Máli Iceland Igloo Village vísað til lögreglu Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 7. október 2019 19:59 Kúluhúsin rísa án tilskilinna leyfa í Rangárþingi. stöð 2 Ferðaþjónustan Iceland Igloo Village hefur verið rekin ólöglega í Landsveit án starfsleyfis í sumar. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands fékk ábendingu um reksturinn í lok september og vísaði málinu til lögreglu í síðustu viku. Heilbrigðiseftirlitið segir afar sjaldgæft að slík mál komi upp. Ferðaþjónustufyrirtækið Iceland Igloo Village sem er rekið af Eternal Resor í eigu fjögurra malasískra fjárfesta hefur verið í rekstri síðan í byrjun sumars en á booking.com má sjá umsagnir frá gestum síðan í júní. Fyrirtækið er með hjólhýsi á landinu Leyni í Landsveit og hefur tengt þau við aðveitu og fráveitu án þess að hafa leyfi fyrir því. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands fékk ábendingu um reksturinn í septemberlok samkvæmt upplýsingum þaðan en fyrirtækið hefur hins vegar ekki starfsleyfi þannig að reksturinn hefur verið ólöglegur mánuðum saman. Málið þykir afar óvenjulegt en eftirlitið vísaði því til lögreglunnar á Suðurlandi í síðustu viku og samkvæmt upplýsingum þaðan verður tekið fyrir í vikunni hvort starfseminni verði lokað. Vísir/MHHTalsmaður sumarhúsa-og landeigenda segir að byggingafulltrúinn í Rangárþingi ytra hafi vitað af málinu mánuðum saman. „Þetta byrjaði í október í fyrra, við létum þá vita strax í maí að þetta væri komið svona, símleiðis, það hefur ekkert verið gert. Síðan erum við búin að kæra þetta og þá hefur ekkert gerst fyrr en við höfðum beint samband við byggingafulltrúa hér á svæðinu. Þá loksins var hreyft við því en það hefur enn þá ekkert gerst,“ segir Ásgeir Kristján Ólafsson, talsmaður sumarhúsa- og landeigenda.Ásgeir sendi byggingafulltrúanum bréf í morgun þar sem einnig er verið að reisa kúlúhús á svæðinu án tilskilinna leyfa þar sem hann er spurður á hvaða leyfum sé byggt. Farið er fram á að uppbygging verði stöðvuð tafarlaust og vatns-og fráveitulagnir fjarlægðar. Skipulags-og umferðarnefnd Rangárþings hélt fund í dag og í fundargerð kemur fram að eigendur Leynis hafi fengið heimild til að leggja fram tillögu að deiliskipulagi. Tillagan taki mið af athugasemdum, sér í lagi hvað varðar fráveitumál og mengunarvarnir. Engin leyfi hafa verið gefin út til framkvæmda. Einungis hafi verið gefin út tímabundin stöðuleyfi á hjólhúsum og heilsártjöldum. Þá segir að sveitarstjórn hafir ekkert með leyfisveitingar að gera sem snúa að útleigu hjólhýsa eða tengdrar starfsemi. Rangárþing ytra Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Sjá meira
Ferðaþjónustan Iceland Igloo Village hefur verið rekin ólöglega í Landsveit án starfsleyfis í sumar. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands fékk ábendingu um reksturinn í lok september og vísaði málinu til lögreglu í síðustu viku. Heilbrigðiseftirlitið segir afar sjaldgæft að slík mál komi upp. Ferðaþjónustufyrirtækið Iceland Igloo Village sem er rekið af Eternal Resor í eigu fjögurra malasískra fjárfesta hefur verið í rekstri síðan í byrjun sumars en á booking.com má sjá umsagnir frá gestum síðan í júní. Fyrirtækið er með hjólhýsi á landinu Leyni í Landsveit og hefur tengt þau við aðveitu og fráveitu án þess að hafa leyfi fyrir því. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands fékk ábendingu um reksturinn í septemberlok samkvæmt upplýsingum þaðan en fyrirtækið hefur hins vegar ekki starfsleyfi þannig að reksturinn hefur verið ólöglegur mánuðum saman. Málið þykir afar óvenjulegt en eftirlitið vísaði því til lögreglunnar á Suðurlandi í síðustu viku og samkvæmt upplýsingum þaðan verður tekið fyrir í vikunni hvort starfseminni verði lokað. Vísir/MHHTalsmaður sumarhúsa-og landeigenda segir að byggingafulltrúinn í Rangárþingi ytra hafi vitað af málinu mánuðum saman. „Þetta byrjaði í október í fyrra, við létum þá vita strax í maí að þetta væri komið svona, símleiðis, það hefur ekkert verið gert. Síðan erum við búin að kæra þetta og þá hefur ekkert gerst fyrr en við höfðum beint samband við byggingafulltrúa hér á svæðinu. Þá loksins var hreyft við því en það hefur enn þá ekkert gerst,“ segir Ásgeir Kristján Ólafsson, talsmaður sumarhúsa- og landeigenda.Ásgeir sendi byggingafulltrúanum bréf í morgun þar sem einnig er verið að reisa kúlúhús á svæðinu án tilskilinna leyfa þar sem hann er spurður á hvaða leyfum sé byggt. Farið er fram á að uppbygging verði stöðvuð tafarlaust og vatns-og fráveitulagnir fjarlægðar. Skipulags-og umferðarnefnd Rangárþings hélt fund í dag og í fundargerð kemur fram að eigendur Leynis hafi fengið heimild til að leggja fram tillögu að deiliskipulagi. Tillagan taki mið af athugasemdum, sér í lagi hvað varðar fráveitumál og mengunarvarnir. Engin leyfi hafa verið gefin út til framkvæmda. Einungis hafi verið gefin út tímabundin stöðuleyfi á hjólhúsum og heilsártjöldum. Þá segir að sveitarstjórn hafir ekkert með leyfisveitingar að gera sem snúa að útleigu hjólhýsa eða tengdrar starfsemi.
Rangárþing ytra Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Sjá meira