðjóns Skarphéðinssonar fór til yfirlestrar í þremur ráðuneytum, forsætis-, fjármála- og dómsmálaráðuneyti, áður en hún var lögð fram í Héraðsdómi Reykjavíkur síðastliðinn fimmtudag. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins fengu ráðherrar umræddra ráðuneyta upplýsingar um að greinargerðin hefði verið send ráðuneytunum en fengu ekki kynningu á efni hennar. Mun greinargerðin hafa verið í ráðuneytunum um tveggja vikna skeið áður en hún var lögð fram í héraðsdómi. Efni greinargerðarinnar hefur vakið mikla reiði í samfélaginu, en í henni er farið fram á að ríkið verði sýknað af bótakröfu Guðjóns. Fullyrt er í greinargerðinni að krafa hans um bætur sé fyrnd, en hann hafi auk þess fyrirgert bótarétti sínum þar hann hafi sjálfur stuðlað að því að rannsókn málsins fór í þann farveg sem endaði með sakfellingu hans, fyrst í Sakadómi og svo í Hæstarétti árið 1980. Guðjón var, ásamt fjórum öðrum dómþolum, sýknaður af aðild að hvarfi Geirfinns Einarssonar í Hæstarétti fyrir ári. Meðal sterkustu röksemda fyrir endurupptöku málsins voru sérfræðiskýrslur réttarsálfræðinga sem slógu því föstu að Guðjón hefði gefið falskar játningar í málinu. Í greinargerð setts ríkislögmanns er lögð áhersla á að sérfræðiskýrsla Gísla Guðjónssonar, auk annarra nýrra gagna í málinu sem aflað hefur verið á undanförnum árum, hafi ekki sönnunargildi í málinu, heldur beri að líta til málavaxtalýsingar dóms Hæstaréttar frá 1980. Harðri gagnrýni hefur verið beint að stjórnvöldum og ekki síst Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra vegna þeirra viðhorfa sem lýst er í greinargerðinni, en ríkislögmaður er á málefnaforræði forsætisráðherra og heldur á sínum málatilbúnaði eftir fyrirmæli frá honum, lögum samkvæmt. Katrín hefur ekki tjáð sig við fjölmiðla um málið frá því Fréttablaðið greindi frá efni greinargerðarinnar síðastliðinn föstudag en hún er á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í New York. Ekki liggur fyrir hvað er á bak við yfirlýsingar um sáttahug sem komið hafa frá ríkislögmanni og Stjórnarráðinu en allt stefnir í að leyst verði út bótakröfu Guðjóns og annarra aðila Guðmundar- og Geirfinnsmála fyrir dómstólum. Bótaréttur manns sem sýknaður er af sakargiftum sem hann hefur verið sviptur frelsi fyrir, er tryggður bæði í almennum lögum og stjórnarskrá.Andri Árnason settur, ríkislögmaður Birtist í Fréttablaðinu Guðmundar- og Geirfinnsmálin Stjórnsýsla Tengdar fréttir Sakar forsætisráðherra um hvítþvott vegna Guðmundar- og Geirfinnsmála Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir forsætisráðherra harðlega vegna framgöngu ríkisins gagnvart sakborningum í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. 24. september 2019 17:23 Afkomendum Sævars boðnar 240 milljónir í bætur Þá hafi fimm sakborningum í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum verið samtals boðnar um 760 milljónir í bætur. 24. september 2019 20:03 Nálgun ríkislögmanns ekki aðeins „ómanneskjuleg“ heldur einnig „lögfræðilega ótæk“ Páll Rúnar M. Kristjánsson, lögmaður aðstandenda Tryggva Rúnars Leifssonar, eins af sakborningunum í Guðmundar- og Geirfinnsmálum sem sýknaðir voru í Hæstarétti í fyrra segir nálgun ríkislögmanns í greinargerð í skaðabótamáli annars sakbornings, Guðjóns Skarphéðinssonar, ekki aðeins ómanneskjulega heldur lögfræðilega ótæka. 23. september 2019 12:45 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Sjá meira
