Akranes

Nýr loðnukvóti ávísun á yfir tíu milljarða króna gjaldeyristekjur
Hafrannsóknastofnun leggur til að loðnukvótinn tvöfaldist frá því sem áður var búið að gefa út, samkvæmt nýrri ráðgjöf sem birt var í kvöld. Ægir Páll Friðbertsson, framkvæmdastjóri Brims hf., segir varlega áætlað verðmæti þess sem fellur í hlut íslenskra skipa vel yfir tíu milljarðar króna í útflutningsverðmæti.

Fundu loðnu mjög víða við landgrunnsbrúnina
Umfangsmestu loðnuleit til þessa á Íslandsmiðum lýkur í kvöld þegar rannsóknarskipið Árni Friðriksson klárar síðasta leitarlegg sinn á Víkurál, syðst á Vestfjarðamiðum, djúpt vestur af Kollsvík. Tvö rannsóknaskip Hafrannsóknastofnunar og sex fiskiskip frá útgerðum stefna síðan öll til lands og tvö þegar lögst að bryggju.

Eldur í bíl á Akranesi
Slökkviliðið á Akranesi var kallað út um klukkan hálf níu í morgun vegna þess að kviknað hafði í vélarhúddi fólksbíls í bænum. Jens Heiðar Ragnarsson slökkviliðsstjóri segir að eldur virðist hafa kviknað þegar bílstjóri ræsti bílinn.

Verja tuttugu milljónum króna á dag í loðnuleit í von um tugmilljarða vertíð
Átta skip leita nú ákaft að loðnu á Íslandsmiðum, tvö rannsóknaskip Hafrannsóknastofnunar og sex fiskiskip frá útgerðum, í umfangsmestu loðnuleit til þessa. Hver leitardagur kostar um tuttugu milljónir króna.

Átta skip í ákafri loðnuleit: „Nú á hún ekki að sleppa“
Loðnuleitin sem hófst um síðustu helgi er orðin mun umfangsmeiri en áður var gert ráð fyrir. Í fyrstu var miðað við þrjú til fjögur skip en núna eru þau orðin átta talsins, tvö rannsóknarskip Hafrannsóknastofnunar og sex uppsjávarveiðiskip frá útgerðum; öll að leita loðnunnar.

Klárir að taka loðnunótina um borð og halda til veiða
Skipstjórinn sem fann þykkar loðnutorfur á Austfjarðamiðum um helgina segir áhöfnina tilbúna að hefja veiðar. Búist er við að það skýrist á morgun hvort Hafrannsóknastofnun gefi grænt ljós á loðnuvertíð.

Breytingar á skrifstofu Akraneskaupstaðar
Nýtt stjórnskipulag Akraneskaupstaðar var samþykkt á 1324. fundi bæjarstjórnar þann 15. desember og tók gildi þann 1. janúar. Markmið breytinganna er að auka og bæta innri og ytri þjónustu Akraneskaupstaðar, auka skilvirkni í rekstri sveitarfélagsins með upplýsingatækni, skýrari verkferlum, stjórnun og öflugu starfsumhverfi.

Sementsverksmiðjan harmar rykmengunina
Mannleg mistök urðu til þess að síló við Sementsverksmiðjuna á Akranesi yfirfylltist við uppskipun aðfaranótt 5. janúar, með þeim afleiðingum að sementsryk þyrlaðist upp og settist á götur, hús og bifreiðar í nágrenninu.

Sementsryk dreifðist yfir bíla og hús á Akranesi
Sementsryk úr sementstönkum Sementsverksmiðjunnar á Akranesi dreifðist yfir nærliggjandi svæði eftir að síló yfirfylltist þegar verið var að fylla á það.

Landsréttur staðfestir að símtal Lilju til Ágústu var nóg
Landsréttur hefur staðfest sýknudóm yfir íslenska ríkinu varðandi skólameistara á Akranesi sem sagt var upp störfum. Ágústa Elín Ingþórsdóttir, skólastjóri Fjölbrautarskóla Vesturlands, taldi að skipunartími hennar hefði framlengst sjálfkrafa til fimm ára þar sem henni hefði ekki verið tilkynnt innan nauðsynlegs fyrirvara að starfið yrði auglýst.

Skiptir þverun Grunnafjarðar máli?
Fyrr á árinu lagði ég fram fyrirspurn í nokkrum liðum til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra á Alþingi um þverun Grunnafjarðar og hvaða möguleikar standi þar til boða.

Vill þjóðin gefa auðlindina?
Landsvirkjun hefur verið falið að nýta orkuauðlindirnar og tryggja að sú nýting skili arði. Þann arð er hægt að nota í þágu eigenda Landsvirkjunar, íslensku þjóðarinnar, til að standa straum af heilbrigðiskerfinu, skólunum okkar eða félagslega kerfinu, svo dæmi séu nefnd.

Vilja stjórnvöld ekki 14 milljarða fjárfestingu í formi atvinnuuppbyggingar?
Eins og fram kom í fréttum í september þá tilkynnti forstjóri Norðuráls að fyrirtækið væri tilbúið að ráðast í 14 milljarða fjárfestingu vegna stækkunar á steypuskála fyrirtækisins og að þessar framkvæmdir gætu hafist innan nokkurra vikna.

Gæslan aðstoðaði bát með bilaða vél
Landhelgisgæslunni barst tilkynning um fiskibát með bilaða vél undan mynni Hvalfjarðar á fjórða tímanum í dag.

Baader kaupir Skagann 3X
Baader hefur gengið frá samningum um kaup á meirihluta í Skaganum 3X. Þetta kemur fram í tilkynningu. Viðskiptin eru háð venjubundnum fyrirvörum um samþykki opinberra aðila. Ráðgert er að þeim fyrirvörum verði aflétt í ársbyrjun 2021.

Telja að Hvalur þurfi að reiða fram rúmar hundrað milljónir eftir dóma Landsréttar
Hvalur hf. var í Landsrétti í dag dæmdur til að leiðrétta laun og reiða fram greiðslur til átta starfsmanna sem unnu á hvalvertíðum hjá fyrirtækinu.

Smitaður sótti hóptíma í líkamsræktarstöð
Smitaður einstaklingur sótti hóptíma hjá líkamsræktarstöð á Akranesi í fyrrakvöld. Allir sem sóttu tímann þurfa að fara í sóttkví og sýnatöku venga þessa.

Vegstikur víkja fyrir LED-lýsingu í Hvalfjarðargöngum
Vegstikurnar í Hvalfjarðargöngum verða brátt teknar niður en framkvæmdum við uppsetningu á kantlýsingu er nú lokið.

Ekkert mál að rækta epli úti á Íslandi
Jón Þórir Guðmundsson, eplabóndi og garðyrkjumaður á Akranesi reiknar með að uppskera um 500 epli af eplatrjánum sínum í haust en trén ræktar hann öll úti í garði hjá sér.

Stórglæsilegur ferhyrndur hrútur á Akranesi
Hrúturinn Höfðingi á Akranesi þykir einstaklega glæsilegur, ekki síst út af hornunum en hann er ferhyrndur.