Frændur andspænis í óguðlegu samstarfi Þórarinn Þórarinsson skrifar 5. október 2019 14:00 Þrándur Þórarinsson og (Þórarinn) Hugleikur Dagsson opna Andspænis í Gallery Porti í dag. Fréttablaðið/Valli Listmálarinn Þrándur Þórarinsson og myndasögumaðurinn Hugleikur Dagsson eru systkinabörn, af Eldjárns- og Hafstaðskyni, og að sögn Þrándar svo nánir að tala megi um þá sem uppeldisbræður og að nú láti þeir loksins verða af því að standa hvor andspænis öðrum á samsýningu umkringdir fornum fjendum sem skemmtu sér við að beita sínum ólíku brögðum. „Frumpælingin var að taka bara Íslandssöguna fyrir og Hulli þá í teiknimyndasögum og ég í málverkum en síðan breyttist það bara í einhverja sögu um Sæmund fróða og Kölska og að gera bara teiknimyndasögu um þá félaga að lenda í ævintýrum,“ heldur Þrándur áfram. „En lendingin var síðan að lokum að sækja þessar forynjur, fordæður og furðuskepnur úr hugarfylgsnum okkar í þetta óguðlega samstarfsverkefni okkar frændanna.“ Hugleikur segir þá einfaldlega hafa sótt „okkar uppáhalds skúrka og skrímsli úr íslenskum þjóðsagnaarfi“ og att þeim saman þannig að málverk og myndasaga mynda 22 tvennur sem hver um sig telst eitt verk og selst sem slíkt. Þrándur hefur þróað sinn persónulega stíl undir áhrifum gömlu meistaranna með Goya fremstan í flokki og hefur oft blandað gömlum þjóðsagnaminnum saman við olíumálninguna þannig að hann fór á kunnuglegar slóðir með frænda sínum. „Hulli hefur reyndar verið alveg jafn mikið í þessu þótt hann sé mikið með nútíma hroðbjóðinn og hefur verið með til dæmis jólaköttinn og margs konar kvikindi. Við erum heldur ekki að segja einhverjar gamlar þjóðsögur heldur bara vinna úr þessu og búa til eitthvað nýtt og laga þetta að nútímanum.“Málað á slóðum Sæmundar Þrándur segir að ekki hafi vafist fyrir þeim frændum hvaða óféti þeir ættu að taka fyrir. „Það small bara einhvern veginn saman hverjum ætti að etja saman en við erum reyndar búnir að gera þetta svolítið hvor í sínu landi,“ segir Þrándur sem er nýkominn frá tveggja mánaða dvöl í París þar sem hann sótti það sem hann kallar ómetanlegan innblástur í Louvre-safninu. „Það er eiginlega bara það skemmtilegasta sem ég geri að fara á þessi söfn og skoða málverk fyrri alda og ég gíraðist alveg gríðarlega í Louvre og dreif mig svo bara á vinnustofuna að mála. Það var alger himnasending að geta gert þetta svona í tvo mánuði og ég held að ég hafi sjaldan fundið fyrir svona mikilli vinnugleði þótt ég sé nú alltaf voðalega kátur í vinnustofu.“ Þrándur segir sýninguna þannig innblásna af París og að þess sjáist merki á sýningunni þar sem hann kinki kolli í virðingarskyni til borgarinnar sem einmitt Sæmundur fróði sótti sér fróðleik til fyrir lifandis löngu.Hann á afmæli hann Hulli Hulli og Þrándur segja Andspænis vera afmælissýningu þar sem Hulli á afmæli í dag, fæddur 5. október 1977. „Opnunin er á afmælinu hans og svo á ég afmæli tveimur dögum seinna. Það hittir bara svo heppilega á að hann á afmæli á laugardag,“ segir Þrándur sem verður 41 árs á mánudaginn. Sléttu ári eftir að hann hélt afmælissýningu á verkum sínum. toti@frettabladid.isHugleikur fróði andspænis Kölska frænda í einu verka Þrándar.Annað listaverk úr smiðju frændanna. Birtist í Fréttablaðinu Myndlist Mest lesið Ace Frehley látinn af slysförum Lífið Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur Tíska og hönnun „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Lífið Slappur smassborgari Gagnrýni „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Lífið Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Lífið Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Lífið Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ Lífið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Fleiri fréttir Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Sjá meira
