Löng bið eftir niðurstöðu í klukkumálinu Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 5. október 2019 14:40 Skammdegið getur reynst mörgum erfitt yfir myrkustu mánuðina. Vísir/Getty Stuðningsfólk þess að seinka klukkunni á Íslandi er farið að lengja eftir því að stjórnvöld ákveði næstu skref í málinu. Nú þegar nærri sjö mánuðir er síðan að hætt var að taka við umsögnum um málið er það enn í skoðun hjá forsætisráðuneytinu. Umræða um að breyta klukkunni á Íslandi hefur reglulega komið upp og meðal annars verið lagðar fram þingsályktunartillögur um málið. Nokkur þungi færðist í umræðuna í desember í fyrra þegar samþykkt var á fundi ríkisstjórnarinnar að gefa almenningi færi á að tjá sig um málið. Í janúar var svo birt greinagerð í samráðsgátt Stjórnarráðsins. Í henni var skoðað hvort færa eigi staðartíma nær sólartíma miðað við hnattræna legu landsins. Mikill fjöldi þeirra umsagna sem bárust voru á þá leið að seinka ætti klukkunni en um sextán hundruð umsagnir bárust um málið áður en hætt var að taka við þeim í byrjun mars. Nú þegar nærri sjö mánuðir eru síðan að tekið var við síðustu umsögnum frá almenningi hefur enn engin ákvörðun verið tekin um það hvort stjórnvöld ætli að leggja til einhverja breytingu á klukkunni eða ekki. Við fyrirspurn sem send var forsætisráðuneytinu vegna málsins fengust þau svör að málið væri í skoðun hjá bæði forsætisráðuneytinu og heilbrigðisráðuneytinu og niðurstöður verði birtar þegar þær liggja fyrir. Hvenær að það verður er alls kostar óvíst. Á meðal þeirra sem hafa barist fyrir því að klukkunni verði seinka er Hið íslenska svefnrannsóknarfélag. Erla Björnsdóttir, sálfræðingur og varaformaður Hins íslenska svefnrannsóknarfélags, segir að þar á bæ finnist fólki biðin eftir niðurstöðu í málinu orðin ansi löng. „Við teljum að þetta sé stórt lýðheilsumál og skipti máli fyrir svefnvenjur Íslendinga þannig að við viljum fara að sjá einhverja niðurstöðu í þessu,“ segir Erla. Hún bendir á að mjög margar umsagnir hafi borist í samráðsgáttina. „Ég myndi vilja fara að sjá einhverjar aðgerðir. Það er löngu búið að skila inn ummælum og sérfræðingar hafa gefið sitt álit þannig að mér finnst kominn tími til að taka einhverjar ákvarðanir,“ segir Erla. Klukkan á Íslandi Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Sjá meira
Stuðningsfólk þess að seinka klukkunni á Íslandi er farið að lengja eftir því að stjórnvöld ákveði næstu skref í málinu. Nú þegar nærri sjö mánuðir er síðan að hætt var að taka við umsögnum um málið er það enn í skoðun hjá forsætisráðuneytinu. Umræða um að breyta klukkunni á Íslandi hefur reglulega komið upp og meðal annars verið lagðar fram þingsályktunartillögur um málið. Nokkur þungi færðist í umræðuna í desember í fyrra þegar samþykkt var á fundi ríkisstjórnarinnar að gefa almenningi færi á að tjá sig um málið. Í janúar var svo birt greinagerð í samráðsgátt Stjórnarráðsins. Í henni var skoðað hvort færa eigi staðartíma nær sólartíma miðað við hnattræna legu landsins. Mikill fjöldi þeirra umsagna sem bárust voru á þá leið að seinka ætti klukkunni en um sextán hundruð umsagnir bárust um málið áður en hætt var að taka við þeim í byrjun mars. Nú þegar nærri sjö mánuðir eru síðan að tekið var við síðustu umsögnum frá almenningi hefur enn engin ákvörðun verið tekin um það hvort stjórnvöld ætli að leggja til einhverja breytingu á klukkunni eða ekki. Við fyrirspurn sem send var forsætisráðuneytinu vegna málsins fengust þau svör að málið væri í skoðun hjá bæði forsætisráðuneytinu og heilbrigðisráðuneytinu og niðurstöður verði birtar þegar þær liggja fyrir. Hvenær að það verður er alls kostar óvíst. Á meðal þeirra sem hafa barist fyrir því að klukkunni verði seinka er Hið íslenska svefnrannsóknarfélag. Erla Björnsdóttir, sálfræðingur og varaformaður Hins íslenska svefnrannsóknarfélags, segir að þar á bæ finnist fólki biðin eftir niðurstöðu í málinu orðin ansi löng. „Við teljum að þetta sé stórt lýðheilsumál og skipti máli fyrir svefnvenjur Íslendinga þannig að við viljum fara að sjá einhverja niðurstöðu í þessu,“ segir Erla. Hún bendir á að mjög margar umsagnir hafi borist í samráðsgáttina. „Ég myndi vilja fara að sjá einhverjar aðgerðir. Það er löngu búið að skila inn ummælum og sérfræðingar hafa gefið sitt álit þannig að mér finnst kominn tími til að taka einhverjar ákvarðanir,“ segir Erla.
Klukkan á Íslandi Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Sjá meira