Innlent

Kennarar lýsa yfir van­trausti á skóla­meistara á Akra­nesi

Atli Ísleifsson skrifar
Frá Akranesi. Ágústa Elín tók við embætti skólameistara FVA í ársbyrjun 2015.
Frá Akranesi. Ágústa Elín tók við embætti skólameistara FVA í ársbyrjun 2015. Mynd/veitur
Yfirgnæfandi meirihluti kennara við Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi hafa lýst yfir vantrausti á skólameistarann Ágústu Elínu Ingþórsdóttur. Yfirlýsing þessa efnis hefur verið send ráðherra.

DV greinir frá þessu í dag og hefur eftir Garðari Norðdahl, formanni kennarafélags skólans. Þar segir að 38 kennarar af þeim 44 sem teljast „undirskriftarbærir“ hafi skrifað undir yfirlýsinguna. Alls eru kennarar 46, en tveir sækjast nú sjálfir eftir stöðu skólameistara við skólann.

Óánægja hefur verið meðal starfsmanna skólans með störf og stjórnunarhætti Ágústu Elínar, en Ágústa Elín tók við stöðu skólameistara FVA í ársbyrjun 2015. Hefur ríkið þurft að greiða fimm milljónir í bætur og málskostnað vegna ólögmætrar ákvörðunar Ágústu Elínar að víkja fyrrverandi aðstoðarskólameistara fyrirvaralaust frá störfum.

Kærði ákvörðun Lilju

Lilja Dögg Alfreðsdóttir menntamálaráðherra ákvað fyrr á árinu að auglýsa stöðu skólameistara FVA.

Ágústa Elín ákvað að kæra ákvörðunina þar sem henni hafi átt að berast tilkynning um ákvörðun ráðherra 30. júní, en að tilkynningin hafi ekki borist formlega fyrr en of seint. Segir á vef DV að ráðherra hafi hringt í Ágústu síðasta dag júnímánaðar, en að tilkynning hafi ekki borist fyrr en degi seinna og svo í ábyrgðarpósti 4. júlí.

Kæra Ágústu Elínar sætir flýtimeðferð samkvæmt lögum um einkamál. Á vef ráðuneytisins kemur fram að Lilja hafi farið þess á leit við forsætisráðherra að hann feli öðrum í ríkisstjórn að skipa í embætti skólameistara FVA á grundvelli auglýsingar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.