Greinargerð setts ríkislögmanns í máli Guðjóns Skarphéðinssonar fór til yfirlestrar í þremur ráðuneytum, forsætis-, fjármála- og dómsmálaráðuneyti, áður en hún var lögð fram í Héraðsdómi Reykjavíkur síðastliðinn fimmtudag. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins fengu ráðherrar umræddra ráðuneyta upplýsingar um að greinargerðin hefði verið send ráðuneytunum en fengu ekki kynningu á efni hennar. Mun greinargerðin hafa verið í ráðuneytunum um tveggja vikna skeið áður en hún var lögð fram í héraðsdómi. Efni greinargerðarinnar hefur vakið mikla reiði í samfélaginu, en í henni er farið fram á að ríkið verði sýknað af bótakröfu Guðjóns. Fullyrt er í greinargerðinni að krafa hans um bætur sé fyrnd, en hann hafi auk þess fyrirgert bótarétti sínum þar hann hafi sjálfur stuðlað að því að rannsókn málsins fór í þann farveg sem endaði með sakfellingu hans, fyrst í Sakadómi og svo í Hæstarétti árið 1980. Guðjón var, ásamt fjórum öðrum dómþolum, sýknaður af aðild að hvarfi Geirfinns Einarssonar í Hæstarétti fyrir ári. Meðal sterkustu röksemda fyrir endurupptöku málsins voru sérfræðiskýrslur réttarsálfræðinga sem slógu því föstu að Guðjón hefði gefið falskar játningar í málinu. Í greinargerð setts ríkislögmanns er lögð áhersla á að sérfræðiskýrsla Gísla Guðjónssonar, auk annarra nýrra gagna í málinu sem aflað hefur verið á undanförnum árum, hafi ekki sönnunargildi í málinu, heldur beri að líta til málavaxtalýsingar dóms Hæstaréttar frá 1980. Harðri gagnrýni hefur verið beint að stjórnvöldum og ekki síst Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra vegna þeirra viðhorfa sem lýst er í greinargerðinni, en ríkislögmaður er á málefnaforræði forsætisráðherra og heldur á sínum málatilbúnaði eftir fyrirmæli frá honum, lögum samkvæmt. Katrín hefur ekki tjáð sig við fjölmiðla um málið frá því Fréttablaðið greindi frá efni greinargerðarinnar síðastliðinn föstudag en hún er á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í New York. Ekki liggur fyrir hvað er á bak við yfirlýsingar um sáttahug sem komið hafa frá ríkislögmanni og Stjórnarráðinu en allt stefnir í að leyst verði út bótakröfu Guðjóns og annarra aðila Guðmundar- og Geirfinnsmála fyrir dómstólum. Bótaréttur manns sem sýknaður er af sakargiftum sem hann hefur verið sviptur frelsi fyrir, er tryggður bæði í almennum lögum og stjórnarskrá.Andri Árnason settur, ríkislögmaður
Birtist í Fréttablaðinu Guðmundar- og Geirfinnsmálin Stjórnsýsla Tengdar fréttir Sakar forsætisráðherra um hvítþvott vegna Guðmundar- og Geirfinnsmála Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir forsætisráðherra harðlega vegna framgöngu ríkisins gagnvart sakborningum í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. 24. september 2019 17:23 Afkomendum Sævars boðnar 240 milljónir í bætur Þá hafi fimm sakborningum í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum verið samtals boðnar um 760 milljónir í bætur. 24. september 2019 20:03 Nálgun ríkislögmanns ekki aðeins „ómanneskjuleg“ heldur einnig „lögfræðilega ótæk“ Páll Rúnar M. Kristjánsson, lögmaður aðstandenda Tryggva Rúnars Leifssonar, eins af sakborningunum í Guðmundar- og Geirfinnsmálum sem sýknaðir voru í Hæstarétti í fyrra segir nálgun ríkislögmanns í greinargerð í skaðabótamáli annars sakbornings, Guðjóns Skarphéðinssonar, ekki aðeins ómanneskjulega heldur lögfræðilega ótæka. 23. september 2019 12:45 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Sjá meira
Sakar forsætisráðherra um hvítþvott vegna Guðmundar- og Geirfinnsmála Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir forsætisráðherra harðlega vegna framgöngu ríkisins gagnvart sakborningum í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. 24. september 2019 17:23
Afkomendum Sævars boðnar 240 milljónir í bætur Þá hafi fimm sakborningum í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum verið samtals boðnar um 760 milljónir í bætur. 24. september 2019 20:03
Nálgun ríkislögmanns ekki aðeins „ómanneskjuleg“ heldur einnig „lögfræðilega ótæk“ Páll Rúnar M. Kristjánsson, lögmaður aðstandenda Tryggva Rúnars Leifssonar, eins af sakborningunum í Guðmundar- og Geirfinnsmálum sem sýknaðir voru í Hæstarétti í fyrra segir nálgun ríkislögmanns í greinargerð í skaðabótamáli annars sakbornings, Guðjóns Skarphéðinssonar, ekki aðeins ómanneskjulega heldur lögfræðilega ótæka. 23. september 2019 12:45