Hvort Píratar eða VG hafi betri stefnu í hryðjuverkamálum Jakob Bjarnar skrifar 3. október 2019 14:57 Félagsvísindastofnun spyr meðal annars um það hvaða stjórnmálaflokkur hafi bestu stefnuna í vörnum gegn hryðjuverkum. AP/Sam Clack Í þessu eldhúsi er verið að kokka einhvern ógeðisdrykk, segir dyggur lesandi Vísis. Hann hafði samband við ritstjórn og var ekki skemmt vegna skoðanakönnunar sem hann fékk í vikunni til úrlausnar frá Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Honum þótti spurningarnar hinar undarlegustu. Þar var honum meðal annars gert að taka afstöðu til spurningarinnar hvort hann myndi vilja bjarga mannslífi ef það kostaði 1,5 milljarð? Maðurinn sagðist hafa skrifað harðorða athugasemd til Félagsvísindastofnunar vegna þessa. Hann telur hugsanlegt að þarna sé einhver stjórnmálaflokkur eða samtök að fiska í gruggugum sjó því meðal þess sem spurt er um er hvaða stjórnmálaflokkur á Íslandi hann telji hafa bestu stefnu til að sporna við hryðjuverkum á Íslandi.Dæmi um úrlausnarefni fyrir þá sem tóku þátt í könnuninni.Svo eru þeir stjórnmálaflokkar sem eiga sæti á þingi taldir upp. Á almenningur, eins og málum er háttað, að hafa skoðun á því hvort VG eða Píratar hafi „betri“ stefnu í vörnum gegn hryðjuverkum? Spurði viðmælandi Vísis forviða. En, hann er í svokölluðum netpanel, rafrænu úrtaki, hópi fólks sem svarar reglulega skoðanakönnunum á netinu.Alþjóðleg könnun um afstöðu til hryðjuverka Vísir setti sig í samband við Félagsvísindastofnun og spurði hvað væri í pípunum? Fyrir svörum var sjálfur panelstjórinn Ævar Þórólfsson. Hann kannaðist við þessa tilteknu könnun en hafði hana þó ekki á sínum snærum. En, vissi þó að um var að ræða könnun sem tengdist alþjóðlegu samstarfi. Og úrtakið væri stórt eða um sex þúsund manns.Viðmælandi Vísis taldi að þarna væri heldur betur verið að fiska í gruggugum sjó.„Þetta er könnun um afstöðu fólks til hryðjuverka og allskonar mála tengdum hryðjuverkum. Ef ég man rétt er þetta lagt fyrir eins í mörgum löndum og þá fókuserað á Norðurlöndin. Þetta eru allskonar spurningar sumar sem manni finnst kannski skrítnar; hvernig á þetta við um íslenskt samfélag?“ segir Ævar. Og tekur undir með það að þessar tilteknu spurningar kunni að hljóma torkennilega í íslensk eyru.Félagsvísindastofnun framkvæmdaaðili Ævar bendir á að þegar svo háttar til, að um alþjóðlegt samstarf er að ræða þá hafi þau hjá Félagsvísindastofnuninni minni stjórn á því um hvað og hvernig væri spurt. „Við erum bara framkvæmdaaðili,“ segir Ævar sem telur víst að þessi tiltekni spurningavagn sé að til kominn vegna milligöngu einhvers kennara við Háskólann. Ævar segir að það sé mikið í gangi hjá Félagsvísindastofnun, þar séu fjórtán starfsmenn sem sinna meðal annars gerð og framkvæmd kannana sem séu tengd styrkjum sem kennarar hafi fengið, eða fyrir stofnanir og fyrirtæki. Öll verkefni eru útseld, stofnunin er ekki á fjárlögum en minna sé um það hjá Félagsvísindastofnun en öðrum fyrirtækjum á þessu sviði að stjórnmálaflokkar kaupi hjá þeim kannanir.* Uppfært 16:40Umrædd könnun tengist verkefni sem þrír fræðimenn við Félagssvið HÍ og norrænir samstarfsfélagar þeirra fengu styrk til að rannska, sem nemur 120 milljónum frá Nordforsk; áhrif hryðjuverkaógnar á borgara og einnig áhrif lagasetningar gegn hryðjuverkum á viðhorf fólks til lýðræðis og trausts á stjórnvöldum. Í tilkynningu frá Háskóla Íslands á sínum tíma kom fram að af heildarstyrk til verkefnisins komi 32,5 milljónir í hlut Háskóla Íslands, en meðal aðstandenda þess eru þau Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, forstöðumaður Félagsvísindastofnunar, Hulda Þórisdóttir, dósent í stjórnmálafræði og Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði. Hryðjuverk í Evrópu Skóla - og menntamál Varnarmál Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Fleiri fréttir Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar Sjá meira
