Telur Guðmundar- og Geirfinnsmálið byggjast á misskilningi Kjartan Kjartansson skrifar 2. október 2019 19:07 Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir stjórnvöld verða að leysa úr bótamálum vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálsins. Vísir/Vilhelm Misskilnings gætir hjá þjóðinni um að sakborningar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu hafi verið dæmdir fyrir morð á sínum tíma og að Hæstiréttur hafi sýknað þá þegar mál þeirra var tekið upp á nýju. Þetta segir Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem telur skaðabótakröfur sakborninga fráleitar. Ágreiningur hefur verið um hvernig eigi að standa að bótagreiðslum til fimm sakborninga sem voru dæmdir til fangelsisvistar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu eftir að Hæstiréttur sýknaði þá þegar málið var tekið aftur upp í fyrra. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hefur lagt fram frumvarp til að heimila að greiddar verði bætur. Tveir sakborninganna hafa sett fram kröfur um bætur sem nema á annan milljarð króna hvor. Brynjar sagði í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag að þingið yrði að samþykkja einhvers konar frumvarp til að fólkið gæti sótt sér einhverjar bætur. Vandamálið væri að málið væri pólitískt og stjórnmálin yrðu að greiða úr bótamálinu.Hæstiréttur hafi verið bundinn af ákvörðun stjórnvalda Fullyrti Brynjar að það væri misskilningur að Hæstiréttur hefði sýknað sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu í fyrra. Það hafi verið stjórnvöld sem hafi tekið ákvörðun um að taka upp málið á ný og að krefjast sýknu. Málið hafi verið tekið úr höndum dómstóla. Hélt hann því fram að Hæstiréttur hafi verið bundinn af ákvörðun stjórnvalda um að sýkna sakborningana. „Það er pólitíkin sem ákvað að sýkna í þessu máli,“ sagði Brynjar og vísaði til þess að Hæstiréttur hafi ekki tekið afstöðu til sönnunarfærslu í málinu aftur. Sjálfur sagðist hann ósáttur við að vegið hefði verið að sjálfstæði dómstóla með þessum hætti.Ekki dæmdir fyrir morð Þá sagði Brynjar að allir væru búnir að gleyma því að sakborningarnir í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu hafi verið dæmdir fyrir margt annað en að hafa valdið dauða Guðmundar Einarsson og Geirfinns Einarssonar. „Þeir voru ekkert sýknaðir af því,“ sagði þingmaðurinn. Telur Brynjar miklu máli skipta þegar rætt er um bætur hvaða áhrif hluti ákæranna á hendur sakborningunum sem vörðuðu hvarf Guðmundar og Geirfinns höfðu á ákvörðun refsingar yfir þeim. Vísaði Brynjar upphæð bótakrafna tveggja sakborninganna á bug sem „fráleitum“ og sagði að bætur yrðu að vera í samræmi við mál af þessu tagi. „Þetta er ekki í fyrsta skipti sem menn hafa verið frelsissviptir og þurft að greiða bætur,“ sagði Brynjar. Þá sagði Brynjar það vera misskilning hjá þjóðinni að sakborningarnir hafi verið dæmdir fyrir morð á Guðmundi og Geirfinni. Þeir hafi verið dæmdir fyrir hættulega líkamsárásir sem varð þeim að bana. „Það var virt þeim til gáleysis, það er að segja að það var ekki ásetningur til að drepa mennina,“ sagði Brynjar. Alþingi Dómsmál Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Heildarupphæðin 759 milljónir króna þegar hlé var gert á viðræðum Frumvarpi forsætisráðherra til laga um heimild til að greiða bætur vegna sýknudóms Hæstaréttar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu hefur verið dreift á Alþingi. 30. september 2019 16:21 Útilokað að dagurinn marki þau tímamót sem við vildum Eitt ár er frá því Hæstiréttur kvað upp sýknudóm í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Aðstandandi Tryggva Rúnars Leifssonar bíður enn eftir úrbótum í kerfinu sem hann ræddi við forsætisráðherra í apríl. 27. september 2019 06:15 Krefst 1,6 milljarða frá ríkinu vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálsins Kristján Viðar Júlíusson sat inni í tæp sjö og hálft ár á sínum tíma. Hann var sýknaður ásamt fjórum öðrum í fyrra. 1. október 2019 19:55 Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira
