Innlent

Upphituð áhöld á nýrri bráðaþjónustu Kvennadeildar

Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa
Ný bráðaþjónusta á Kvennadeild Landspítalans hóf starfsemi í dag og færist starfsemi þriggja deilda þangað inn. Verkefnastýra segir að þjónustan verði hraðari, skipulagðari og öruggari. Á deildinni verða nýir ginstólar og upphituð áhöld en ekki köld eins og áður.

Bráðaþjónustu sem áður fór fram á þremur stöðum á kvennadeild Landspítalans var í dag sameinuð á einni deild. Eins og áður þurfa konur að fá tilvísun frá læknum áður en þær leggjast þar inn en allt ferlið verður mun einfaldara en áður. 

„Þarna tryggjum við miklu betur öryggi skjólstæðinganna okkar. Við forgangsflokkum þannig að sá skjólstæðingur sem þarf fyrst á þjónustunni að halda hann fær þjónustuna fyrst. Það er minna álag fyrir deildarlæknana að geta leitað á einn stað til þess að sinna skjólstæðingunum. Þetta er auðvitað allt gert með það í huga að við eflum og bætum þjónustuna við skjólstæðinga“ segir Stefanía Guðmundsdóttir ljósmóðir bráðaþjónustu kvenna og verkefnastýra.  

Stefanía segir jafnframt að bakhjarlar deildarinnar eins og Líf og Hringurinn geri þeim kleift að fá nýjan tækjabúnað á deildina eins og áhaldaborð og gynstóla. „Mjög gott að segja frá því að við erum komin með áhaldaborð þar sem áhöldin eru hituð, sem að gera skoðunina ögn þægilegri.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×