Sumir uggandi en aðrir bjartsýnir Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. október 2019 20:00 Laugavegur við Klapparstíg. Hann hefur verið lokaður fyrir bílaumferð í sumar og svo verður áfram í vetur. Vísir/Vilhelm Það er ekkert nýtt að tekist sé á um ágæti þess að gera Laugaveginn að göngugötu. Óskað var eftir nafnakalli þegar borgarstjórn staðfesti á þriðjudaginn samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá því í lok september á tillögu að deiliskipulagi fyrir fyrsta áfanga Laugavegar sem göngugötu allt árið um kring.Tillagan var samþykkt með fjórtán atkvæðum borgarfulltrúa meirihlutans auk Hildar Björnsdóttur, borgarfulltrúa sjálfstæðisflokksins. Níu borgarfulltrúar minnihlutans greiddu atkvæði gegn tillögunni. Samhliða fóru fram líflegar umræður í borgarstjórn um áhrif lokunar Laugavegar á rekstraraðila og íbúa og um kostnað við fyrirhugaðar framkvæmdir við að gera götuna að göngugötu.Sjá einnig: Laugavegurinn áfram göngugata í vetur Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, lagði til að því yrði frestað að auglýsa deiliskipulagstillöguna og tillögu um göngugötur um nokkra mánuði. Tillaga var felld.Boðið að gera tillögu um bekki og blómapotta Það eru ekki bara borgarfulltrúar sem tekist hafa á um málið en það varðar jú ekki hvað síst bæði borgarbúa og rekstraraðila í miðbænum. Gunnar Gunnarsson, talsmaður Miðbæjarfélagsins, grasrótarsamtaka kaupmanna sem barist hefur gegn lokun fyrir bílaumferð um Laugaveg, segir litla ánægju með þetta meðal þeirra kaupmanna sem hann sé málsvari fyrir. Gunnar Gunnarsson, talsmaður MiðbæjarfélagsinsMynd/aðsend„Menn eru mjög uggandi og það er mikil andstaða,“ segir Gunnar í samtali við Vísi. Sjálfur er hann ekki með rekstur í miðbænum. Hann vill meina að ekki hafi verið hlustað á sjónarmið sinna félaga. „Það er bara valtað yfir okkur.“ Fulltrúar Miðbæjarfélagsins hafi verið kallaður á stuttan fund í ráðhúsinu í byrjun árs þar sem þeim hafi verið tilkynnt um áformin og þeim boðið að „gera tillögu að því hvar eigi að setja bekki og blómapotta,“ eins og Gunnar orðar það, lítt kátur með ákvörðunina. „Það er allt samráðið af þeirra hálfu,“ bætir Gunnar við og segir fundinn hafa verið mikinn hitafund. En ekki eru allir kaupmenn á sama máli. Guðrún Jóhannesdóttir, einn eigenda Kokku á Laugavegi og formaður Miðborgarinnar okkar, hagsmunasamtaka rekstraraðila í miðborginni, er ein þeirra sem er ósammála Gunnari.Vill það sem viðskiptavinurinn vill „Mín persónulega skoðun er í raun algjört aukaatriði í þessu máli,“ sagði Guðrún í kvöldfréttum Stöðvar 2 á þriðjudaginn. „Ég held að það sem við kaupmenn þurfum að horfa á fyrst og fremst hvað viðskiptavinurinn vill. Og ef að skoðakannanir sýna hver á fætur annari að almenningur vill göngugötur þá er það það sem ég vil. Af því ég vil það sem kúnninn minn vill, það er það sem skiptir mig máli,“ sagði Guðrún. Samkvæmt könnun sem Zenter rannsóknir gerðu fyrir Miðborgina okkar og Samtök verslunar og þjónustu í sumar segist rétt um helmingur borgarbúa vera hlynntur göngugötum í miðbænum. Þeir sem heimsækja miðborgina oftar eru almennt hlynntari göngugötum en þeir sem gera það sjaldnar samkvæmt könnuninni. Aftur á móti er afstaða rekstraraðila neikvæðari en um 62% svarenda sögðust andvígir göngugötum samkvæmt sömu könnun.Guðrún Jóhannesdóttir kaupmaður í Kokku.SkjáskotGuðrún bendir á, að nú þegar liggi fyrir pólitískur vilji og undirbúningur sé hafinn að því að Laugavegurinn verði göngugata allt árið um kring, þurfi kaupmenn einfaldlega að taka þátt. „Þá held ég að það sé aðal atriði fyrir okkur að vera þá í samráði við viðskiptavinina okkar, það þarf að tala við Öryrkjabandalagið um hvernig sé hægt að bæta aðgengi fyrir fatlaða og þarf að tryggja það að það séu bílastæði fyrir fatlaða nálægt,“ sagði Guðrún. Þá þurfi að kynna bílastæðahúsin betur þar sem sé að finna fleiri þúsund bílastæði í göngufæri frá verslun og þjónustu á Laugarvegi. Borgarstjórn Göngugötur Reykjavík Samgöngur Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Fleiri fréttir Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Sjá meira