Misskilnings gætir hjá þjóðinni um að sakborningar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu hafi verið dæmdir fyrir morð á sínum tíma og að Hæstiréttur hafi sýknað þá þegar mál þeirra var tekið upp á nýju. Þetta segir Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem telur skaðabótakröfur sakborninga fráleitar. Ágreiningur hefur verið um hvernig eigi að standa að bótagreiðslum til fimm sakborninga sem voru dæmdir til fangelsisvistar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu eftir að Hæstiréttur sýknaði þá þegar málið var tekið aftur upp í fyrra. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hefur lagt fram frumvarp til að heimila að greiddar verði bætur. Tveir sakborninganna hafa sett fram kröfur um bætur sem nema á annan milljarð króna hvor. Brynjar sagði í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag að þingið yrði að samþykkja einhvers konar frumvarp til að fólkið gæti sótt sér einhverjar bætur. Vandamálið væri að málið væri pólitískt og stjórnmálin yrðu að greiða úr bótamálinu.Hæstiréttur hafi verið bundinn af ákvörðun stjórnvalda Fullyrti Brynjar að það væri misskilningur að Hæstiréttur hefði sýknað sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu í fyrra. Það hafi verið stjórnvöld sem hafi tekið ákvörðun um að taka upp málið á ný og að krefjast sýknu. Málið hafi verið tekið úr höndum dómstóla. Hélt hann því fram að Hæstiréttur hafi verið bundinn af ákvörðun stjórnvalda um að sýkna sakborningana. „Það er pólitíkin sem ákvað að sýkna í þessu máli,“ sagði Brynjar og vísaði til þess að Hæstiréttur hafi ekki tekið afstöðu til sönnunarfærslu í málinu aftur. Sjálfur sagðist hann ósáttur við að vegið hefði verið að sjálfstæði dómstóla með þessum hætti.Ekki dæmdir fyrir morð Þá sagði Brynjar að allir væru búnir að gleyma því að sakborningarnir í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu hafi verið dæmdir fyrir margt annað en að hafa valdið dauða Guðmundar Einarsson og Geirfinns Einarssonar. „Þeir voru ekkert sýknaðir af því,“ sagði þingmaðurinn. Telur Brynjar miklu máli skipta þegar rætt er um bætur hvaða áhrif hluti ákæranna á hendur sakborningunum sem vörðuðu hvarf Guðmundar og Geirfinns höfðu á ákvörðun refsingar yfir þeim. Vísaði Brynjar upphæð bótakrafna tveggja sakborninganna á bug sem „fráleitum“ og sagði að bætur yrðu að vera í samræmi við mál af þessu tagi. „Þetta er ekki í fyrsta skipti sem menn hafa verið frelsissviptir og þurft að greiða bætur,“ sagði Brynjar. Þá sagði Brynjar það vera misskilning hjá þjóðinni að sakborningarnir hafi verið dæmdir fyrir morð á Guðmundi og Geirfinni. Þeir hafi verið dæmdir fyrir hættulega líkamsárásir sem varð þeim að bana. „Það var virt þeim til gáleysis, það er að segja að það var ekki ásetningur til að drepa mennina,“ sagði Brynjar.
Alþingi Dómsmál Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Heildarupphæðin 759 milljónir króna þegar hlé var gert á viðræðum Frumvarpi forsætisráðherra til laga um heimild til að greiða bætur vegna sýknudóms Hæstaréttar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu hefur verið dreift á Alþingi. 30. september 2019 16:21 Útilokað að dagurinn marki þau tímamót sem við vildum Eitt ár er frá því Hæstiréttur kvað upp sýknudóm í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Aðstandandi Tryggva Rúnars Leifssonar bíður enn eftir úrbótum í kerfinu sem hann ræddi við forsætisráðherra í apríl. 27. september 2019 06:15 Krefst 1,6 milljarða frá ríkinu vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálsins Kristján Viðar Júlíusson sat inni í tæp sjö og hálft ár á sínum tíma. Hann var sýknaður ásamt fjórum öðrum í fyrra. 1. október 2019 19:55 Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira
Heildarupphæðin 759 milljónir króna þegar hlé var gert á viðræðum Frumvarpi forsætisráðherra til laga um heimild til að greiða bætur vegna sýknudóms Hæstaréttar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu hefur verið dreift á Alþingi. 30. september 2019 16:21
Útilokað að dagurinn marki þau tímamót sem við vildum Eitt ár er frá því Hæstiréttur kvað upp sýknudóm í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Aðstandandi Tryggva Rúnars Leifssonar bíður enn eftir úrbótum í kerfinu sem hann ræddi við forsætisráðherra í apríl. 27. september 2019 06:15
Krefst 1,6 milljarða frá ríkinu vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálsins Kristján Viðar Júlíusson sat inni í tæp sjö og hálft ár á sínum tíma. Hann var sýknaður ásamt fjórum öðrum í fyrra. 1. október 2019 19:55