Í þessu eldhúsi er verið að kokka einhvern ógeðisdrykk, segir dyggur lesandi Vísis. Hann hafði samband við ritstjórn og var ekki skemmt vegna skoðanakönnunar sem hann fékk í vikunni til úrlausnar frá Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Honum þótti spurningarnar hinar undarlegustu. Þar var honum meðal annars gert að taka afstöðu til spurningarinnar hvort hann myndi vilja bjarga mannslífi ef það kostaði 1,5 milljarð? Maðurinn sagðist hafa skrifað harðorða athugasemd til Félagsvísindastofnunar vegna þessa. Hann telur hugsanlegt að þarna sé einhver stjórnmálaflokkur eða samtök að fiska í gruggugum sjó því meðal þess sem spurt er um er hvaða stjórnmálaflokkur á Íslandi hann telji hafa bestu stefnu til að sporna við hryðjuverkum á Íslandi.Dæmi um úrlausnarefni fyrir þá sem tóku þátt í könnuninni.Svo eru þeir stjórnmálaflokkar sem eiga sæti á þingi taldir upp. Á almenningur, eins og málum er háttað, að hafa skoðun á því hvort VG eða Píratar hafi „betri“ stefnu í vörnum gegn hryðjuverkum? Spurði viðmælandi Vísis forviða. En, hann er í svokölluðum netpanel, rafrænu úrtaki, hópi fólks sem svarar reglulega skoðanakönnunum á netinu.Alþjóðleg könnun um afstöðu til hryðjuverka Vísir setti sig í samband við Félagsvísindastofnun og spurði hvað væri í pípunum? Fyrir svörum var sjálfur panelstjórinn Ævar Þórólfsson. Hann kannaðist við þessa tilteknu könnun en hafði hana þó ekki á sínum snærum. En, vissi þó að um var að ræða könnun sem tengdist alþjóðlegu samstarfi. Og úrtakið væri stórt eða um sex þúsund manns.Viðmælandi Vísis taldi að þarna væri heldur betur verið að fiska í gruggugum sjó.„Þetta er könnun um afstöðu fólks til hryðjuverka og allskonar mála tengdum hryðjuverkum. Ef ég man rétt er þetta lagt fyrir eins í mörgum löndum og þá fókuserað á Norðurlöndin. Þetta eru allskonar spurningar sumar sem manni finnst kannski skrítnar; hvernig á þetta við um íslenskt samfélag?“ segir Ævar. Og tekur undir með það að þessar tilteknu spurningar kunni að hljóma torkennilega í íslensk eyru.Félagsvísindastofnun framkvæmdaaðili Ævar bendir á að þegar svo háttar til, að um alþjóðlegt samstarf er að ræða þá hafi þau hjá Félagsvísindastofnuninni minni stjórn á því um hvað og hvernig væri spurt. „Við erum bara framkvæmdaaðili,“ segir Ævar sem telur víst að þessi tiltekni spurningavagn sé að til kominn vegna milligöngu einhvers kennara við Háskólann. Ævar segir að það sé mikið í gangi hjá Félagsvísindastofnun, þar séu fjórtán starfsmenn sem sinna meðal annars gerð og framkvæmd kannana sem séu tengd styrkjum sem kennarar hafi fengið, eða fyrir stofnanir og fyrirtæki. Öll verkefni eru útseld, stofnunin er ekki á fjárlögum en minna sé um það hjá Félagsvísindastofnun en öðrum fyrirtækjum á þessu sviði að stjórnmálaflokkar kaupi hjá þeim kannanir.* Uppfært 16:40Umrædd könnun tengist verkefni sem þrír fræðimenn við Félagssvið HÍ og norrænir samstarfsfélagar þeirra fengu styrk til að rannska, sem nemur 120 milljónum frá Nordforsk; áhrif hryðjuverkaógnar á borgara og einnig áhrif lagasetningar gegn hryðjuverkum á viðhorf fólks til lýðræðis og trausts á stjórnvöldum. Í tilkynningu frá Háskóla Íslands á sínum tíma kom fram að af heildarstyrk til verkefnisins komi 32,5 milljónir í hlut Háskóla Íslands, en meðal aðstandenda þess eru þau Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, forstöðumaður Félagsvísindastofnunar, Hulda Þórisdóttir, dósent í stjórnmálafræði og Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði.
Hryðjuverk í Evrópu Skóla - og menntamál Varnarmál Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Fleiri fréttir Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels