Innlent

Þyrlan sótti slasaða konu eftir bíl­veltu á Snæ­fells­nesi

Atli Ísleifsson skrifar
Beiðni barst Landhelgisgæslunni klukkan 19:28 í kvöld.
Beiðni barst Landhelgisgæslunni klukkan 19:28 í kvöld. vísir/vilhelm
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út eftir að umferðarslys varð rétt austan við Vegamót á Snæfellsnesi í kvöld. Samkvæmt heimildum fréttastofu var kona flutt slösuð með þyrlunni á Landspítalann í Fossvogi. 

RÚV greindi fyrst frá slysinu og segir að um bílveltu hafi verið að ræða.

Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir í samtali við Vísi að þyrlan hafi verið kölluð út eftir beiðni frá lögreglunni á Vesturlandi. 

Hann segir að þyrlan hafi tekið á loft klukkan 19:28, sótt þann slasaða og svo verið lent við Landspítalann í Fossvogi klukkan 20:22.

Ekki hafa fengist upplýsingar um tildrög slyssins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×