Frændur andspænis í óguðlegu samstarfi Þórarinn Þórarinsson skrifar 5. október 2019 14:00 Þrándur Þórarinsson og (Þórarinn) Hugleikur Dagsson opna Andspænis í Gallery Porti í dag. Fréttablaðið/Valli Listmálarinn Þrándur Þórarinsson og myndasögumaðurinn Hugleikur Dagsson eru systkinabörn, af Eldjárns- og Hafstaðskyni, og að sögn Þrándar svo nánir að tala megi um þá sem uppeldisbræður og að nú láti þeir loksins verða af því að standa hvor andspænis öðrum á samsýningu umkringdir fornum fjendum sem skemmtu sér við að beita sínum ólíku brögðum. „Frumpælingin var að taka bara Íslandssöguna fyrir og Hulli þá í teiknimyndasögum og ég í málverkum en síðan breyttist það bara í einhverja sögu um Sæmund fróða og Kölska og að gera bara teiknimyndasögu um þá félaga að lenda í ævintýrum,“ heldur Þrándur áfram. „En lendingin var síðan að lokum að sækja þessar forynjur, fordæður og furðuskepnur úr hugarfylgsnum okkar í þetta óguðlega samstarfsverkefni okkar frændanna.“ Hugleikur segir þá einfaldlega hafa sótt „okkar uppáhalds skúrka og skrímsli úr íslenskum þjóðsagnaarfi“ og att þeim saman þannig að málverk og myndasaga mynda 22 tvennur sem hver um sig telst eitt verk og selst sem slíkt. Þrándur hefur þróað sinn persónulega stíl undir áhrifum gömlu meistaranna með Goya fremstan í flokki og hefur oft blandað gömlum þjóðsagnaminnum saman við olíumálninguna þannig að hann fór á kunnuglegar slóðir með frænda sínum. „Hulli hefur reyndar verið alveg jafn mikið í þessu þótt hann sé mikið með nútíma hroðbjóðinn og hefur verið með til dæmis jólaköttinn og margs konar kvikindi. Við erum heldur ekki að segja einhverjar gamlar þjóðsögur heldur bara vinna úr þessu og búa til eitthvað nýtt og laga þetta að nútímanum.“Málað á slóðum Sæmundar Þrándur segir að ekki hafi vafist fyrir þeim frændum hvaða óféti þeir ættu að taka fyrir. „Það small bara einhvern veginn saman hverjum ætti að etja saman en við erum reyndar búnir að gera þetta svolítið hvor í sínu landi,“ segir Þrándur sem er nýkominn frá tveggja mánaða dvöl í París þar sem hann sótti það sem hann kallar ómetanlegan innblástur í Louvre-safninu. „Það er eiginlega bara það skemmtilegasta sem ég geri að fara á þessi söfn og skoða málverk fyrri alda og ég gíraðist alveg gríðarlega í Louvre og dreif mig svo bara á vinnustofuna að mála. Það var alger himnasending að geta gert þetta svona í tvo mánuði og ég held að ég hafi sjaldan fundið fyrir svona mikilli vinnugleði þótt ég sé nú alltaf voðalega kátur í vinnustofu.“ Þrándur segir sýninguna þannig innblásna af París og að þess sjáist merki á sýningunni þar sem hann kinki kolli í virðingarskyni til borgarinnar sem einmitt Sæmundur fróði sótti sér fróðleik til fyrir lifandis löngu.Hann á afmæli hann Hulli Hulli og Þrándur segja Andspænis vera afmælissýningu þar sem Hulli á afmæli í dag, fæddur 5. október 1977. „Opnunin er á afmælinu hans og svo á ég afmæli tveimur dögum seinna. Það hittir bara svo heppilega á að hann á afmæli á laugardag,“ segir Þrándur sem verður 41 árs á mánudaginn. Sléttu ári eftir að hann hélt afmælissýningu á verkum sínum. toti@frettabladid.isHugleikur fróði andspænis Kölska frænda í einu verka Þrándar.Annað listaverk úr smiðju frændanna. Birtist í Fréttablaðinu Myndlist Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Sjá meira