Listmálarinn Þrándur Þórarinsson og myndasögumaðurinn Hugleikur Dagsson eru systkinabörn, af Eldjárns- og Hafstaðskyni, og að sögn Þrándar svo nánir að tala megi um þá sem uppeldisbræður og að nú láti þeir loksins verða af því að standa hvor andspænis öðrum á samsýningu umkringdir fornum fjendum sem skemmtu sér við að beita sínum ólíku brögðum. „Frumpælingin var að taka bara Íslandssöguna fyrir og Hulli þá í teiknimyndasögum og ég í málverkum en síðan breyttist það bara í einhverja sögu um Sæmund fróða og Kölska og að gera bara teiknimyndasögu um þá félaga að lenda í ævintýrum,“ heldur Þrándur áfram. „En lendingin var síðan að lokum að sækja þessar forynjur, fordæður og furðuskepnur úr hugarfylgsnum okkar í þetta óguðlega samstarfsverkefni okkar frændanna.“ Hugleikur segir þá einfaldlega hafa sótt „okkar uppáhalds skúrka og skrímsli úr íslenskum þjóðsagnaarfi“ og att þeim saman þannig að málverk og myndasaga mynda 22 tvennur sem hver um sig telst eitt verk og selst sem slíkt. Þrándur hefur þróað sinn persónulega stíl undir áhrifum gömlu meistaranna með Goya fremstan í flokki og hefur oft blandað gömlum þjóðsagnaminnum saman við olíumálninguna þannig að hann fór á kunnuglegar slóðir með frænda sínum. „Hulli hefur reyndar verið alveg jafn mikið í þessu þótt hann sé mikið með nútíma hroðbjóðinn og hefur verið með til dæmis jólaköttinn og margs konar kvikindi. Við erum heldur ekki að segja einhverjar gamlar þjóðsögur heldur bara vinna úr þessu og búa til eitthvað nýtt og laga þetta að nútímanum.“Málað á slóðum Sæmundar Þrándur segir að ekki hafi vafist fyrir þeim frændum hvaða óféti þeir ættu að taka fyrir. „Það small bara einhvern veginn saman hverjum ætti að etja saman en við erum reyndar búnir að gera þetta svolítið hvor í sínu landi,“ segir Þrándur sem er nýkominn frá tveggja mánaða dvöl í París þar sem hann sótti það sem hann kallar ómetanlegan innblástur í Louvre-safninu. „Það er eiginlega bara það skemmtilegasta sem ég geri að fara á þessi söfn og skoða málverk fyrri alda og ég gíraðist alveg gríðarlega í Louvre og dreif mig svo bara á vinnustofuna að mála. Það var alger himnasending að geta gert þetta svona í tvo mánuði og ég held að ég hafi sjaldan fundið fyrir svona mikilli vinnugleði þótt ég sé nú alltaf voðalega kátur í vinnustofu.“ Þrándur segir sýninguna þannig innblásna af París og að þess sjáist merki á sýningunni þar sem hann kinki kolli í virðingarskyni til borgarinnar sem einmitt Sæmundur fróði sótti sér fróðleik til fyrir lifandis löngu.Hann á afmæli hann Hulli Hulli og Þrándur segja Andspænis vera afmælissýningu þar sem Hulli á afmæli í dag, fæddur 5. október 1977. „Opnunin er á afmælinu hans og svo á ég afmæli tveimur dögum seinna. Það hittir bara svo heppilega á að hann á afmæli á laugardag,“ segir Þrándur sem verður 41 árs á mánudaginn. Sléttu ári eftir að hann hélt afmælissýningu á verkum sínum. toti@frettabladid.isHugleikur fróði andspænis Kölska frænda í einu verka Þrándar.Annað listaverk úr smiðju frændanna.
Birtist í Fréttablaðinu Myndlist Mest lesið Ace Frehley látinn af slysförum Lífið Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur Tíska og hönnun „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Lífið Slappur smassborgari Gagnrýni „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Lífið Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Lífið Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Lífið Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ Lífið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Fleiri fréttir Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Sjá meira