Það er ekkert nýtt að tekist sé á um ágæti þess að gera Laugaveginn að göngugötu. Óskað var eftir nafnakalli þegar borgarstjórn staðfesti á þriðjudaginn samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá því í lok september á tillögu að deiliskipulagi fyrir fyrsta áfanga Laugavegar sem göngugötu allt árið um kring.Tillagan var samþykkt með fjórtán atkvæðum borgarfulltrúa meirihlutans auk Hildar Björnsdóttur, borgarfulltrúa sjálfstæðisflokksins. Níu borgarfulltrúar minnihlutans greiddu atkvæði gegn tillögunni. Samhliða fóru fram líflegar umræður í borgarstjórn um áhrif lokunar Laugavegar á rekstraraðila og íbúa og um kostnað við fyrirhugaðar framkvæmdir við að gera götuna að göngugötu.Sjá einnig: Laugavegurinn áfram göngugata í vetur Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, lagði til að því yrði frestað að auglýsa deiliskipulagstillöguna og tillögu um göngugötur um nokkra mánuði. Tillaga var felld.Boðið að gera tillögu um bekki og blómapotta Það eru ekki bara borgarfulltrúar sem tekist hafa á um málið en það varðar jú ekki hvað síst bæði borgarbúa og rekstraraðila í miðbænum. Gunnar Gunnarsson, talsmaður Miðbæjarfélagsins, grasrótarsamtaka kaupmanna sem barist hefur gegn lokun fyrir bílaumferð um Laugaveg, segir litla ánægju með þetta meðal þeirra kaupmanna sem hann sé málsvari fyrir. Gunnar Gunnarsson, talsmaður MiðbæjarfélagsinsMynd/aðsend„Menn eru mjög uggandi og það er mikil andstaða,“ segir Gunnar í samtali við Vísi. Sjálfur er hann ekki með rekstur í miðbænum. Hann vill meina að ekki hafi verið hlustað á sjónarmið sinna félaga. „Það er bara valtað yfir okkur.“ Fulltrúar Miðbæjarfélagsins hafi verið kallaður á stuttan fund í ráðhúsinu í byrjun árs þar sem þeim hafi verið tilkynnt um áformin og þeim boðið að „gera tillögu að því hvar eigi að setja bekki og blómapotta,“ eins og Gunnar orðar það, lítt kátur með ákvörðunina. „Það er allt samráðið af þeirra hálfu,“ bætir Gunnar við og segir fundinn hafa verið mikinn hitafund. En ekki eru allir kaupmenn á sama máli. Guðrún Jóhannesdóttir, einn eigenda Kokku á Laugavegi og formaður Miðborgarinnar okkar, hagsmunasamtaka rekstraraðila í miðborginni, er ein þeirra sem er ósammála Gunnari.Vill það sem viðskiptavinurinn vill „Mín persónulega skoðun er í raun algjört aukaatriði í þessu máli,“ sagði Guðrún í kvöldfréttum Stöðvar 2 á þriðjudaginn. „Ég held að það sem við kaupmenn þurfum að horfa á fyrst og fremst hvað viðskiptavinurinn vill. Og ef að skoðakannanir sýna hver á fætur annari að almenningur vill göngugötur þá er það það sem ég vil. Af því ég vil það sem kúnninn minn vill, það er það sem skiptir mig máli,“ sagði Guðrún. Samkvæmt könnun sem Zenter rannsóknir gerðu fyrir Miðborgina okkar og Samtök verslunar og þjónustu í sumar segist rétt um helmingur borgarbúa vera hlynntur göngugötum í miðbænum. Þeir sem heimsækja miðborgina oftar eru almennt hlynntari göngugötum en þeir sem gera það sjaldnar samkvæmt könnuninni. Aftur á móti er afstaða rekstraraðila neikvæðari en um 62% svarenda sögðust andvígir göngugötum samkvæmt sömu könnun.Guðrún Jóhannesdóttir kaupmaður í Kokku.SkjáskotGuðrún bendir á, að nú þegar liggi fyrir pólitískur vilji og undirbúningur sé hafinn að því að Laugavegurinn verði göngugata allt árið um kring, þurfi kaupmenn einfaldlega að taka þátt. „Þá held ég að það sé aðal atriði fyrir okkur að vera þá í samráði við viðskiptavinina okkar, það þarf að tala við Öryrkjabandalagið um hvernig sé hægt að bæta aðgengi fyrir fatlaða og þarf að tryggja það að það séu bílastæði fyrir fatlaða nálægt,“ sagði Guðrún. Þá þurfi að kynna bílastæðahúsin betur þar sem sé að finna fleiri þúsund bílastæði í göngufæri frá verslun og þjónustu á Laugarvegi.
Borgarstjórn Göngugötur Reykjavík Samgöngur Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Fleiri fréttir Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent