Tillaga Landlæknis auki svartamarkaðsbrask Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. október 2019 21:00 Rafrettuverslanir á Íslandi vilja taka þátt í baráttunni gegn veip-reykingum ungmenna að sögn talsmanns íslenskra veipverslana. Þær gagnrýna samráðsleysi heilbrigðisyfirvalda í þessum efnum og kalla eftir fjársektum og auknu forvarnarstarfi, í stað þess að takmarka aðgengi að bragðefnum. Það muni aðeins auka svartamarkaðsbrask. Landlæknir vill að heilbrigðisráðherra beiti sér í baráttunni gegn rafrettureykingum barna, ekki síst hvað varðar bragðefni og umbúðir sem sérstaklega höfða til ungmenna. Það sé heimild í lögum til að banna efnin, sem Landlæknir hvetur stjórnvöld að gera.Hópur rafrettuverslana á Íslandi hefur nú bundist samtökum, Hjalti Ásgeirsson er talsmaður þeirra og segir hann verslanirnir ekki mótfallnar því að takmarka veip-reykingar barna. Þvert á móti vilji þær aðstoða í baráttunni og kalla eftir áheyrn. „Við viljum fá þann möguleika að vera með í þessari baráttu. Það erum við sem erum í fremstu víglínu, það erum við sem þekkjum neysluvenjur, tæknina, markaðinn og þróunina. Það er því frekar óábyrgt af yfirvöldum að hafa okkur ekki með í samræðunum um hvernig við getum spornað gegn reykingum ungmenna,“ segir Hjalti.Hjalti Ásgeirsson, talsmaður Veip-verslana.aðsendEkki hagur af sölu til ungmenna Verslanirnar vinna nú að úrbótatillögum sem þær hyggjast leggja fyrir heilbrigðisyfirvöld, sem kveða meðal annars á um háar fjársektir á veipverslanir ef þær selja börnum vörur, sem og aukið forvarnarstarf. „Skólarnir þurfa líka að koma til og vera með betra eftirlit, hafa samband við foreldra og ef þetta er endurtekið brot að hafa samband við Barnavernd. Það er það sem við gerum í búðunum, ég hafði þrisvar samband við Barnavernd út af því að börn voru að panta sér vörur á netinu og foreldrarnir gera ekkert í því.“ Það sé hagur veipverslana að sporna við rafrettureykingum ungmenna, það dragi úr gagnrýni á starfshætti verslananna. „Við erum að reyna að hjálpa fólki að hætta að reykja, við erum ekki að reyna selja börnum þetta því við græðum ekkert á því. Það er bara að fara að búa til neikvæða umræðu um markaðinn sem við erum að reyna að tala upp. Þetta er skaðaminnkandi leið, í stað sígaretta eða annars tóbaks.“ Tillaga Landslæknis um að takmarka eða banna bragðefni í rafrettru sé þó misráðin. „Það myndi einfaldlega færa þessar vörur yfir á svarta markaðinn, sem myndi auðvelda aðgengi ungmenna að þeim. Það eykur líkur hættuna af þessu, vegna þess að þar er ekkert eftirlit með því hvað er í þessu,“ segir Hjalti. Áfengi og tóbak Heilbrigðismál Rafrettur Tengdar fréttir Vill takmarka bragðefni og umbúðir sem höfða til barna Landlæknir vill að heilbrigðisráðherra beiti sér fyrir því að takmarka bragðefni og umbúðir á rafrettuvökva sem sérstaklega höfða til barna. Síðasta hálfa árið hafa hátt í þúsund tegundir af vökva verið skráðar hér á landi. Þá er kannabissvökvi í rafrettur auglýstur í stórum stíl á snjallforriti þar sem fíkniefni eru boðin til sölu. 30. september 2019 19:00 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira
Rafrettuverslanir á Íslandi vilja taka þátt í baráttunni gegn veip-reykingum ungmenna að sögn talsmanns íslenskra veipverslana. Þær gagnrýna samráðsleysi heilbrigðisyfirvalda í þessum efnum og kalla eftir fjársektum og auknu forvarnarstarfi, í stað þess að takmarka aðgengi að bragðefnum. Það muni aðeins auka svartamarkaðsbrask. Landlæknir vill að heilbrigðisráðherra beiti sér í baráttunni gegn rafrettureykingum barna, ekki síst hvað varðar bragðefni og umbúðir sem sérstaklega höfða til ungmenna. Það sé heimild í lögum til að banna efnin, sem Landlæknir hvetur stjórnvöld að gera.Hópur rafrettuverslana á Íslandi hefur nú bundist samtökum, Hjalti Ásgeirsson er talsmaður þeirra og segir hann verslanirnir ekki mótfallnar því að takmarka veip-reykingar barna. Þvert á móti vilji þær aðstoða í baráttunni og kalla eftir áheyrn. „Við viljum fá þann möguleika að vera með í þessari baráttu. Það erum við sem erum í fremstu víglínu, það erum við sem þekkjum neysluvenjur, tæknina, markaðinn og þróunina. Það er því frekar óábyrgt af yfirvöldum að hafa okkur ekki með í samræðunum um hvernig við getum spornað gegn reykingum ungmenna,“ segir Hjalti.Hjalti Ásgeirsson, talsmaður Veip-verslana.aðsendEkki hagur af sölu til ungmenna Verslanirnar vinna nú að úrbótatillögum sem þær hyggjast leggja fyrir heilbrigðisyfirvöld, sem kveða meðal annars á um háar fjársektir á veipverslanir ef þær selja börnum vörur, sem og aukið forvarnarstarf. „Skólarnir þurfa líka að koma til og vera með betra eftirlit, hafa samband við foreldra og ef þetta er endurtekið brot að hafa samband við Barnavernd. Það er það sem við gerum í búðunum, ég hafði þrisvar samband við Barnavernd út af því að börn voru að panta sér vörur á netinu og foreldrarnir gera ekkert í því.“ Það sé hagur veipverslana að sporna við rafrettureykingum ungmenna, það dragi úr gagnrýni á starfshætti verslananna. „Við erum að reyna að hjálpa fólki að hætta að reykja, við erum ekki að reyna selja börnum þetta því við græðum ekkert á því. Það er bara að fara að búa til neikvæða umræðu um markaðinn sem við erum að reyna að tala upp. Þetta er skaðaminnkandi leið, í stað sígaretta eða annars tóbaks.“ Tillaga Landslæknis um að takmarka eða banna bragðefni í rafrettru sé þó misráðin. „Það myndi einfaldlega færa þessar vörur yfir á svarta markaðinn, sem myndi auðvelda aðgengi ungmenna að þeim. Það eykur líkur hættuna af þessu, vegna þess að þar er ekkert eftirlit með því hvað er í þessu,“ segir Hjalti.
Áfengi og tóbak Heilbrigðismál Rafrettur Tengdar fréttir Vill takmarka bragðefni og umbúðir sem höfða til barna Landlæknir vill að heilbrigðisráðherra beiti sér fyrir því að takmarka bragðefni og umbúðir á rafrettuvökva sem sérstaklega höfða til barna. Síðasta hálfa árið hafa hátt í þúsund tegundir af vökva verið skráðar hér á landi. Þá er kannabissvökvi í rafrettur auglýstur í stórum stíl á snjallforriti þar sem fíkniefni eru boðin til sölu. 30. september 2019 19:00 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira
Vill takmarka bragðefni og umbúðir sem höfða til barna Landlæknir vill að heilbrigðisráðherra beiti sér fyrir því að takmarka bragðefni og umbúðir á rafrettuvökva sem sérstaklega höfða til barna. Síðasta hálfa árið hafa hátt í þúsund tegundir af vökva verið skráðar hér á landi. Þá er kannabissvökvi í rafrettur auglýstur í stórum stíl á snjallforriti þar sem fíkniefni eru boðin til sölu. 30. september 2019 19:00