Rebekah Vardy lak öllu um persónulega hagi Rooney-fjölskyldunnar í The Sun Stefán Árni Pálsson skrifar 9. október 2019 11:30 Wayne Rooney og Jamie Vardy hafa leikið saman með enska landsliðinu og þykir málið gríðarlega vandræðalegt fyrir Vardy-hjónin. vísir/getty Risamál er komið upp í breskum slúðurmiðlum og var það Coleen Rooney sem opnaði á málið með færslu á Twitter. Gríðarlega mikið hefur verið fjallað um Coleen Rooney og Wayne Rooney á slúðurmiðlinum The Sun og hafa þau tjáð sig töluvert um rangan fréttaflutning á sínum samfélagsmiðlum. Coleen er nú búin að finna út hver var að senda The Sun efni frá lífi hjónanna, sem búsett eru í Washington í dag. Wayne Rooney leikur þar með D.C. United í bandarísku MLS-deildinni. Í færslunni segist Coleen Rooney vera með persónulegan Instagram-reikning þar sem hún samþykkir aðeins vini og vandamenn. Hún segir að sig hafi grunað að einhver innan þess fylgjendahóps væri að leka upplýsingum og var með eina sérstaka konu í huga. Coleen ákvað því að „blokka“ alla nema umrædda manneskju og því gat hún ein séð færslurnar frá Coleen. „Síðustu fimm mánuði hef ég verið að setja inn færslur sem eru í raun falskar og eiga ekki stoð í raunveruleikanum til að sjá hvað myndi gerast,“ segir Coleen Ronney í færslunni. Til að mynda segist hún hafa logið því að vera á leiðinni í nýtt starf í sjónvarpi og að allt hafi verið á floti í kjallaranum á heimili hjónanna einn morguninn. Allt var þetta sett á svið en rataði engu að síður á miðla The Sun. Aðeins ein kona gat vitað þetta og er það Rebekah Vardy, eiginkona Jamie Vardy, sem leikur með Leicester í ensku úrvalsdeildinni. Vardy og Rooney hafa verið samherjar með enska landsliðinu. Breskir miðlar greina mikið frá málinu en sjálf hefur Rebekah Vardy tjáð sig um málið á Instagram-síðu sinni og neitar öllum sökum. Deilur Coleen Rooney og Rebekah Vardy Bretland England Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Lífið Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Lífið Scary Movie-stjarna látin Lífið Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Lífið Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ Lífið Víkingar fengu son í jólagjöf Lífið Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Lífið Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Lífið Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Lífið Fleiri fréttir Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Sjá meira
Risamál er komið upp í breskum slúðurmiðlum og var það Coleen Rooney sem opnaði á málið með færslu á Twitter. Gríðarlega mikið hefur verið fjallað um Coleen Rooney og Wayne Rooney á slúðurmiðlinum The Sun og hafa þau tjáð sig töluvert um rangan fréttaflutning á sínum samfélagsmiðlum. Coleen er nú búin að finna út hver var að senda The Sun efni frá lífi hjónanna, sem búsett eru í Washington í dag. Wayne Rooney leikur þar með D.C. United í bandarísku MLS-deildinni. Í færslunni segist Coleen Rooney vera með persónulegan Instagram-reikning þar sem hún samþykkir aðeins vini og vandamenn. Hún segir að sig hafi grunað að einhver innan þess fylgjendahóps væri að leka upplýsingum og var með eina sérstaka konu í huga. Coleen ákvað því að „blokka“ alla nema umrædda manneskju og því gat hún ein séð færslurnar frá Coleen. „Síðustu fimm mánuði hef ég verið að setja inn færslur sem eru í raun falskar og eiga ekki stoð í raunveruleikanum til að sjá hvað myndi gerast,“ segir Coleen Ronney í færslunni. Til að mynda segist hún hafa logið því að vera á leiðinni í nýtt starf í sjónvarpi og að allt hafi verið á floti í kjallaranum á heimili hjónanna einn morguninn. Allt var þetta sett á svið en rataði engu að síður á miðla The Sun. Aðeins ein kona gat vitað þetta og er það Rebekah Vardy, eiginkona Jamie Vardy, sem leikur með Leicester í ensku úrvalsdeildinni. Vardy og Rooney hafa verið samherjar með enska landsliðinu. Breskir miðlar greina mikið frá málinu en sjálf hefur Rebekah Vardy tjáð sig um málið á Instagram-síðu sinni og neitar öllum sökum.
Deilur Coleen Rooney og Rebekah Vardy Bretland England Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Lífið Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Lífið Scary Movie-stjarna látin Lífið Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Lífið Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ Lífið Víkingar fengu son í jólagjöf Lífið Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Lífið Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Lífið Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Lífið Fleiri fréttir Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Sjá meira