Íslenskur Kúrdi segir Trump vera svikara Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 7. október 2019 19:15 Eftir farsælt samstarf við hersveitir Kúrda í baráttunni gegn hryðjuverkasamtökunum sem kenna sig við íslamskt ríki hefur Donald Trump Bandaríkjaforseti ákveðið að standa ekki í vegi fyrir því að Tyrkir ráðist inn á yfirráðasvæði Kúrda í Norður-Sýrlandi, sem þeir kalla Rojava. Flutningar bandarískra hermanna frá norðurhluta Sýrlands hófust því í dag. Talsmaður sveita Kúrda sagði í dag að með þessu væru Bandaríkin að stinga Kúrda í bakið. Ýmsir samherjar Trumps hafa að auki gagnrýnt ákvörðunina. Ákvörðunin er sögð ganga þvert á ráðleggingar varnarmála- og utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna en hún var tekin eftir símtal Trumps og Receps Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands. Tyrkir álíta sveitir Kúrda hryðjuverkasamtök og hefur tyrkneski herinn gert fjölda árása á yfirráðasvæði Kúrda. Haukur Hilmarsson, íslenskur liðsmaður hersveitanna, er talinn hafa farist í slíkri árás í febrúar á síðasta ári. Svik Arann Taha Karim, íslenskur Kúrdi, segir miður að Trump leyfi Erdogan nú að ráðast inn á svæðið. „Ég kalla þetta svik. Það er verið að misnota Kúrda.“ Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna í Sýrlandi sagðist í dag búa sig undir hið versta. Sömuleiðis segist Arann óttast það að mjög illa fari. Tyrklandsforseti sé einfaldlega að reyna að endurvekja Ottómanveldið. Að lokum segist Arann telja að íslensk stjórnvöld ættu að aðhafast í málinu. „Ísland ber ábyrgð í þessu máli af því Ísland er í NATO,“ segir Arann. Átök Kúrda og Tyrkja Bandaríkin Mál Hauks Hilmarssonar Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Kúvending eftir símtal Trump og Erdogan í gær Bandaríkjastjórn ákvað að snúa bakinu við bandamönnum sínum Kúrdum í Sýrlandi eftir símtal Trump og Erdogan. 7. október 2019 10:48 Repúblikanar fordæma ákvörðun Trump Nokkrir af helstu bandamönnum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafa fordæmt þá ákvörðun hans að draga um þúsund hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi og gera Tyrkjum kleift að herja á sýrlenska Kúrda og bandamenn þeirra í Sýrlenska lýðræðishernum (SDF). 7. október 2019 18:04 Tyrkir áforma innrás í Sýrland Tyrkir áforma nú innrás inn í norðausturhluta Sýrlands og Bandaríkjamenn virðast hafa gefið grænt ljós á aðgerðirnar. 7. október 2019 07:48 Trump afsalar Bandaríkjunum ábyrgð á Sýrlandsstríðinu Bandaríkjaforseti segir öðrum að finna lausn á Sýrlandsstríðinu. Einn helsti bandamaður hans í Repúblikanaflokknum er harðorður um ákvörðun forsetans. 7. október 2019 12:53 Mest lesið „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Innlent Fleiri fréttir Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Sjá meira
Eftir farsælt samstarf við hersveitir Kúrda í baráttunni gegn hryðjuverkasamtökunum sem kenna sig við íslamskt ríki hefur Donald Trump Bandaríkjaforseti ákveðið að standa ekki í vegi fyrir því að Tyrkir ráðist inn á yfirráðasvæði Kúrda í Norður-Sýrlandi, sem þeir kalla Rojava. Flutningar bandarískra hermanna frá norðurhluta Sýrlands hófust því í dag. Talsmaður sveita Kúrda sagði í dag að með þessu væru Bandaríkin að stinga Kúrda í bakið. Ýmsir samherjar Trumps hafa að auki gagnrýnt ákvörðunina. Ákvörðunin er sögð ganga þvert á ráðleggingar varnarmála- og utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna en hún var tekin eftir símtal Trumps og Receps Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands. Tyrkir álíta sveitir Kúrda hryðjuverkasamtök og hefur tyrkneski herinn gert fjölda árása á yfirráðasvæði Kúrda. Haukur Hilmarsson, íslenskur liðsmaður hersveitanna, er talinn hafa farist í slíkri árás í febrúar á síðasta ári. Svik Arann Taha Karim, íslenskur Kúrdi, segir miður að Trump leyfi Erdogan nú að ráðast inn á svæðið. „Ég kalla þetta svik. Það er verið að misnota Kúrda.“ Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna í Sýrlandi sagðist í dag búa sig undir hið versta. Sömuleiðis segist Arann óttast það að mjög illa fari. Tyrklandsforseti sé einfaldlega að reyna að endurvekja Ottómanveldið. Að lokum segist Arann telja að íslensk stjórnvöld ættu að aðhafast í málinu. „Ísland ber ábyrgð í þessu máli af því Ísland er í NATO,“ segir Arann.
Átök Kúrda og Tyrkja Bandaríkin Mál Hauks Hilmarssonar Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Kúvending eftir símtal Trump og Erdogan í gær Bandaríkjastjórn ákvað að snúa bakinu við bandamönnum sínum Kúrdum í Sýrlandi eftir símtal Trump og Erdogan. 7. október 2019 10:48 Repúblikanar fordæma ákvörðun Trump Nokkrir af helstu bandamönnum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafa fordæmt þá ákvörðun hans að draga um þúsund hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi og gera Tyrkjum kleift að herja á sýrlenska Kúrda og bandamenn þeirra í Sýrlenska lýðræðishernum (SDF). 7. október 2019 18:04 Tyrkir áforma innrás í Sýrland Tyrkir áforma nú innrás inn í norðausturhluta Sýrlands og Bandaríkjamenn virðast hafa gefið grænt ljós á aðgerðirnar. 7. október 2019 07:48 Trump afsalar Bandaríkjunum ábyrgð á Sýrlandsstríðinu Bandaríkjaforseti segir öðrum að finna lausn á Sýrlandsstríðinu. Einn helsti bandamaður hans í Repúblikanaflokknum er harðorður um ákvörðun forsetans. 7. október 2019 12:53 Mest lesið „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Innlent Fleiri fréttir Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Sjá meira
Kúvending eftir símtal Trump og Erdogan í gær Bandaríkjastjórn ákvað að snúa bakinu við bandamönnum sínum Kúrdum í Sýrlandi eftir símtal Trump og Erdogan. 7. október 2019 10:48
Repúblikanar fordæma ákvörðun Trump Nokkrir af helstu bandamönnum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafa fordæmt þá ákvörðun hans að draga um þúsund hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi og gera Tyrkjum kleift að herja á sýrlenska Kúrda og bandamenn þeirra í Sýrlenska lýðræðishernum (SDF). 7. október 2019 18:04
Tyrkir áforma innrás í Sýrland Tyrkir áforma nú innrás inn í norðausturhluta Sýrlands og Bandaríkjamenn virðast hafa gefið grænt ljós á aðgerðirnar. 7. október 2019 07:48
Trump afsalar Bandaríkjunum ábyrgð á Sýrlandsstríðinu Bandaríkjaforseti segir öðrum að finna lausn á Sýrlandsstríðinu. Einn helsti bandamaður hans í Repúblikanaflokknum er harðorður um ákvörðun forsetans. 7. október 2019 12:53