Mikilvægi morgunverðarins Björk Eiðsdóttir skrifar 2. október 2019 09:00 Oddrún Helga er heilsumarkþjálfi sem boðið hefur upp á námskeið sem Heilsumamman í rúm sex ár. Fréttablaðið/Anton brink Oddrún hefur boðið upp á sín fjölbreyttu námskeið á nokkrum stöðum í gegnum árin en nú heldur hún sig í Heilsuborg og býður þessa dagana upp á tvenns konar námskeið, Morgunmatur og millimál og svo kvöldverðarnámskeið þar sem áhersla er lögð á að auka hlut grænmetis á diskinum. „Vinsælustu námskeiðin eru svo sennilega namminámskeiðin sem eru í nóvember, þar sem við gerum konfekt í hollari kantinum.“ Oddrún segist leggja áherslu á að uppskriftirnar séu einfaldar og innihaldi ekki of mörg hráefni. „Það að borða næringarríkan mat þarf hvorki að vera flókið né bragðlaust.“Samsetning sem kemur í veg fyrir þreytu og sykurlöngun Oddrún segir morgunmatinn mikilvægan enda gefi hann okkur kraft fyrir daginn. „Það er þó misjafnt hvenær fólki finnst best að borða morgunmat. Sumir borða hann nánast um leið og þeir vakna en aðrir nokkrum tímum seinna. Ég sjálf fasta í 13-14 tíma á virkum dögum og borða morgunmatinn því yfirleitt um þremur tímum eftir að ég vakna.“ Oddrún segist hafa átt uppáhaldsmorgunmat í nokkur ár en það er grautur úr höfrum, chia- og hampfræjum. „Ég bæti svo við einhverjum ávöxtum eða berjum og jafnvel möndlusmjöri og múslí set ég ofan á. Það sem mér finnst frábært við þennan graut er að hann inniheldur prótein, góða fitu, flókin kolvetni og trefjar. Þetta hjálpar allt til þess að halda blóðsykrinum jöfnum fram eftir degi og kemur þannig í veg fyrir þreytu og sykurlöngun. Mér finnst best að búa til mikið magn í stórri glerkrukku í byrjun vikunnar og eiga grautinn tilbúinn á morgnana út vikuna. Það má þó líka setja hann í litla krukku að kvöldi til og grípa með sér í vinnu eða skóla að morgni.“Morgungrautur Þessi morgungrautur er fullkominn morgunmatur að sögn Oddrúnar. Hann er trefjaríkur og inniheldur einnig prótein og góða fitu og gefur góðan kraft inn í daginn. Hún mælir með að búa til mikið magn í einu því grauturinn geymist í um það bil fimm daga í kæli.Skammtur fyrir 1 1 msk. hafrar 1 msk. hampfræ 1 msk. chiafræ 1 dl vatn eða annar vökvi Ávextir ofan á Blandið hráefninu saman í skál og hrærið í öðru hverju. Fræin drekka í sig vatnið og það tekur um það bil 10 mínútur. Það má líka búa grautinn til að kvöldi og geyma í ísskáp, þá er hann tilbúinn að morgni. Grauturinn er ekki bragðmikill og því nauðsynlegt að bragðbæta með ávöxtum og berjum. Einnig er mjög gott að setja í hann 1 tsk. af möndlusmjöri og jafnvel múslí ofan á. Um helgar læðast svo stundum með 1-2 bitar af smátt söxuðu dökku súkkulaði.Próteinríkur súkkulaðisjeik Þegar útbúinn er sjeik í morgunmat er að sögn Oddrúnar mikilvægt að hugsa um að hafa ekki bara ávexti heldur passa að hann innihaldi líka fitu og prótein svo svengdin komi ekki strax aftur. Það mætti t.d. bæta út í hann þykkri kókosmjólk, avókadói eða smá ólífuolíu fyrir góða fitu og hampfræjum, chiafræjum eða öðrum fræjum, lúku af möndlum eða öðrum hnetum fyrir prótein. 2 stór glös 1 banani (sniðugt að nota frosinn) 2-3 msk. hampfræ 2 msk. chiafræ + 1 dl vatn 1 msk. hreint kakó (ég nota frá Himneskri hollustu) 1-2 msk. möndlusmjör, líka mjög gott að nota heslihnetusmjör 1 tsk. hunang eða 1-2 döðlur 4 dl vatn Um 2 dl af klaka (ath. þarf ekki ef þið notið frosinn banana) Byrjið á því að setja chiafræin í glas og blandið saman við 1 dl af vatni. Leyfið þessu að standa og hrærið í öðru hverju á meðan þið finnið til restina af hráefnunum. Setjið allt í blandara og blandið vel. Nánari upplýsingar eru á heilsumamman.is eða á Facebook og Instagram undir sama nafni. Birtist í Fréttablaðinu Matur Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Lífið László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Menning Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið Sjónlýsing í fyrsta sinn Lífið Fleiri fréttir Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Sjá meira