Listmálarinn Þrándur Þórarinsson og myndasögumaðurinn Hugleikur Dagsson eru systkinabörn, af Eldjárns- og Hafstaðskyni, og að sögn Þrándar svo nánir að tala megi um þá sem uppeldisbræður og að nú láti þeir loksins verða af því að standa hvor andspænis öðrum á samsýningu umkringdir fornum fjendum sem skemmtu sér við að beita sínum ólíku brögðum. „Frumpælingin var að taka bara Íslandssöguna fyrir og Hulli þá í teiknimyndasögum og ég í málverkum en síðan breyttist það bara í einhverja sögu um Sæmund fróða og Kölska og að gera bara teiknimyndasögu um þá félaga að lenda í ævintýrum,“ heldur Þrándur áfram. „En lendingin var síðan að lokum að sækja þessar forynjur, fordæður og furðuskepnur úr hugarfylgsnum okkar í þetta óguðlega samstarfsverkefni okkar frændanna.“ Hugleikur segir þá einfaldlega hafa sótt „okkar uppáhalds skúrka og skrímsli úr íslenskum þjóðsagnaarfi“ og att þeim saman þannig að málverk og myndasaga mynda 22 tvennur sem hver um sig telst eitt verk og selst sem slíkt. Þrándur hefur þróað sinn persónulega stíl undir áhrifum gömlu meistaranna með Goya fremstan í flokki og hefur oft blandað gömlum þjóðsagnaminnum saman við olíumálninguna þannig að hann fór á kunnuglegar slóðir með frænda sínum. „Hulli hefur reyndar verið alveg jafn mikið í þessu þótt hann sé mikið með nútíma hroðbjóðinn og hefur verið með til dæmis jólaköttinn og margs konar kvikindi. Við erum heldur ekki að segja einhverjar gamlar þjóðsögur heldur bara vinna úr þessu og búa til eitthvað nýtt og laga þetta að nútímanum.“Málað á slóðum Sæmundar Þrándur segir að ekki hafi vafist fyrir þeim frændum hvaða óféti þeir ættu að taka fyrir. „Það small bara einhvern veginn saman hverjum ætti að etja saman en við erum reyndar búnir að gera þetta svolítið hvor í sínu landi,“ segir Þrándur sem er nýkominn frá tveggja mánaða dvöl í París þar sem hann sótti það sem hann kallar ómetanlegan innblástur í Louvre-safninu. „Það er eiginlega bara það skemmtilegasta sem ég geri að fara á þessi söfn og skoða málverk fyrri alda og ég gíraðist alveg gríðarlega í Louvre og dreif mig svo bara á vinnustofuna að mála. Það var alger himnasending að geta gert þetta svona í tvo mánuði og ég held að ég hafi sjaldan fundið fyrir svona mikilli vinnugleði þótt ég sé nú alltaf voðalega kátur í vinnustofu.“ Þrándur segir sýninguna þannig innblásna af París og að þess sjáist merki á sýningunni þar sem hann kinki kolli í virðingarskyni til borgarinnar sem einmitt Sæmundur fróði sótti sér fróðleik til fyrir lifandis löngu.Hann á afmæli hann Hulli Hulli og Þrándur segja Andspænis vera afmælissýningu þar sem Hulli á afmæli í dag, fæddur 5. október 1977. „Opnunin er á afmælinu hans og svo á ég afmæli tveimur dögum seinna. Það hittir bara svo heppilega á að hann á afmæli á laugardag,“ segir Þrándur sem verður 41 árs á mánudaginn. Sléttu ári eftir að hann hélt afmælissýningu á verkum sínum. toti@frettabladid.isHugleikur fróði andspænis Kölska frænda í einu verka Þrándar.Annað listaverk úr smiðju frændanna.
Birtist í Fréttablaðinu Myndlist Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Sjá meira