Oddrún hefur boðið upp á sín fjölbreyttu námskeið á nokkrum stöðum í gegnum árin en nú heldur hún sig í Heilsuborg og býður þessa dagana upp á tvenns konar námskeið, Morgunmatur og millimál og svo kvöldverðarnámskeið þar sem áhersla er lögð á að auka hlut grænmetis á diskinum. „Vinsælustu námskeiðin eru svo sennilega namminámskeiðin sem eru í nóvember, þar sem við gerum konfekt í hollari kantinum.“ Oddrún segist leggja áherslu á að uppskriftirnar séu einfaldar og innihaldi ekki of mörg hráefni. „Það að borða næringarríkan mat þarf hvorki að vera flókið né bragðlaust.“Samsetning sem kemur í veg fyrir þreytu og sykurlöngun Oddrún segir morgunmatinn mikilvægan enda gefi hann okkur kraft fyrir daginn. „Það er þó misjafnt hvenær fólki finnst best að borða morgunmat. Sumir borða hann nánast um leið og þeir vakna en aðrir nokkrum tímum seinna. Ég sjálf fasta í 13-14 tíma á virkum dögum og borða morgunmatinn því yfirleitt um þremur tímum eftir að ég vakna.“ Oddrún segist hafa átt uppáhaldsmorgunmat í nokkur ár en það er grautur úr höfrum, chia- og hampfræjum. „Ég bæti svo við einhverjum ávöxtum eða berjum og jafnvel möndlusmjöri og múslí set ég ofan á. Það sem mér finnst frábært við þennan graut er að hann inniheldur prótein, góða fitu, flókin kolvetni og trefjar. Þetta hjálpar allt til þess að halda blóðsykrinum jöfnum fram eftir degi og kemur þannig í veg fyrir þreytu og sykurlöngun. Mér finnst best að búa til mikið magn í stórri glerkrukku í byrjun vikunnar og eiga grautinn tilbúinn á morgnana út vikuna. Það má þó líka setja hann í litla krukku að kvöldi til og grípa með sér í vinnu eða skóla að morgni.“Morgungrautur Þessi morgungrautur er fullkominn morgunmatur að sögn Oddrúnar. Hann er trefjaríkur og inniheldur einnig prótein og góða fitu og gefur góðan kraft inn í daginn. Hún mælir með að búa til mikið magn í einu því grauturinn geymist í um það bil fimm daga í kæli.Skammtur fyrir 1 1 msk. hafrar 1 msk. hampfræ 1 msk. chiafræ 1 dl vatn eða annar vökvi Ávextir ofan á Blandið hráefninu saman í skál og hrærið í öðru hverju. Fræin drekka í sig vatnið og það tekur um það bil 10 mínútur. Það má líka búa grautinn til að kvöldi og geyma í ísskáp, þá er hann tilbúinn að morgni. Grauturinn er ekki bragðmikill og því nauðsynlegt að bragðbæta með ávöxtum og berjum. Einnig er mjög gott að setja í hann 1 tsk. af möndlusmjöri og jafnvel múslí ofan á. Um helgar læðast svo stundum með 1-2 bitar af smátt söxuðu dökku súkkulaði.Próteinríkur súkkulaðisjeik Þegar útbúinn er sjeik í morgunmat er að sögn Oddrúnar mikilvægt að hugsa um að hafa ekki bara ávexti heldur passa að hann innihaldi líka fitu og prótein svo svengdin komi ekki strax aftur. Það mætti t.d. bæta út í hann þykkri kókosmjólk, avókadói eða smá ólífuolíu fyrir góða fitu og hampfræjum, chiafræjum eða öðrum fræjum, lúku af möndlum eða öðrum hnetum fyrir prótein. 2 stór glös 1 banani (sniðugt að nota frosinn) 2-3 msk. hampfræ 2 msk. chiafræ + 1 dl vatn 1 msk. hreint kakó (ég nota frá Himneskri hollustu) 1-2 msk. möndlusmjör, líka mjög gott að nota heslihnetusmjör 1 tsk. hunang eða 1-2 döðlur 4 dl vatn Um 2 dl af klaka (ath. þarf ekki ef þið notið frosinn banana) Byrjið á því að setja chiafræin í glas og blandið saman við 1 dl af vatni. Leyfið þessu að standa og hrærið í öðru hverju á meðan þið finnið til restina af hráefnunum. Setjið allt í blandara og blandið vel. Nánari upplýsingar eru á heilsumamman.is eða á Facebook og Instagram undir sama nafni.
Birtist í Fréttablaðinu Matur Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Lífið László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Menning Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið Sjónlýsing í fyrsta sinn Lífið Fleiri fréttir Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Sjá meira